Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1994, Side 17

Freyr - 01.01.1994, Side 17
Kjarlaksvellir. Fjárhúsin sem sagt er frá í viðtalinu eru á miðri mynd, milli íbúðarhúss Reynis og Helgu t.v. og íbúðarhúss Hugrúnar, dóttur þeirra, og Guðmundar, manns hennar, t.h. (Freysmynd). Hvað fluttir þú mjólk af stóru svœði? Úr allri Dalasýslu. Að vísu fór ég ekki lengra út Skarðströndina en í Ytri-Fagradal og fór síðan áleiðis út á Fellsströnd og þar var komið með mjólkina á móti mér af nokkrum bæjum af Fellsströnd- inni. Síðan tók ég alla Suðurdalina og fór svo út í Flörðudalinn og þar var komið með mjólk í veginn fyrir mig. Ég fór ekki fram í Laxárdal né Haukadal, en eitthvað var þar komið í veginn fyrir mig. Ég fór svo Bröttubrekku í Borgarnes. Ég man að síðustu ferðina sem ég fór þá fór ég með 360 lítra og það var ætlast til að ég héldi áfram og kurr í mönnum yfir því að ég ætlaði að hætta. Ég hafði visst á lítrann og þetta bar sig engan veg- inn. Á þessum tíma var eingöngu um sumarflutninga að ræða og ég var að þessu aðeins eitt sumar og það var mér mjög strangt sumar, mikl- ar vökur og mikið á sig lagt, jafnvel allan sólarhringinn. Ég man að það erfiðasta sem ég lenti í var að vaka í tvo sólarhringa samfleytt. því að ég varð að gera við bílinn á nóttunni. Við vorum byrjuð að búa þegar þetta var og ég sá um allan slátt, því að tengdafaðir minn hafði ekki tileinkað sér að slá með dráttarvél. Ég sló þá allt á nóttunni og á frídögum. Þú byggir svo upp fjórbú þitt? Já, við hjón höfðum frá upphafi okkar eigið bú, en fyrstu tvo vet- urna hafði ég féð í húsum tengda- föður míns. Pá byggi ég gömlu fjárhúsin og hlöðuna. Þau voru fyrir 200 fjár. Ég sá sjálfur um smíðarnar en fékk aðstoð, m.a. mann til að hjálpa mér við innrétt- ingarnar, þegar ég var kominn í eindaga rétt fyrir jól að koma fénu í hús. Hann gerði grín að mér og sagð- ist bíða eftir þeim degi þegar ég yrði kominn með 200 fjár. Það gerðist þó fljótlega, því að þá máttu menn framleiða eins og þeir vildu. Ég hef sagt það á síðari árum að nú væri gaman að mega búa eins og maður vildi. nóg hey, góð frjósemi og góður fallþungi. Nú er þetta hins vegar allt njörvað niður. Þó er hér á þessari jörð afar erfitt um ræktun, en við eigum tvær aðr- ar jarðir, eyðibýli, og þar er aðal- ræktun okkar. Þær heita Bjarna- staðir, sem er hér skammt frá, og Hvammsdalskot. Hvað heitir dalurinn hér? Hann heitir Staðarhólsdalur hingað inneftir, en hér fyrir innan ferhann að kvíslast í aðra dali, þ.e. Traðardal og Hvammsdal og út úr Hvammsdal kemur svo Heydalur. Á fyrstu búskaparárum mínum var óttalegt basl að ná upp heyskap handa þessum skepnum, því að túnin voru svo takmörkuð. Þá var hins vegar beitin nýtt eftir föngum. Út á það var auðvitað lítil frjósemi í fénu. Árið sem ég byggi eldri fjárhúsin þá gaf ég fénu fyrst á Þorláksmessukvöld. Það vildi til að þá var snjólétt framan af vetri. Síðan kemur að því að þú hyggur á að stœkka meira? Já, en að vísu byrja ég á því að byggja við gömlu húsin yfir 60 fjár. Um 1980 hættir tengdafaðir minn búskap og þá fáum við hans fjárhús og allar nytjar af jörðinni. Hins vegar á hann jörðina enn og á hér lögheimili en dvelur í Reykjavík. Júlíana er aftur dáin fyrir allmörg- um árum. Við breyttum svo hans fjárhúsum og settum í þau kjallara og ætluðum að láta þar við sitja. Þá gerist það að útihús í Ólafsdal eru boðin til sölu, en jörðin var þá komin í eyði og fjárhúsin farin að fjúka og hlaða fokin. Það var ósk- að eftir tilboðum og við gerðum 1-2'94 - FREYR 9

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.