Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1991, Side 29

Freyr - 01.08.1991, Side 29
15.-16.’91 FREYR 593 Á fundi stjórnar Stéttarsambands bœnda 24. júlí sl. gerðist m.a. þetta: Fundurmeð stjórn Búnaðarfélags íslands. Til fundar kom stjórn BÍ og búnað- armálastjóri til viðræna um at- vinnumál sveitanna og hugmyndir um niðurskurð framlaga til land- búnaðarins. Til þessa sameiginlega fundar var boðið að beiðni BÍ. Jón Helgason, formaður BÍ, lagði áherslu á að mikilvægt væri að BÍ og SB sneru bökum saman til varnar ýmissi atvinnustarfsemi í sveitum og skipulegðu vinnu í því sambandi. Rætt var um vanda sem kann að steðja að garðyrkjunni vegna samninga EB og EFTA, vanda vegna gjaldþrots Alafoss hf. og stöðu loðdýraræktarinnar. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt: „A sameininglegum fundi stjórna heildarsamtaka bænda- stéttarinnar, Bf. íslands og Stéttar- sambands bænda, 24. júlí 1991, var rætt um margvíslega erfiðleika sem nú blasa við bændum. og iðnaðar- og sölufyrirtækjum, sem þeim eru nauðsynleg, til að afsetja fram- leiðsluvörur sínar. Jafnframt var athygli beint að því, hve rekstrar- skilyrði hérlendist virðast margvís- legum atvinnufyrirtækjum óhag- stæð og því nauðsynlegt að stjórnvöld styðji þau í erfiðleikum fremur en láta sig litlu skipta afdrif þeirra. Um eftirfarandi atriði ályktaði fundurinn sem hér segir: 1. Stjórn BÍ og SB lýsa veruleg- um áhyggjum af gerð samn- inga um EES að því er varðar hagsmuni landbúnaðarins og gera kröfu til þess að fá að fylgjast með og hafa áhrif á hana. 2. Stjórninar telja að hrun ullar- iðnaðarins í landinu sé gífur- legt áfall, fyrir mörg hundruð starfsmenn, fyrir ýmis sveitar- félög og síðast en ekki síst fyrir sauðfjárbændur. Þeim er ætl- að að hafa tíunda hlut nettó- tekna af búum sínum af ullar- verði, en nú kaupir enginn ull í landinu. Pegar þessi tekju- missir bætist ofan á samdrátt framleiðslunnar, sem nú blasir við, kann það að valda hruni í sauðfjárbúskapnum. Það varðar aftur lífshagsmuni þús- unda manna og setur mörg byggðarlög í hættu. Því verður að vinna að því að endurreisa ullariðnaðinn og nýta þannig þá möguleika til innlendrar verðmætasköp- unar sem þar eru til. Stjórnir BI og SB beina því þeirri eindregnu áskorun til landbúnaðarráðherra og iðn- aðarráðherra að þeir beiti sér fyrir þessu. Bændasamtökin eru reiðu- búin að vinna að málinu með stjórnvöldum og öðrum sem þar eiga hagsmuni að gæta. Þetta þolir ekki bið. 3. Þá skal á það minnt hve brýnt er að styðja alla viðleitni til að skapa atvinnu í sveitum lands- ins. Má m.a. benda á að bleikjueldi kann að eiga væn- lega framtíð, ef menn sjást fyr- ir um fjárfestingar en reka það fyrst um sinn sem aukabú- grein. En í flestum tilvikum er þó hægara að styðja en reisa. Því verður að verja þær grein- ar, sem eiga undir högg að sækja, svo sem garðyrkjuna, sem telur sér einkum ógnað af auknum innflutningi, loðdýra- rækt, sem sér um sinn fram á betri daga, en dregur þó þung- an skuldahala en síðast en ekki síst sauðfjárræktina sem lang- flestir lifa af og á mestan þátt í viðhaldi dreifbýlisins." Stjórn BÍ og stjórn SB ákveða að tilnefna tvo menn hvor úr sínum hópi til að vinna saman að fram- gangi þessara ályktana. Kosnir voru af hálfu SB þeir Haukur Hall- dórsson og Þórólfur Sveinsson, en af hálfu BI þeir Jón Helgason og Hermann Sigurjónsson. Lagalegur grundvöllur búvörusamnings. Lögð var fram álitsgerð embættis ríkislögmanns um lagalegan grundvöll búvörusamnings frá 11. mars sl. Meginniðurstaða álits- gerðarinnar er að það heyri undir embættisskyldu landbúnaðarráð- herra að framkvæma samninginn sem forveri hans hafði gert með lögformlegum hætti. Sama gildi um fjármálaráðherra sem skylt sé að leita eftir lagaheimildum til að unnt sé að efna skuldbindingar rík- issjóðs skv. viðaukum I og II sem hann undirritaði ásamt landbúnað- arráðherra. Einnig segir í álitsgerðinni að ekkert liggi fyrir á þessu stigi sem geti réttlætt riftun samningsins í heild eða að hluta af hálfu ríkis- valdsins. Sauðfjárslátrun haustið 1991. Rætt var um slátrun sauðfjár á komandi hausti. Horfur eru á að dilkar verði vænir og veruleg hætta á mikilli fitusöfnun. Ákveðið var að ræða við sláturleyfishafa um að bændum gefist kostur á að koma með dilka til slátrunar á þeim tíma þegar verðmæti þeirra er mest. Stjórn nóttúruvísindadeildar Vísindasjóðs. Menntamálaráðuneytið óskar eftir að SB tilnefni fulltrúa á fund sem kjósa á tvo menn og tvo til vara í Frh. d bls. 592

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.