Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1994, Side 22

Freyr - 01.01.1994, Side 22
bandsríkinu Kanada. Ejjan Ný- fundnaland er jafn stór Islandi en Labrador er þrisvar sinnunr stærra svæði. Nýfundnaland nær frá 47°N til 52°N en Labrador frá 52°N til 60°N, þ.e. töluvert sunnar en Island. Suðuroddi Grænlands er nokkurn veginn á sömu breiddar- gráðu og norðuroddi Labradors. Grani't er ríkjandi bergtegund. Há- lendast er í suður- og vesturhlutum Nýfundnalands þar sem hæstu fjöllin eru nær 900 m há. Strendur eru mjög vogskornar, mikið er um ár og vötn og skógar eru útbreidd- ir, einkum barrskógar. Sögur herma að Bjarni Herjólfs- son hafi, á leið frá Grænlandi, komið að ströndum Labradors og Nýfundnalands skömmu eftir 986. Talið er að Leifur Eiríksson hafi, á svipuðu ferðalagi, fundið bæði Labrador (Markland) og Ný- fundnaland (Vínland) um 1000 og haft búsetu um skeið á L'Anse- aux-Meadows sem er nyrst á Ný- fundnalandi (sjá kort). Pannig fann Islendingur Nýfundnaland og þar með Ameríku nær 500 árum á undan Kristófer Kolumbusi. Sú staðreynd er alþekkt á Nýfundna- landi. íbúarnir, sem eru flestir af breskum uppruna, eru samtals 580.000, þar af aðeins 30.000 í Labrador. Byggð er aðallega í strandhéruðum. sums staðar mjög strjál. Vegakerfið er ágætt en járn- brautir hafa verið lagðar niður. Einnig er haldið uppi góðum sam- göngumásjóogílofti. Höfuðborg- in St. John’s er á stærð við Reykja- vík en í næst stærstu borginni, Corner Brook, búa um 25.000 manns. Nýfundnaland, sem lengi var sjálfsstjórnarnýlenda innan Breska samveldisins, varð fyrir miklum áföllum í heimskreppunni um og upp úr 1930. Efnahagurinn blómstraði í seinni heimsstyrjöld- inni en ekki stóð það góðæri lengi því að ríkissjóður landsins varð gjaldþrota í lok 5. áratugarins. í þjóðaratkvæðagreiðslu snemma árs 1949 var ákveðið með naumum meirihluta, eftir miklar deilur, að Nýfundnaland og Labrador skyldu leggja niður sjálfsstjórn og gerast eitt af fylkjum Kanada. Af viðtöl- um við fólk má ráða að sumir sætta Höfuðstöðvar Leiðbeininga- og rannsóknastofnunar landbúnaðarins í útjaðri höfuðborgarinnar, St. John’s. (Ljósm. Ó.R.D.) Landsráðunauturinn Edward O’Reilly frá St. John’s (t.h.) og héraðsráðu- nauturinn Ben Pungtilan (t.v.) frá Corner Brook á kornakri í Cormack nálœgt Deer Lakeþar sem verið er að rœkta hafra og bygg < tilraunaskyni. Sáð varlO. júní en tnyndin var tekin 27. ágúst. Áhugi er á að endurvekja kornrœkt í landinu. hennar næring og fæðuöryggi. Auk þess héldu hin einstöku fagfélög búvísindamanna sérstaka fundi og flutti ég tvö erindi á vegum Búfjár- ræktarfélags Kanada, hið fyrra um nýtingu fiskimjöls og annarra sjáv- arnytja við búfjárframleiðslu hér á landi, en hið síðara um viðhorf íslensku bændastéttarinnar til GATT samninganna. Seinni vik- una var ferðast þvert yfir Ný- fundnaland og flutt erindi um ís- lenskan landbúnað með áherslu á sauðfjárrækt, nánar tiltekið á tveim fundum með fjárbændum og öðru áhugafólki. Fundirnir voru vel sóttir og ánægjulegir, sá fyrri í Whitbourne austarlega í landinu, skammt frá St. John’s, en sá síðari í Corner Brook sem er vestur undir St. Lawrence flóa um 700 km frá St. John’s (sjá kort). Land og þjóð. Nýfundnaland og Labrador er austasta og yngsta fylkið í Sam- 14 FREYR -1-2 94

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.