Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Síða 21

Freyr - 01.01.1994, Síða 21
Landbúnaður á Nýfundnalandi Fyrri hluti Dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur / lok ágústmánaðar 1993 var greinarhöfundi boðið í fyrirlestra- og kynnisferð til Ný- fundnalands á vegum Leiðbeininga- og rannsóknarþjónustu landbúnaðarins, Land- búnaðarráðuneytisins og Landssamtaka sauðfjárbœnda þar í landi. Ýmislegt er líkt með Nýfundnalandi og íslandi, samskipti hafa helst verið í tengslum við fiskveiðar og sjávarútveg, en á sviði landbúnaðar hafa þau verið lítil sem engin. Ólafur R. Dýrmundsson. Inngangur. Lagt var upp frá íslandi 17. ágúst sl., fyrst flogið til London og þaðan vestur um haf til Halifax í Nova Scotia og síðan til St. John’s á Avalonskaga á austurströnd Ný- fundnalands. Á heimleið var flogið beint til London og komið til íslands 29. ágúst. Að öðrum kosti hefði þurft að fara um New York í Bandaríkjunum þar eð ekkert beint áætlunarflug er á milli íslands og Nýfundnalands eða annarra fylkja Kanada. Skipulagn- ingu ferðarinnar annaðist Edward O’Reilly, fóðurfræðingur og ráðu- nautur, og stóðst ferðaáætlunin að öllu leyti enda lögð áhersla á að nýta tímann vel. Fyrstu dagana sat ég 73. ráð- Nýfundnaland er jafn stórt íslandi en íbúarnir eru rúmlega tvöfalt fleiri. Brotnu línurnar sýna þœr leiðir sem höfundur fór. stefnu Landbúnaðarstofnunar stýrði Glenn Flaten, fyrrum forseti Kanada sem haldin var í höfuð- Alþjóðasambands búvörufram- borginni St. John’s. Ráðstefnunni leiðenda (IFAP) og var megin efni 1-2*94 - FREYR 13

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.