Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1994, Qupperneq 38

Freyr - 01.01.1994, Qupperneq 38
d) Á fundi 30.04.1993 var fjall- að um skilgreiningu á því hver væri hrossabóndi, auglýsingu um Stofn- verndarsjóðsgjald, brottnámi til- kynningarskyldu til B.I. í reglu- gerð um frostmerkt hross í slátur- húsi og útflutningi og að unnið væri að niðurfellingu á erlendum skött- um og tollum af útfluttum hross- um, svo og að unnið væri að gerð nýs dýralæknisvottorðs fyrir út- flutning hrossa sem væri samræmt erlendum vottorðum og þess ósk- að að fleiri dýralæknar geti séð um útflutningsskoðun en héraðsdýra- læknir útflutningssvæðis, þannig að hægt sé að bjóða þessa skoðun út eða fylgja eftir ella að gjaldskrá sé virt og að unnið verði að því að finna vörn gegn sumarexemi ís- lenskfæddra hrossa erlendis. e) Þá var óskað eftir endur- greiðslu á uppsöfnun á greiðslu í Kjarnfóðursjóð, sem fékkst af- greitt 6. október með ákvörðun ráðuneytisins um greiðslu til Fram- leiðnisjóðs og þaðan til búgreinar- innar. f) Landbúnaðarráðuneytið studdi verkefnanefndir F. hrb., var tilbúið að senda fulltrúa til Svíþjóðar vegna viðskipta við Sama og sendi fulltrúa til Helsinki vegna við- ræðna um lántöku hjá NIB / Balt- neska lánasjóðnum þar vegna Lit- háen verkefnisins. g) Landbúnaðarráðuneytið stað- festi 1. nóvember skilgreiningu Stéttarsambands bænda á hver væri hrossabóndi og gerði ekki at- hugasemd við efnisákvæði búfjár- ræktarsamþykktarF.hrb. frá 1990. 7.7. Ýmís önnur samskipti a) Kvikmynd um Islenska hest- inn. F.hrb. hefur undirritað samn- ing við Kvikmyndafélagið „Útí hött - inní mynd“ um gerð tveggja mynda, annars vegar vegna 5 mínútna kynningarmyndar með tónlist og hins vegar vegna 20-50 mínútna heimildarmyndar, um notkun á myndunum, en þær verði að öðru leyti eign kvikmyndafé- lagsins. b) Gerður var samningur við „Sjón & Sögu“ um gerð „Möppu“ með kynningargögnum um ís- lenska reiðhestinn og hesta- mennsku á íslandi. c) Gerður var samningur um þátttöku á útgáfu kynningarbókar 1993: Atlantic Destiny Iceland til kynningar á íslandi í enskumæl- andi löndum, sem og í Austurlönd- um fjær. Til athugunar er þátttaka í sams konar bók í þýskumælandi löndum 1994. d) I könnun er að gera mark- aðsskýrslu í samvinnu við Útflutn- ingsráð íslands o.fl. aðila þar sem tekið yrði fyrir: i. Útflutningur reiðhrossa, og ii. Útflutningur hrossakjöts Gert er ráð fyrir að ef af yrði, að í skýrslunni myndu verða settar fram tillögur um hvernig bæri að standa að markaðssetningu í fram- tíðinni. e) Markaðsnefnd F.hrb. / Bald- vin Kr. Baldvinsson hefur unnið að því að reyna að fá Utanríkisráðu- neytið, Yfirdýralækni o.fl. til að fá breytingar á eftirfarandi: i. Lækkun hinna ýmsu mismun- andi tolla og skatta í löndum Evr- ópu sem leggjast á útflutningsverð hrossa frá Islandi. Sent var bréf til Utanríkisráðuneytisins 26.11.1992 og var því svarað 09.12.1992 um að viðskipti með landbúnaðarafurðir féllu utan EES-samningsins og yrði þar engu breytt. ii. Sóttkvíarmál varðandi inn- flutning á hrossum til Bandaríkj- anna og reglur þar um sem hindra innflutning hrossa nema um New York gegn háum greiðslum. iii. Ná fram lækkun á háum dýralækniskostnaði og að fundin yrði leið til útboðs á þjónustu dýra- lækna. VIII. Fjármál F.hrb. Reikningar, styrkir og fjárhagsáœtlun Eins og reikningar F.hrb. bera með sér eykst enn fjárhagsvelta félagsins í samræmi við aukin um- svif. Fóðurgjaldareikningur greið- ir laun starfsmanna, tekjur af Bún- aðarmálasjóði greiða rekstur fé- lagsins, frá vottorðasjóði útflutn- ings er einkum greitt í markaðs- og kynningarstarfsemi og fjárstyrkir frá Framleiðnisjóði fara til greiðslu á sérstökum viðfangsefnum sem sótt er um ársfjórðungslega með greinargerð og óskum um styrk til viðfangsefna sem síðan stjórn Framleiðnisjóðs metur og tekur ákvörðun um. Á síðasta starfsári var samþykkt styrkveiting Fram- leiðnisjóðs til F.hrb. til þátttöku í sýningum og markaðsmálum, kr. 4 milljónir, þar af til Equitanasýn- ingarinnar í Essen tæpar 2 milljón- ir, þar sem markaðsstyrkur til þátt- takenda voru greiddir. 5 öðrum markaðsstyrkjum var úthlutað, eins og áður hefur verið vikið að, ennfremur var kynningarlag Islands í Eurovision-söngvakeppn- inni styrkt, greitt fyrir auglýsingar í þágu markaðsmála á útflutningi reiðhrossa, þar með vegna heims- leikanna í Ámsterdam, keypt var videoupptökutæki fyrir Banda- ríska kerfið, NTSC o.fl. Að auki gaf Framleiðnisjóður fyrirheit um 500.000 kr. fjárstuðn- ing vegna útflutnings á hrossum til USA í framhaldi af markaðssetn- ingu Ásgeirs S. Herbertssonar 1992, ef framhald verður á þeirri markaðssetningu. Áður var vikið að væntanlegri endurgreiðslu Framleiðnisjóðs úr uppsöfnuðum hluta Fóðurgjalda- sjóðs. Nokkrum fjárhagsstyrksbeiðn- um var vísað beint til Framleiðni- sjóðs, s.s. varðandi gerð sjónvarps- þátta „SKANDINAVIA" beiðnir um styrki til þátttöku í reiðsýning- um erlendis. Framleiðnisjóður veitti kr. 1.000.000 sem rannsóknarstyrk vegna beitartilrauna í þágu bú- greinarinnar og kr. 1.800.000 í önnur viðfangsefni búgreinarinnar sem tengdust markaðsstarfi. Fjárhagsáætlun var samþykkt af stjórn fyrir almanaksárið 1993 í upphafi árs og hefur tekist að halda henni í meginatriðum. IX. Lokaorð og þakkir Stjórn F.hrb. og markaðsnefnd F.hrb. þakkar öllum samstarfsaðil- um og starfsmönnum fyrir liðið starfsár og væntir góðrar samvinnu um öll hagsmunamál greinarinnar. Þakkað er fyrir samstarf við út- 30 FREYR -1-2'94

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.