Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Síða 35

Freyr - 01.08.1991, Síða 35
15.-16.’91 FREYR 599 an M.S. prófi árið 1986 og Ph.D. prófi, (doktorsprófi), í september 1990. Doktorsverkefni hans fjall- aði um vistfræði bleikju í Þing- vallavatni. Jón Baldur Lorange var ráðinn umsjónarmaður tölvumála hjá Búnaðarfélagi íslands frá 15. maí sl. Jón Baldur er Reykvíkingur, fæddur árið 1964. Hann starfaði sem skrifstofustjóri Islensku hljómsveitarinnar árin 1984-1986 og var framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins 1986-1987, auk þess sem hann kenndi tölvufræði í efstu bekkjum grunnskóla. Jón Baldur er stúdent frá Versl- unarskóla íslands árið 1989 og út- skrifaðist sem kerfisfræðingur frá Tölvuháskóla VÍ í maí 1991. Kona hans er Steinunn Georgs- dóttir, hjúkrunarfræðingur, frá Reykjavík. Brynja Hjálmtýsdóttir hefur verið ráðinn í nýtt starf sem er á vegum Sambands garðyrkjubænda að hálfu og Búnaðarsambands Suðurlands að hálfu, frá 1. júní sl. Á vegum Sambands garðyrkju- bænda vinnur hún við að gæta hagsmuna félagsmanna þess en á vegum BSS vinnur hún fyrir garð- yrkjubændur á svæði sambandsins við bændabókhald o.fl. Brynja er frá Selfossi. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi árið 1984 og námi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands árið 1991. Sambýlismaður Brynju er Ingi- mundur Sigurmundsson frá Laug- ardælum í Hraungerðishreppi, skrifstofustjóri hjá Búnaðarbanka íslands á Selfossi. Bœndabókhald Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu óskar að ráða starfsmann/ráðunaut til starfa við bœnda- bókhald. Upplýsingar veita Örn Bergsson í síma 97-81674 og Jón Finnur Hansson í síma 97-81012. Þórarinn Lárusson var ráðinn héraðsráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Austurlands frá 1. júní sl. og gildir ráðningin til áramóta nk. Verkefni hans verða á sviði fiskeldis auk almennra ráðunauta- starfa. Þórarinn var áður tilraunastjóri við Tilraunastöðina á Skriðu- klaustri en starfsemi stöðvarinnar hefur nú verið lögð niður. Jón Bjarnason skólastjóri við Bændaskólann á Hólum hefur fengið ársleyfi frá störfum. Hann mun á næsta vetri stunda nám við Landbúnaðarháskólann í Edin- borg í Skotlandi þar sem hann mun kynna sér framkvæmd og skipu- lagningu starfsmenntunar í Skot- landi í landbúnaði og úrvinnslu- greinum hans.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.