Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 34
598 FREYR
15.-16.’91
Stefán Örn Valdimarsson hefur
verið ráðinn starfsmaður Hagþjón-
ustu landbúnaðarins á Hvanneyri
frá 1. júlí sl.
Stefán er Reykvíkingur. Hann
er búfræðingur frá Bændaskólan-
um á Hvanneyri árið 1983 og fisk-
eldisfræðingur frá Bændaskólan-
um á Hólum árið 1986. Árið 1988
hóf hann nám við Samvinnuskól-
ann á Bifröst og lauk þaðan prófi
sem rekstrarfræðingur árið 1991.
Ævarr Hjartarson hefur verið
ráðinn starfsmaður Hagþjónustu
landbúnaðarins í hálft starf um
einsárs skeiðfrá 1. júlísl. Verkefni
hans verður að kanna vinnumagn
við ýmsa þætti búrekstrar.
Ævarr mun áfram gegna starfi
héraðsráðunautar hjá Búnaðar-
sambandi Eyjafjarðar þar sem
verkefni hans er einkum bænda-
bókhald. Aðsetur hans verður á
Akureyri.
Guðbjörn Árnason hefur verið
ráðinn tölfræði- og áætlanafulltrúi
hjá Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins frá 1. júlí sl. Hann á m.a. að
veita bændum upplýsingar um
ástand og horfur í búvörufram-
leiðslu og um framleiðsluréttar-
mál. Guðbjörn var áður hagfræð-
ingur hjá Stéttarsambandi bænda í
fjarveru Gunnlaugs A. Júlíusson-
ar.
Frá 1. júlí lét jafnframt Árni
Jónasson af störfum hjá Fram-
leiðsluráði, en síðustu ár hefur
hann verið í hlutastarfi og m.a.
svarað fyrirspurnum um fullvirðis-
rétt.
Sveinbjörn Eyjólfsson hefur ver-
ið settur skólastjóri við Bænda-
skólann á Hólum skólaárið
1991-1992, í leyfi Jóns Bjarnason-
ar skólastjóra.
Sveinbjörn er deildarstjóri í
landbúnaðarráðuneytinu og er í
leyfi frá því starfi í sama tíma.
Sigurgeir Þorgeirsson var í maí
sl. ráðinn aðstoðarmaður Halldórs
Blöndal, landbúnaðarráðherra.
Sigurgeir er sérfræðingur í bú-
fjárrækt við Rala og sauðfjár-
ræktarráðunautur hjá Búnaðarfé-
lagi íslands og hefur leyfi frá þeim
störfum meðan hann gegnir starfi
aðstoðarmanns landbúnaðarráð-
herra.
Skúli Skúlason var ráðinn sér-
fræðingur í fiskalíffræði við
Bændaskólann á Hólum í október
1990. Að ráðningu Skúla standa
einnig Veiðimálastofnun, útibú á
Hólum, og Hólalax hf. en Skúla er
ætlað að stunda rannsóknir í fisk-
eldi og fiskrækt, auk þess sem hann
kennir við fiskeldisbraut Bænda-
skólans.
Skúli er frá Akureyri. Hann er
stúdent frá MA árið 1978 og lauk
B.S. prófi í líffræði frá HI árið
1981. Eftir það stundaði hann nám
við Háskólann í Guelph í Ontario í
Kanada í fiskalíffræði og lauk það-