Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1994, Page 23

Freyr - 01.01.1994, Page 23
sig ekki við þá skipan mála. Um efnahagsþróun í Nýfundnalandi má m.a. fræðast í bók dr. Magna Guðmundssonar hagfræðings, „Líf og landshagir“, útg. 1990. en hann starfaði um skeið hjá Hagráði Kanada. Atvinnuvegir. Helstu atvinnuvegir á Ný- fundnalandi og í Labrador eru námavinnsla, einkum járn, fisk- veiðar og skógarhögg, einkum til pappírsframleiðslu. Mikil raforka er framleidd í vatnsaflsstöðvum og í landinu er olíuhreinsunarstöð. Olían er innflutt en vonir eru bundnar við olíu- og gasvinnslu á hafsbotni á Nýfundnalandsmiðum frá og með árinu 1997. Mikið átak hefur verið gert til að laða að ferðamenn enda víða mikil nátt- úrufegurð og unnt að njóta útivist- ar í friði og ró líkt og hér á landi. Lögð er áhersla á hreint og óspillt umhverfi og góðan aðbúnað við ferðamenn. Verulegur samdráttur hefur orðið í undirstöðugreinum, svo sem járnvinnslu og fiskiðnaði. Svo nærri hafa innlendir og erlend- ir aðilar gengið fiskistofnum á Ný- fundnalandsmiðum að þorskveið- ar voru bannaðar tímabundið frá og með júlí 1992 og stendur það bann enn. Við þetta bættust 26.000 manns í raðir atvinnulausra en þeir voru margir fyrir. Nú er svo komið að atvinnuleysið er orðið 20% (5% hér) og horfurnar eru ekki góðar. Á sumum svæðum eru 40-80% verkfærra manna án vinnu. At- vinnuleysisbætur virðast all rífleg- ar. Lengi hefur það tíðkast að fólk flytjist úr landi og leiti atvinnu, einkum í öðrum fylkjum Kanada og í norðanverðum Bandaríkjun- um. Fólk hefur flust í stórum stíl úr dreifbýli í þéttbýli innanlands. Með opinberum aðgerðum hefur fólk jafnvel verið flutt úr strjálum byggðum til þéttbýlli svæða undir formerkjum þæginda og hagræð- ingar, með misjöfnum árangri. Hefur íbúafjöldi í fylkinu haldist svipaður um margra ára skeið. Mér var m.a. greint frá því hve langvarandi atvinnuleysi dregur úr framtaki, fólk færi jafnvel að sætta sig við ástandið að vissu marki. Við fuglabjarg, þar sem m.a. er mikil súlubyggð, á náttúruverndarsvceðinu Cape St. Mary’s. Hefðbundin sauðfjárbeit er talin œskileg til að viðhalda ákjósanlegu gróðurfari. Kindurnar sem sjást á myndinni eru afNorth Country Cheviot kyni sem algengast er á Nýfundnalandi. Parna eru þœr mjög gœfar, sýnilega vanar ferðamönnum. (Ljósm. Ó.R.D.) Við fiskveiði- og ferðamannabœinn Rocky Harbour í Gros Morne þjóðgarð- inum. Par er stórbrotið landslag, djúpirfirðir og fjalllendi. Póttflestir vegir séu með bundnu slitlagi eru sumir þeir fáfarnari malarvegir. (Ljósm. Ó.R.D.) í athugun er að færa fiskveiði- landhelgina úr 200 í 250 sjómflur á Miklabanka til þess að ná inn öllu landgrunninu suðaustur af Ný- fundnalandi en þar hafa verið og eru enn miklar veiðar erlendra skipa, eins konar „smuga“. Það sem sérstaka athygli vekur er hve landbúnaður er lítið stundaður þrátt fyrir prýðileg skilyrði, eink- um ívestanverðu Nýfundnalandi. í Labrador er svo til enginn land- búnaður en þar er fjöldi hreindýra. Landbúnaður. Þótt Nýfundnaland sé jaðar- svæði í Norður-Ameríku er lofts- lag þar hagstæðara landbúnaði en hér á landi. Sérstaklega munar um lengri og hlýrri sumur og hitastig á vetrum er hærra en hér á landi. Ekki vantar úrkomuna en í vestur- hluta landsins getur verið snjó- þungt. Hægt er að rækta fleiri nytjajurtir en hér á landi, t.d. belg- jurtir á borð við lúsernu (alfalfa). 1-2'9A - FREYR 15

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.