Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1994, Side 24

Freyr - 01.01.1994, Side 24
Snyrtilegt fjós hjá Kevin Williams og fjölskyldu í Goulds, skammt frá St. John’s. Pau eru með 35-40 mjólkandi Friesian Holstein kýr og ala kálfa til kjötframleiðslu. Kúnum er ekki beitt, aðeins viðraðar í gerði. Grunnfóður er rúUuvothey og mikill fóðurbœtir er gefinn með. (Ljósm. Ó.R.D.) Fjárhjörð hjónantia Dale og Tom FitzPatrick í Russwood Claredale, skammt frá Whitbourne. Par eru tœplega 100 vetrarfóðraðar kindur, North Country Cheviot og Suffolk, ásamt nokkrum Dorset og Romanov blendingum. Pau hafa komið upp vönduðum rafgirðingum og tölvubókhaldi og fé frá þeim hefur hlotið mörg verðlaun á sýningum. (Ljósm. Ó.R.D.) Ræktunarland er misjafnt, víöa grýtt, en sumt er ágætt og skilar góðri uppskeru. Víða gefur að líta úthaga sem hentar vel til sauðfjár- beitar og var áður nýttur meira en nú er gert. í víðáttumiklum mýrum og flóum er djúpur jarðvegur og fjölskrúðugur gróður. Það virtist koma sumum á óvart þegar ég gaf þeim upplýsingar um veðráttu á Islandi því að all oft kom sú skoðun fram að sennilega væri hvergi erf- iðara að stunda landbúnað en á Nýfundnalandi. Fyrr á tímum voru bændur mun fleiri og búskapur fjölbreyttari, fleira búfé og meira ræktað. Þetta sýnir m.a. nýleg úttekt á þróuninni síðustu öldina (Task Force Report, 1991). Athyglisvert er hve miklar breytingar urðu í sumum greinum landbúnaðar þegar Ný- fundnaland og Labrador samein- uðust Kanada. Opnað var fyrir innflutning í ríkari mæli en áður og hann er nú frjáls í öllum greinum. Kornrækt lagðist af, kartöflurækt dróst mjög saman og búfé fækkaði verulega. Heyframleiðsla hefur dregist saman svo mjög að um ára- bil hefur verið flutt inn sjóleiðis töluvert af þurrheyi og rúllubögg- um, einkum til nautgripafóðrunar. Þær greinar sem helst hafa staðist samkeppnina eru alifuglarækt, mjólkurframleiðsla og jarðarberja- rækt. Þó er staðan þannig að mjólkin nægir vart til drykkjar, en neysla hennar er þó miklu minni en hér á landi, og mikið er flutt inn af kjúklingakjöti eins og 1. tafla sýnir. 1. tafla. Hlutdeild innlendrar framleiðslu í heildarneyslu land- búnaðarafurða á Nýfundna- landi og í Labrador. Mjólk (til drykkjar) 95% Mjólk (til vinnslu) 0% Svínakjöt 10% Kindakjöt 17% Kjúklingakjöt 42% Kalkúnakjöt 11% Egg 100% Kartöflur 10% Gulrætur 9% Hvítkál 29% Rófur 40% Annað grænmeti 5% Svo sem fram kemur í 1. töflu er Nýfundnaland háð innflutningi landbúnaðarafurða í flestum greinum. Kjötneysla er svipuð og hér á landi, mest alifugla-, svína og nautakjöt, en ekki lágu fyrir upp- lýsingar um hlutdeild innlends nautakjöts. Reyndar er mest allt nautakjötið innflutt. Kindakjöts- neysla er aðeins 1 kg á íbúa og hrossakjöt er ekki notað til mann- eldis. Hrossum hefur fækkað stór- I lega og smáhestakynið sem kennt er við Nýfundnaland er í útrýming- arhættu. Fiskneysla er mikil í fylkinu, einkum á þorski, en ég las í dag- blaði í St. John’s að skortur væri á góðum þorski fyrir matsölustaði og komið gæti til greina að kaupa hann frá íslandi. Þetta hefði þótt fráleitt fyrir nokkrum árum en nú er svo komið að aðeins 20% af vinnslugetu fiskvinnslustöðva á Nýfundnalandi er nýtt. I 2. töflu er sýndur fjöldi fram- leiðenda í helstu greinum landbún- aðar á Nýfundnalandi. Vissulega eru þeir fáir í öllum greinum. 16 FREYR -1-2'96

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.