Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1993, Page 19

Freyr - 01.11.1993, Page 19
21.’93 FREYR 775 Dagný, dóttir Jóninu og Stefáns dundar í litlu gróðurhúsi sem líka er notað fyrir kaffistofu. notadrjúgt, ég hef enga minnimátt- arkennd, þó að ég hitti gjarðyrkju- fræðing, sagði Jónína og hló. En ég hef sótt námskeið suður á Garð- yrkjuskóla síðustu árin eftir að krakkarnir fóru að komast upp. Þau Jónína og Stefán eiga fimm börn, fjóra syni og eina dóttur. Jónína hefur 1400 fermetra und- ir gleri og hefur fólk í vinnu tíma og tíma. Sigríður Júlía Brynleifsdótt- ir, tengdadóttir hennar, var að vinna í garðyrkjustöðinni þegar blaðamann bar að garði. - Það er mjög gott að vera hér, sagði Jónína, ég vil ekki annars staðar vera. Hér er verðursælt og talsvert af heitu vatni, að vísu ekki nema 65 stiga heitt. Hvernig líst þér á erlenda sam- keppni á grænmetis- og blóma- markaðnum? - Ég held að við vinnum þetta í rólegheitum. Það verður nokkuð erfiður tími framundan, en það síast inn í fólk smátt og smátt að munurinn á þessari vöru er ekki bara verðmunur, það er mikill gæðamunur. Og fólkið gerir gæða- kröfur, þó að það sé ekki nógu Jónína hugar að stjúpmæðrum í útibeði. mikið í umræðunni í dag. En við vinnum á í rólegheitum, en við búum við það núna að varan sem við seljum er helmingi of lág í verði. Það næst ekki framleiðslu- kostnaðarverð fyrir tómata og gúrkur um þessar mundir. Hvernig bregðist þið við því? Samkeppnin er orðin það hörð að við erum að selja sumarblóm og garðplöntur á sama verði fjórða árið í röð. Það er auðvitað tekju- rýrnun. Maður setur sig í nokkrar skuldir núna, því að við verðum að halda áfram að byggja upp og end- Um 400 nautgripir eru undir hnífnum á bæ einum á Skáni, vegna gruns um garnaveiki. Kú var lógað í júlí eftir langvarandi iðra- sótt og lepru. Krufning leiddi í ljós breytingar í þörmum sem minna mikið á einkenni garnaveiki. Vegna þessa er bærinn einangrað- ur. Garnaveiki er smitandi sjúkdómur í nautgripum, sauðfé urbyggja. í fyrravetur byggðum við fyrir á þriðju miljón kr. og tekjurnar lækka. Það er ekkert nema bjartsýnin sem heldur okkur á floti því ef maður hættir að byggja upp og lætur eignirnar drabbast niður, hallar fljótt undan fæti. En maður verður samt að taka þessari lægð sem er í dag með þeirri trú og bjartsýni að fólkið kaupi íslenskt grænmeti þegar það er búið að japla á því útlenda um tíma, sagði Jónína Friðriksdóttir að lokum. J.J.D. og geitum af völdum starfgerilsins Myeeobacterium paratuberculos- is. Einkenni hans er langvarandi bólga í slímhúð þarma og skita sem leiðir til þess að skepnan dregst upp og deyr. Garnaveiki er haldið í skefjum með bólusetningu. Þessi sjúkdómur barst til íslands árið 1933 með karakúlfé. —M1 Garnaveiki í Svíþjóð

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.