Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1993, Side 38

Freyr - 01.11.1993, Side 38
794 FREYR 21.’93 Sauðkind gefið ormalyf. ,lyngsseyði og lýsol- eða kreolins- vatn 1%. Best mun þó hafa gefist að nota tóbak og tóbaksseyði. Handa gemlingum eða haustlömbum var notað 10 grömm af blaðtóbaki. Var tóbakinu annað hvor troðið upp í kindina í smáum skömmtum, eða gert var seyði með því að sjóða þennan afmælda tóbaksskammt í pela af vatni og gefa veiku kindinni seyðið í þremur skömmtum á ein- um sólahring. Lengi var hægt að fá tókbaksblöð tollfrjálst til þessara nota. í byrjun fjórða áratungarins hóf prófessor Niels Dungal rannsóknir á ormaveiki í sauðfé, en á þeim árum olli veikin óvenjulega miklu tjóni víða um land. Jafnframt gerði hann tilraunir með lyf sem ekki hafði áður verið notað hér á landi, tetra klórkolefni. Lyf þetta, sem síðar hlaut nafnið „Dungalslyf" í munni bænda, reyndist mjög vel að dómi flestra sauðfjáreigenda, töldu sumir það hreinan bjargvætt í baráttunni við ormaveikina. Um nær tveggja áratuga skeið var „Dungalslyfið“ almennt notað, enda mjög handhægt og fjótlegt að gefa það. Hinsvegar er nauðsynlegt að svelta féð fyrir og eftir inngjöf í sólarhring og féll mörgum fjár- mönnum það illa. Ennfremur gat verið varasamt ef féð komst í kvist- beit eða fjörubeit fljótlega eftir inngjöf. Olli það stundum tjóni á einstaka jörðum. Ekki settu menn það þó svo mjög fyrir sig og var lyfið notað um allt land að kalla, þar til nýtt ormalyf „Phenothiasin" eða „græna duftið“ fór að berast til landsins í lok fimmta áratugarins. Lyfið þurfti að hræra vel út í vatni fyrir inngjöf og hella í kindina. Var inngjöf því mun seinlegri heldur en verið hafði er „Dungalslyfið" var notað, sem gefið var með sérstakri pípu er tók afmældan skammt 5 cc. Par sem phenothiasin var hættu- laust, fjölvirkt og ekki þurfti að svelta féð fyrir inngjöf, tóku bænd- ur fjótlega upp notkun þess. Fé sem fengið hafði Phenothiasin þoldi fyrst á eftir illa snjóbirtu. fékk hvarmabólgu jafnvel ský á augum svo að byrgja varð það inni nokkra daga, þvagið varð rauðleitt og litaði ullina. Hvortveggja féll sumum fjármönnum illa. Þau ormalyf sem nú eru notuð handa sauðfé hér á landi, eru öll fjölvirk, eru virk bæði gegn iðra- og lungnaormum en tilhreya þrem- ur óskyldum lyfjaflokkum: benzimidasolum, levamisolum og avermerktinum. í lok sjötta áratugarins kom á markað hér á landi lyfið thi- benzole, hættulaust og fjölvirkara en lyf sem áður voru hér á markaði fyrir sauðfé. Lyfið var ýmist fram- leitt sem kökur (boli) eða sem mixtura tilbúið til notkunar. Thi- benzole vet varð fljótt vinsælt lyf og leysti af mestu af hólmi þau lyf sem fyrir voru. Síðar var farið að nota önnur ormalyf af þessum sama lyfja- flokki, einkum fenbendazol lyf og eru lyfin Panacur vet og Fenasol vet nú í sérlyfjaskrá og víða notuð. Um svipað leyti og Thibenzole vet varð fáanlegt, kom á markað- inn lyf af flokki levamisola, tetrem- isol klóríð, sem hér á landi var selt undir nafninu Riperco vet. Lyfið var látið út í töfluformi. Það virkar vel á þráðorma, en með öðrum hætti heldur en lyf af loki benx- imidasola. Því var ráðlagt að nota lyf af þessum tveimur lyfjaflokkum til skiptis, bæði til þess að ná betri árangri og til að forðast að fram kæmu ormastofnar sem væru ónæmir fyrir lyfjunum. Nú er eitt lyf á markaði hér sem inniheldur tetramisol klórið, Ormasol vet. Fyrir nokkrum árum síðan komu á markað hér á landi lyf af flokki avermectina. Þessi lyf eru mjög fjölvirk. Auk þess að vera virk gegn þráðorminum í melting- arvegi og öndunarfærum eru þau einnig virk gegn maurum og lúsum. í sumum héruðum hafa þau því verið notuð í stað sauðfjárbað- ana. Hér á landi eru á markaði tvö lyfjaform af þessum flokki ætluð sauðfé. Ivomec vet, sem er stungu- lyf og inniheldur ivermectinum og Oramec Drench vet, sem er mixtura tilbúin til inngjafa og inni- heldur einnig ivermectinum. Lyf þessi virka á taugakerfi sníkjudýra og lama þau svo þau drepast.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.