Freyr - 01.11.1993, Page 39
21 .'93
FREYR 795
Öll þau ormalyf sem nú eru
skráð hér á landi til nota gegn
ormum á sauðfé eru ekki hættuleg,
og eru bæði fjölvirk og mikilvirk,
gefin í réttum skömmtum.
Til þess að girða fyrir að fram
komi ónæmir ormastofnar, hefur
verið ráðlagt að gefa ekki sama
ormalyfið mörg ár í röð heldur
skipta árlega um lyf.
Þegar gefa á mörgu fé ormalyf,
er nauðsynlegt að hafa samhentan
mannskap svo að verkið gangi
greiðlega og fari vel úr hendi og
gæta þess að hver kind fái sinn
afmælda skammt.
Umfram allt þarf að lesa vel þær
leiðbeiningar sem lyfjunum fylgja
áður en verkið er hafið og fylgja
þeim eins vel og kostur er. Alltaf
skyldi gefa lyfin inn með varúð.
Stöðugt er unnið að því víða um
lönd að finna ný og virkari lyf gegn
ormum og ný lyfjaform sem eru
handhægari í notkun. Sífellt er ver-
ið að auka við þekkingu okkar á
lífsskilyrðum ormategunda og með
hvaða hætti vænlegast sé að draga
úr skaðsemi þeirra. Ýmsir binda
vonir við að takast megi að beita
ónæmisaðferðum í baráttunni við
ormaveikina.
Reynslan hér á landi hefur sýnt
að það sem jafnan skiptir mestu
máli til að verja féð ormaveikinni
er góð meðferð fjárins, alhliða og
nægilegt vetrarfóður og frjálsræði í
högum.
Ef hinsvegar ber útaf um með-
ferð fjárins, svo grunur leiki á að
ormaveiki sé að búa um sig í hjörð-
inni, er nauðsynlegt að grípa til
lyfjagjafa og láta það ekki dragast.
Það á enn við sem Niels Dungal
orðaði svo fyrir meira en hálfri öld:
„Það er betra að losa féð við
ormana heldur en hafa heilan her-
skara af ormum á fóðrum með
fénu“.
Heimildir
Guðmundur Gíslason: Freyr 1966, 62,
89-92.
Guðmundur Gíslason: Læknablaðið
1968, 54, 19-32.
Jón H. Þorbergsson: Um hirðingu sauð-
fjár. Rvík. 1912.
Magnús Einarsson: Freyr 1918, 15, 68.
Niels Dungal: Búnaðarrit, 1936, 51, 23-
44.
Páll Stefánsson: Fjármaðurinn, Rvík
1913.
Sigurður Richter o.fl: Freyr, 1981. 77,
547-551.
Stefán Sigfússon: Búnaðarrit 1893, 7,
123-168.
Merck Vetrinary Manual, 7. útg. 1991,
1481-1497.
Sérlyfjaskrá, 1993. Rvík 1993.
Sykes A.R. Mcfarlane R. G. og Fantilton
A.S. í: Progress in Sheep and Goat
Research 1992, 179-191, ritstjóri
Speedy A.W.
Búrhœnsni og mengun hafa svert landbúnaðinn
Landbúnaðarráðherrar EB rœddu „ímynd“ atvinnuvegarins.
Landbúnaður nýtur nú minna álits
í huga almennings í EB-löndum en
var fyrir nokkrum árum.
Hlutir eins og búrhænsni og
meðferð á dýrum, umhverfismál
og birgðir offramleiðslu hafa gert
fólk tortryggið um hvað fram fer í
landbúnaði.
Þetta var almennt álit landbún-
aðarráðherra EB þegar þeir komu
saman til fundar í september sl. í
belgíska bænum Ostende.
Belgísku gestgjafarnir höfðu sett
„ímynd“ landbúnaðarins á dag-
skrána.
Áhyggjur
Nokkrir ræðumanna bentu á að
umhverfismál, lyfjamisnotkun og
ámælisverð meðferð á skepnum
hafi skaðað álit landbúnaðar í aug-
um almennings. Landbúnaðarráð-
herrarnir lýstu áhyggjum yfir því
að sífellt verði erfiðara að afla fylg-
is við gríðarleg útgjöld vegna land-
búnaðar á fjárlögum EB, einkum
ef þessi atvinnuvegur nýtur ekki
meira álits í hugum almennings.
Ábyrgðin
í viðtali sem danska búnaðarblað-
ið Landsbladet átti við Bjprn
Westh, landbúnaðarráðherra, tel-
ur hann að landbúnaðarráðherr-
arnir eigi sjálfir allnokkra sök á
slöku áliti atvinnuvegarins. Hann
segir að landbúnaðarráðherra-
nefndin beri hluta af ábyrgðinni.
Annars vegar setji hún of margar
reglur sem bændum þyki vera vit-
lausar og á hinn bóginn séu sumar
af reglugerðum þeirra þess háttar
að almenningi finnist ekki öruggt
að landbúnaður sé rekinn forsvar-
anlega.
Búrhœnsni
Sem dæmi nefnir Bjprn Westh
reglur um búrhænsni, en þær telur
hann gallaðar. Bændum finnist
þeir vera neyddir til að framleiða á
þann máta sem þeim sé á móti
skapi, og jafnframt skaði búr-
hænsnarækt álit fólks á landbúnaði
af því að menn finni henni of mikið
til foráttu.
Ef við gætum, segir hann, búið
til skiljanlegri reglur og reglur sem
tryggðu betri meðferð á dýrum,
bættum við álit almennings á land-
búnaði.