Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1994, Page 19

Freyr - 01.01.1994, Page 19
við þó verið að fá greitt fyrir fækk- unina. Svo er ekkert séð hve mikill samdráttur er enn eftir og ég óttast að enn sé töluvert í það að botnin- um sé náð. Á hvaða aldri eru bœndur hér í kringum þig? Meðalaldur bænda er að verða skuggalega hár hér í Saurbænum. Pað er lítið um að ungt fólk sé að taka við af hinu eldra og fáir bæir þar sem er ungt fólk við búskap- inn, en nokkuð margir komnir vel yfir miðjan aldur og upp í það að vera roskið fólk. Ég held að þetta sé ekkert betra í öðrum hreppum sýslunnar. Nú hafið þið hér í sveif líka orðið fyrir hremmingum í rekstri Kaupfélagsins á Skriðulandi og sláturhússins í eigu þess? Já, þar hefur ýmislegt gerst, m.a. það að gerðar voru að mínu mati alls konar óraunhæfar kröfur til sláturhúsanna um útbúnað vegna erlendra markaða sem svo ekki eru til þegar á reynir. Heil- brigðisyfirvöld og íslenskir dýra- læknar standa líka bak við þessar kröfur sem hafa hleypt upp bygg- ingarkostnaðinum. Við vorum lengi og alltof lengi búnir að fleyta áfram sláturhúsi okkar á Skriðulandi á undanþág- um, en um 1990 helltu menn sér út í uppbyggingu til að gera sláturhús- ið löglegt. Kostnaðaráætlanir við verkið stóðust ekki og verkið fór fram úr áætlun, þannig að lausa- fjárstaða Kaupfélagsins varð slæm. Ég var í stjórn kaupfélagsins á þessum árum, þannig að ég tók þátt í þessum ákvörðunum. Pað varð auðvitað að gera sláturhúsið löglegt og við náðum því takmarki hér um bil. Að vísu hefur aldrei verið samþykkt aðstaða fólksins, t.d. ekki settar upp sturtur o.þ.h. Þá urðum við að setja bundið slitlag allt í kring og þetta kostaði margar milljónir kr. sem er mikið fyrir lítið félag. Ég held að ekki hefði verið farið út í þessar endurbætur ef það hefði gerst tveimur árum seinna, þ.e. 1992, að lokafrestur á endurbótum hefði verið fyrirskipaður. Það munaði mikið um þessi tvö ár hvað A sauðburði eru fjárhúskrærnar hólfaðar niður með milligerðum. Pessar milligerðir hefur Reynir bœði hannað og smíðað, ásamt heimafólki sínu, af mikilli útsjónarsemi og hag- leik. Pess er m.a. gœtt að milligerð- irnar víxlist ekki milli króa, með því að litarmerkja þœr. (Freysmynd). útlitið versnaði mikið. Þá hefði sláturhúsið verið lagt niður og leit- að eftir slátrun annars staðar. Það er svo haustið 1993 sem slátrunin minnkar verulega, hing- að til hefur fækkun fjárins haldið uppi sláturfjárfjöldanum. Á móti því kemur að menn voru furðu tregir til að fækka hjá sér haustið 1992, þó að framleiðslurétturinn minnkaði, þannig að það ætti þá að verða að sama skapi meiri slátrun haustið 1993. Kaupfélagið er þá í erfiðri stöðu? Já, það eru nú aðeins tvö kaup- félög orðin eftir á Vesturlandi, hér og í Borgarnesi. Það er verið að leita leiða hér til að bæta rekstur- inn, m.a. hefur bflaútgerðin verið seld til að grynnka á skuldum, það hefur verið tekin upp staðgreiðsla í versluninni, innlánsdeild og við- skiptareikningar fluttir í banka o.fl. Kaupfélagið er stœrsti atvinnuveitandi í Saurbœnum? Já, Kaupfélagið með sláturhús- ið, en þar á eftir kemur Fóðuriðjan í Ólafsdal sem veitir heilmikla sumarvinnu. Það er þakkarvert hvað það fyrirtæki hefur staðið sig þó að reksturinn sé sjálfsagt þung- ur stundum. Nú er komið á áœtlun að brúa Gilsfjörð. Er það mikið framfaramál fyrir þetta svœði? Já, auðvitað, en eins og stundum þá er brúin alltof seint á ferð í sambandi við eflingu byggðarinn- ar. Þegar brúin verður komin þá gæti Saurbærinn og Reykhóla- hreppur hinn nýi orðið sama versl- unar- og þjónustusvæði. Ef um sameiningu sveitarfélaga verður að ræða þá tel ég að lægi beinast við að sameina þessa hreppa. Hins vegar eru þeir hvor í sínu kjördæmi og það skapar árekstra. Það sem ég á annars við með því að Gilsfjarðarbrúin sé of seint á ferð er að fyrir nokkrum árum var ákveðið að aðal landleiðin milli ísafjarðar og Reykjavíkur lægi um Strandir og Steingrímsfjarðar- heiði, en ekki hér um eins og áður. Þetta var pólitísk ákvörðun og við urðum undir. Nú hefur maður heyrt frá sam- gönguráðherra að í kjölfar brúar á Gilsfjörð vilji hann að komi upp- bygging vegar um Bröttubrekku og svo einhverja leið áfram vestur í Djúp, þ.e. um Þorskafjarðarheiði eða Kollafjarðarheiði. Ég teldi þá síðarnefndu skynsamlegri, en þá er komið niður í ísafjörð í botni ísa- fjarðardjúps. Það mundi breyta af- ar miklu til hagsbóta fyrir þetta svæði. Lokaorð? Lokaorðin mega vera þau að það er mikill uggur í mönnum og þá er ekki sterkt til orða tekið. E.t.v. er útlitið enn svartara en við viljum gera okkar grein fyrir. Mað- ur er að reyna að taka hlutina eins og þeir koma fyrir á hverjum tíma. Landbúnaðurinn er hryggsúlan í allri afkomu hér í sýslu og sam- dráttur í honum þýðir samdrátt í öllu sem tengist honum. Það væri mikill styrkur fyrir okkur bændur ef allir hinir sem óbeint lifa af landbúnaði létu betur frá sér heyra. Frh.ábls.ll. l-2'94 - FREYR11

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.