Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1993, Page 18

Freyr - 01.11.1993, Page 18
774 FREYR 21.’93 „Við fljótum á bjartsýninni11 Jónfna Friðriksdóttir garðyrkjubóndi á Laugamýri í viðtali við Frey Garðyrkjustöð Jónínu og Stefáns á Laugamýri er ekki langt frá Mœlifelli í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði, en þar er jarðhitasvœði. Jónína Friðriksdóttir rekur stöðina, en bœði vinna þau hjónin við hana, nema þegar maður hennar, Stefán Sigurðsson, er fjarvistum á sjó, af og til. Friðrik Ingólfsson í Lauga- hvammi, faðir Jónínu, stofnaði garðyrkjustöð þarna á jarðhita- svæði og rak hana um áratugi. Þeg- ar hann hætti rekstri tók Jónína stöðina á leigu í þrjú ár en í fyrra keypti þau hjónin hana af Friðrik. Jónína hefur fjölbreytta ræktun: gúrkur, tómata, sumarblóm, fjöl- ær blóm, tré og runna og kartöflur og rófur. , - Þetta er í frekar smáum stíl, hvert og eitt, en við reynum að hafa fjölbreytta ræktun upp á markaðinn, hann er ekki stór með hverja tegund, segir Jónína. Hvert seljið þið framleidsluna? - Garðplönturnar fara miklu víðar en grænmetið; út á Siglufjörð og Olafsfjörð og á Blönduós, Skagaströnd, Sauðárkrók og sveit- irnar hér í kring. Grænmetið fer mest á Sauðárkrók. Fólk kemur líka hingað til að kaupa garðplönt- ur; sumarblóm, tré og runna, tómata og gúrkur og svo rófur og kartöflur á haustin. Það tekur eitt við að öðru af því að tegundirnar eru svo margar. Jónína sagði að það væri skemmtilegt að fást við fjölbreytta ræktun, en erfitt, og það útheimti mikla þekkingu. - Maður þarf alltaf að vera að leita sér að nýrri og nýrri þekkingu af því að það er svo mikil fjöl- breytni í greininni. Ertu garðyrkjufrœðingur? Nei, en ég er uppalin við garð- yrkju og tel að það hafi reynst mér Jónína í tómatahúsinu. - Freysmvndir.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.