Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1991, Side 18

Freyr - 01.08.1991, Side 18
582 FREYR 15.-16.’91 Svínarœkt Pétur Sigtryggsson INNGANGUR íslensk svín eru afkomendur ýmissa erlendra kynja sem flutt voru til landsins fyrir miðja 20. öld og hafa verið rœktuð ílandinu síðan. Á árunum 1980-1983 var byrjað á víðtœkum rannsóknum á íslenska svínastofninum ásamt skipulegu skýrsluhaldi í svínabúi Kristins Sveinssonar að Hamri Mosfellssveit. Kristinn Sveinsson hefur stund- aö svínarækt í mörg ár og hefur sýnt mikinn áhuga og ósérhlífni við að efla þessa búgrein og á hann þakkir skildar fyrir alla aðstoð við þessar rannsóknir. Petta eru fyrstu rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslenska svínastofninum, en fram að árinu 1980 voru mjög litlar og óábyggjandi upplýsingar til um notagildi hans. Mjög litlar eða eng- ar upplýsingar voru til fram að árinu 1980, t.d. unt frjósemi gyltna, vaxtarhraða og fæðingar- þunga grísa, kjötgæði o.s.frv. Al- ger forsenda fyrir því að hægt sé að ná einhverjum árangri í kynbótum og að íslenskir svínabændur geti framleitt þá vöru sem neytendur óska eftir er að áreiðanlegar tölur og vitneskja liggi fyrir um kosti og ókosti íslenska svínastofnsins. Einnig verður þessi vitneskja að vera fyrir hendi, ef íslenskir svína- bændur eiga að geta norfært sér reynslu og þekkingu annarra þjóða í svínarækt. Þegar niðurstöður þessa rann- sóknaverkefnis frá árunun 1980- 1983 lágu fyrir var fyrst hægt að leggja mat á það hvernig íslenski svínastofninn var á þessum árum miðað við svínastofna í nágranna- löndum. Sá samanburður sýndi að svínarækt á íslandi stóð svínarækt á Norðurlöndum langt að baki. Vöxtur grísa var hægur, mun lengri tíma tók að koma grísum upp í sláturstærð á íslandi heldur en á Norðurlöndum og fitusöfnun ís- lensku grísanna var mun meiri (Pétur Sigtryggsson 1982, „Ástand Pétur Sigtryggsson. íslenska svínastofnsins“, Ráðu- nautafundur 1982, bls. 139-150; Pétur Sigtryggsson 1985, „Niður- stöður úr skýrsluhaldi”, Ráðu- nautafundur 1985, bls. 61-78). Með niðurstöðum rannsóknaverk- efnisins sem að ofan getur opnuð- ust augu svínaræktenda fyrir því að umbóta var þörf í íslenskri svína- rækt til að koma til móts við kröfur neytenda um fituminna svínakjöt á viðráðanlegu verði. Einnig var augljós þörf á víðtæku skýrsluhaldi til að hægt væri að bæta íslenska svínastofninn, annað hvort með ströngu úrvali undaneldisdýra eða með innflutningi á kynbótadýrum. Óskir um innflutning hafa oft komið fram eftir að ofannefndar niðurstöður komu fram og síðustu mánuðina hefur verið unnið skipu- lega að því að kanna hvernig standa eigi að slíkum innflutningi án þess að glata verðmætum eigin- leikum íslenska svínastofnsins ef ákveðið verður að flytja inn erfða- efni. Rétt er að vekja athygli á að þeir svínabændur sem komið hafa á nákvæmu skýrsluhaldi og nota niðurstöður þess til að bæta fram- leiðsluna og þá um leið rekstur svínabúanna hafa náð miklunt ár- angri. Óhætt er að fullyrða að óvíða hafa orðið jafn miklar fram- farir í nokkurri búgrein og í svína- ræktinni síðustu 4-5 árin. Við- brögð neytenda bera þess glöggt vitni. Kostir og gallar íslenska svínastofnsins Frjósemi Gyltur af íslenska svínastofninum eru frjósamar. Á árinu 1983 fædd- ust á svínabúinu Hamri í Mosfells- sveit að meðaltali 10,5 lifandi grísir í goti og 9,3 grísir voru þá lifandi við fráfærur. Vanhöld á nýfæddum grísum voru allhá fyrsta ár rann- sóknarinnar en strax á öðru árinu eða 1982 fór árangur af skýrslu- I haldinu og ströngu úrvali undan- I eldisdýra að koma í ljós, t.d. jókst fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu á I einu ári úr 13,2 grísum 1981 upp í 18,6 grísi 1982, eða um 5,4 nytja- grísi. Fæðingarþungi fór vaxandi frá árinu 1983 til ársins 1989, úr 1,21 kg í 1,35 kg, eða um tæp 12%. Árið 1989 fæddust 10,8 lifandi grísir í goti og 9,9 grísir voru lifandi við fráfærur árið 1989. Frjósemi

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.