Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Síða 17

Freyr - 01.08.1991, Síða 17
15.-16.’91 FREYR 581 Úðun med Thripstick á plastdúk. meindýranna halda sig. Sápan drepur stóran hluta fullvaxinna meindýra og að úðun lokinni er rétt að dreifa nytjadýrum á ný, því sápan er þeim skaðlaus um leið og hún hefur þornað. 2.5. Límplötur Til eru sérstakar límplötur í mis- munandi litum, sem gagnast vel við að fylgjast með meindýrum í gróðurhúsum. Gular límplötur eru einkum ætlaðar til að fylgjast með mjöllús og sorgmýi og þær bláu einkum fyrir trips, bæði nelliku- og blómatrips. Gulu plöturnar draga að vísu líka til sín trips, en mun minna en þær bláu. Ef fylgjast á með bæði tripsi og mjöllús eða sorgmýi er best að nota bæði gular og bláar límplötur, og stærð platn- anna skiptir ekki megin máli, t.d. festast ekki tvöfalt fleiri dýr á tvö- falt stærri plötu og kemur því vel til greina að skipta plötunum í tvennt. Plöturnar eru síðan skoðaðar 1-2 sinnum á viku. Staðsetning platanna skiptir miklu máli og er þeim dreift jafnt um allt húsið. í hávöxnum plönt- um eins og t.d. gúrkum, er þeim komið fyrir bæði uppi á milli plöntutoppanna og rétt ofan jarð- vegsins, til að grípa nýklakið trips og þyrftu plöturnar að vera vel sýnilegar úr göngunum. Hversu margar plötur þarf að hengja upp, fer eftir því hve öflugt eftirlitið á að vera. Við „venjulegt“ eftirlit myndi nægja að vera með 1 plötu á hverja 50 m;. Með lífrænum vörnum þyrfti talsvert fleiri plötur, svo og ef mikið er um meindýr, eða um 1 plötu á 10 m; í grænmeti og 3- 5 plötur á borð við ræktun potta- plantna. Við ræktun pottaplantna geta límplöturnar komið að all- góðu gagni við að draga úr út- breiðslu tripsins. Plötunum er þá komið fyrir rétt yfir plöntutoppn- um, þannig að þær keppa við lit blómanna um athygli tripsins. Trips flýgur tiltölulega illa, þannig að því fleiri sem límplöturnar eru, því betri vörn gefa þær. 3. Heimildir. 1. Andersen M.; 1989. Biologisk skadedyrsbekæmpelse i prydplanter. Gartner tidende nr. 7. bls. 140-141. 2. Anonymus; 1988. Paprika. Groenten en Fruit 18.3., bls. 26. 3. Anonymus; 1988. Biologisk tripskampning i gurka. Hortica april, bls. 18-19. 4. Anonymus; 1989. Blömtrips bekampas biologisk? Viola nr. 48, bls. 9. 5. Bartosik M.L.; 1990. Odling av paprika i vaxthus. Tradgárdsnytt nr. 3, bls. 3. 6. Berg K.; 1991. Förebygg bronsflack- sjuka: „terra“ tripsen. Viola nr. 5, bls. 12. 7. Borregaard S.; 1988. Biologisk bekæmpelse af trips i agurkkulturer. Gartner tidende nr. 45, bls. 1214- 1215. 8. Borregaard S.; 1988. Fangst af skadedyr pá farvede plader. Gartner tidendenr. 47, bls. 1258-1259. 9. Dahl M.H.. F. Hejndorf, O. Bagger; 1978. Den grönne bog. D.S.R. For- lag. Kaupmannahöfn. 232 bls. 10. Edlund H.; 1991. Nya metoder att bekámpa vita flygare och trips. Viola nr. 12-13. bls. 10. 11. Gillespie A.; 1989. Death by fungus. Grower 16.2.. bls. 24-27. 12. Grimstad K.; 1988. Biologisk bekjempelse av amerikansk bloni- stertrips. Gartneryrket nr. 15. bls. 473. 13 Hannson T.; 1987. Planera vaxt- skyddet för dina tomater och gurkor. Viola nr. 5. bls.10. 14. Holmenlund P.; 1988. Biologisk- kemisk plantebeskyttelse. Gartner tidende nr. 17, bls. 722-723. 15. Ingölfur Davíðsson; 1962. Gróður- sjúkdómar og varnir gegn þeim. At- vinnudeild Hálskóla íslands - Bún- aðardeild, 168 bls. 16. Lindqvist I.; 1989. Rovkvalstrens effektivitet i skadedjursbekámp- ningen ár 1989. Trádgárdsnytt nr. 22, bls. 16-17. Frh. á bls 479.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.