Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1991, Qupperneq 38

Freyr - 01.08.1991, Qupperneq 38
Bilunareinkenni Þegar maður flyst á nýjan stað er mikilvægt að ná sambandi við fólk. Auðveldast er að demba sér í þátttöku í félagslífinu, þannig kynnist maður fólki fljótast og best. Skömmu eftir að hingað til Bodö kom hóf kona mín æfingar með heljarmiklum söngkór, Þverlandskórnum, en við búum i hverfi sem nefnist Þverland. Fyrr hafði hún sungið með ágætum kirkjukór heima í sveitinni okkar. Eftir að hún hóf æfingar með Þverlandskórnum var heim- ili okkar undirlagt nótnablöðum og veggja á milli hljómuðu tónverk Mozarts, Rachmaninoffs og Griegs. Og tungumálin sem heyrast hér eru ekki bara norska og íslenska heldur einnig sænska, enska, þýska og latína. Ég sem tryggur eiginmað- ur hef orðið að sitja fjóra langa og alvöruþrungna tónleika og segja síðan með spekingssvip álit mitt á verkunum og frammistöðu flytjenda. Þarna kynntist kona mín mc rgu góðu og söngelsku fólki. En hvað með mig, í hvað átti ég að vinda mér til að komast í sambard við fólk? Mér stóð til boða að fara í þjóðdansaklúbb, en dansmennt mín hefur ætíð verið bágborin og áhuginn enginn, auk þess sem ég held að ég sé næstum taktlaus. Einu fótamenntirnar sem ég hef stundað undanfarið eru fjallgöngur, knattspyrna öldunga og skokk. Þar er takturinn einfaldur, óreglulegur og frjáls- legur í fjallgöngunum og fótboltanum en reglu- legur f skokkinu á meðan kraftar endast. Ég fór í skokkið, það veitir útrás Ifkamlega og andlega. En skokk er dæmigerð einstaklingsíþrótt, og enda þótt ég mætfi mörgum másandi skokkurum, þá kynntist ég þeim auðvitað ekki. Ég komst fljótt að því að hér á Þverlandi var myndarlegur skokkhópur og var ég hvattur til að fara í hann og njóta samvistanna. Ég sló loks til og vatt mér í sterkasta flokkinn, enda hafði ég þá skokkað einmana um nágrennið í þrjá mánuði. í fyrsta hóphlaupinu undraðist ég þol skokkaranna og hlupu þeir um tvöfalt lengri vegalengd en ég var vanur. Var hlaupið um nágrennið þvert og endilangt og hafði ég aldrei ímyndað mér að til væru svona margar götur hér á Þverlandi, og aldrei höfðu mér virst þær jafn langar og torfarnar. í hlaupinu lenti ég mitt á milli þeirra spretthörð- ustu og lökustu og missti sjónar á forystusauðun- um og átti vegna þreytu og sljóleika erfitt með að finna rétta leið að endamarkinu. Auðvitað kemst maður ekki í samband við hlaupafélaga sína meðan þeir mása og blása (fremur en kórfélaga í miðri tríólu hjá Rachmaninoff), en skokkhópurinn hittist til félagslegra funda annað slagið. Þarna kynntist ég ágætu fólki. I Ijós kom að skokkhópurinn var að æfa fyrir Bodöhlaupið í maí og skarst ég ekki úr leik. Bodöhlaupið er 1 míla, eins og sagt er hér, en mér þykir hljóma betur að segja 10 kílómetrar eða 10.000 metrar. Bodöhlaupið var í gær og var ég í hópi um 200 þátttakenda og með þeim síðustu í mark, á um 50 mínútum. Mílan virðist löng og þegar blóðið kemst á hreyfingu fer heilinn (sem annars er alltof lítið notaður) að starfa duglega og maður lætur hugann reika. Fyrsta og alvarlegasta hugsunin er nátfúrlega hvort maður komist í mark eða hvort maður eigi bara að gefast upp og taka þessu rólega. Ég hef sett fram þá kenningu að í erfiðum fjallgöngum eða langhlaupum komi fram hvaða hluti líkamans sé veikastur, hvaða hluti líkamans muni gefa sig fyrst þegar ellin sækir á. Einu sinni hélt ég að tærnar væru minn veikasti hlekkur, en í Ijós kom að það var bara vegna þess að ég hafði trassað of lengi að klippa neglurnar á stórutánum. Síðan hafa bilunareinkennin verið að fikra sig ofar í skrokkinn og næst hélt ég að hnén væru að gefa sig, þá mjaðmirnar, bakið og loks hjartað. í Bodöhlaupinu í gær færðust einkennin ofar og komst ég að þeirri niðurstöðu að líklega væri heilinn sá líkamshluti minn sem fyrst klikk- aði, því að í miðju hlaupinu lét ég mér detta í hug að skrifa þennan pistil. Bjarni E. Guðleifsson

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.