Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 37
NÝTTNAFN ■ NÝTTÚTUT ■ NÝTTNAFN ■ NÝTTÚTLIT ■ NÝTTNAFN ■ NÝ'ITÚTLIT
Nýmjólk ínýjum ham...
GMJÓLK
Fæst einnig í 1 lítra fernum.
G-mjólkin geymist mánuðum saman, utan
kælis, sem kemur sér vel þegar langt er í
næstu búð. Vel kæld bragðast hún sem besta
nýmjólk og þegar Cappuccino-kaffi er annars
vegar hentar engin mjólk betur.
Leggðu nýja útlitið á minnið.
G-MJÓLK ■ GEYMSLUÞOLIN MJÓLK ■ G-MJÓLK • GEYMSLÚÞOLIN MJÓLK • G-MJÓLK
Rœktunarland á jörðinni
minnkar
Vísindamenn hafa tekið við þar
sem boðendur elds og brennisteins
voru áður að verki. Það hallar und-
an, hratt eða hægt, ef ekki verður
tekin upp ný stefna.
Með óbreyttri þróun munu að 40
árum liðnum:
★ 960 milljarðar tonna af jarð-
vegi hafa skolast eða fokið
burt.
★ 440 milljón hektarar af skógi
hafa eyðst.
★ Jarðbúar verða um 8 milljarð-
ar, en þeir eru 5 milljarðar um
þessar mundir.
Þessar upplýsingar eru úr
skýrslum sem stofnunin
Worldwatch Institute gefur út og
dreifir til opinberra aðila um allan
heim.
í flestum iðnaðarlöndum eru
það vandamál við offramleiðslu
sem ber hæst í málefnum landbún-
aðarins. Þó er því þannig farið að
óhagstætt veðurfar eitt ár í stærstu
matvælaframleiðslulöndunum get-
ur snúið offramleiðslunni í skort.
Birgðir matvæla samsvara tveggja
mánaða neyslu og að áliti Mat-
vælastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna er það við hættumörk.
Að áliti Worldwatch Institute
eru 10 ár til stefnu að snúa þessari
þróun við. Frá 1960 til þessa hefur
jarðbúum fjölgað úr 3 í 5 milljarða.
Á sama tíma tvöfaldaðist korn-
framleiðsla í heiminum. Jarðbúum
fjölgar um u.þ.b. 90 milljónir á ári
en á árunum 1984 -1989 jókst árleg
kornframleiðsla aðeins um 1%.
Matvælaframleiðsla í framtíð-
inni byggist á því að henni sé sem
mest dreift um jörðina þannig að
áhætta vegna uppskerubrests
dreifist. Það er ekki stefna stjórn-
málamanna um þessar mundir, en
hún verður tekin upp þegar núver-
andi stefna hefur runnið sitt skeið á
enda ög augu manna opnast fyrir
því að með því að skaða náttúruna
valda þeir skaða á sjálfum sér.