Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1994, Page 10

Freyr - 01.01.1994, Page 10
ORLOFSHÚS STÉTTARSAMBANDS BÆNDA Stéttarsamband bænda auglýsir eftir umsóknum um dvöl i orlofs- húsum sínum á Hólum í Hjaltadal og í Ásborgum í Grímsnesi. Húsin verða leigð bændum og fjölskyldum þeirra eina viku í senn frá föstudegi til föstudags. Húsin í Ásborgum eru leigð út allt árið en útleiga Hólahúsanna hefst 3. júní og stendur til 16. september. Leigugjaldið verður kr. 10.000 fyrir vikuna. Umsóknir skulu berast símleiðis í síma 91-630300 fyrir 21. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar veita Halldóra Ólafsdóttir og Gylfi Þór Orrason hjá Stéttarsambandinu. Frétt frá Bœndaferðum Orlofsdagar á Hótel Sögu 16. til 20. mars 1994 Að þessu sinni hefur verið ákveðið að hafa aðeins 5 daga orlofsdvöl á Hótel Sögu. Þeir verða frá miðvikudegi 16. til sunnudags 20. mars. Dagskrá verður með hefð- bundnum hætti, heimsóttar verða stofnanir, fyrirtæki og söfn. Boðið verður upp á leikhús- ferð á fimmtudagskvöld og á föstudaginn verður farin stutt ferð út fyrir borgina. Þá verða kvöldvökur í Bændahöllinni á miðvikudags- og laugardagskvöld. Verð fyrir þessa 5 daga er kr. 16.500 á mann. Innifalið er gisting í 2ja manna herbergjum og morgun- verður. Þá er tvisvar sinnum kvöldverður ásamt tilheyrandi skemmtiatriðum, allar ferðir innan og utan Reykjavíkur og aðgangur að dansleik á Hótel Sögu. Það sem hér hefur verið talið upp er aðeins hluti af því sem boðið verður upp á. Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í orlofsdögum, pantið þá sem allra fyrst, því að við get- um aðeins haft 50 þátttakend- ur. Hafið samband við Agnar eða Halldóru hjá Stéttarsam- bandi bænda í síma 91-630 300 ef þið óskið eftir nánari upplýs- ingum eða að taka þátt í orlofs- dögum 1994.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.