Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Síða 40

Freyr - 01.01.1994, Síða 40
Ábyrgðartryggingar í búrekstri Örn Gústafsson, framkvœmdastjóri hjá VÍS í lok síðasta árs varð nokkur umrœða um gildissvið lögboðinna ábyrgðartrygginga drátl- arvéla, í framhaldi af dómsúi nokkrum og VÍS. Umrætt mál snerist um það, hvort slys sem varð vegna notkunar drátt- arvélar sem aflgjafa færibands á hey- hleðsluvagni væri bótaskylt úr ábyrgðartryggingu dráttarvélarinn- ar. Tekið skal fram, að VÍS hefur það sem meginreglu að ræða ekki opin- berlega einstök mál af þessum toga. Vegna hinnar einhliða umfjöllunar sem mál þetta fékk í fjölmiðlum og misskilnings sem félagið hefur orðið vart við meðal bænda vegna þessa máls, vill félagið eigi að síður upp- lýsa allan þann fjölda viðskipta- manna sinna sem tryggir dráttarvél- ar hjá félaginu um hvað deilan snýst. Réttaróvissa. f>að ríkir nú veruleg réttaróvissa um mörk gildissviðs lögboðinna ábyrgðartrygginga dráttarvéla sem ökutækja skv. umferðarlögum, og hvenær slys í tengslum við notkun þeirra falli undir notkunarhugtak umferðarlaganna. Félagið telur því brýnt að fá endanlega úr því skorið, hvaða notkun dráttarvéla falli undir notkunarhugtak umferðarlaganna. Á það við um réttarstöðu eigenda dráttarvéla, þeirra er verða fyrir slysi og þá sem taka að sér ábyrgðar- trygginguna, þ.e. vátryggingafélög- in. Af þessum sökum hefur málinu verið vísað til Hæstaréttar. Eins og kunnugt er, lækkaði VIS gjaldskrá ökutækjatrygginga drátt- arvéla í janúar 1992 um 46,2%, mið- að við 30% bónus. Iðgjald það sem nú er tekið fyrir tryggingar af þessu tagi er kr. 4,324, þar af er iðgjald fyrir lögboðnu ábyrgðartrvgging- una sem hér er til umræðu kr. 2,281. Gjaldskrá sú sem lögð er til grund- vallar byggir á hinni hefðbundnu túlkun sem ríkt hefur í áratugi um gildissvið ábyrgðartryggingar drátt- / /' héraði í skaðabótamáli Örn Gústafsson. arvéla, og styðst hún við áliti fræði- manna í lögum og dóma Hæstaréttar í svipuðum málum. Túlkun þessi er á þá leið að slys sem standa ekki í sambandi við akstur og notkun dráttarvéla sem ökutækja, falli utan gildissviðs þessarar ábyrgðartrygg- ingar. Notkunarhugtakið nái ekki til ýmiss sérbúnaðar, vélbúnaðar er tengdur sé við dráttarvélar, t.d. gröfur, heyhleðsluvagna, færi- banda, heyblásara o.fl. sem notuð séu óháð notkun dráttarvélarinnar sem ökutækis. Við það hefur og iðgjaldaákvörðun verið miðuð. Verði niðurstaða Hæstaréttar sú, að slys sem orsakast af notkun drátt- arvéía sem kyrrstæðs aflgjafa við hin ýmsu tæki í landbúnaði, séu bóta- skyld úr lögboðinni ábyrgðartrygg- ingu dráttarvélarinnar, verða áhrif dómsins þau, að iðgjald fyrir ábyrgðartryggingu dráttarvélar hlýtur að stórhækka, þar sem bóta- svið tryggingarinnar er þá orðið allt annað og meira en það sem nú er lagt til grundvallar. sem höfðað var gegn bónda Fyrir tæpum 30 árum síðan varð hörmulegt slys í Saltvík á Kjalarnesi sem beindi sjónum að tryggingamál- um bænda. í framhaldi af því var hrundið af stað mikilli söluherferð sem leiddi til þess að allflestir bænd- ur keyptu slysatryggingar fyrir sig og það fólk er þeir höfðu í vinnu. Einnig keyptu flestir frjálsar ábyrgð- artryggingar. Hlutverk þeirra er að tryggja hinn vátryggða gegn þeim fjárútlátum sem hann verður fyrir, þegar skaða- bótakrafa er gerð á hendur honum, vegna tjóns, sem hann eða starfs- menn hans hafa valdið á mönnum eða munum með saknæmum hætti. Ábyrgðartryggingar af þessu tagi eru t.d. ætíð innifaldar í heimilis- og húseigendatryggingu sem VÍS býður einstaklingum og fyrirtækjum. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda 1971 var samþykkt tillaga um það að fram færi sérstök könnun á tryggingaþörf landbúnaðarins, og var málinu síðan fylgt eftir á næstu Búnaðarþingum sem leiddi til þess að Samvinnutryggingar gt. (nú VIS) gerðu hópsamninga við bændur um frjálsar ábyrgðar- og slysatrygging- ar, og var veittur verulegur afsláttur af þeim. í 5. tbl. 70. árgangs Freys frá 1974 er ítarlega fjallað um þessi mál, bæði forsögu þeirra sem og bótasvið trygginganna sjálfra. Allar götur síðan hefur mikill meirihluti bænda keypt þessar tryggingar og hafa þær margoft sannað gildi sitt. Vátryggingafélögin hafa ætíð síðan stundað öfluga kynningar- og sölu- starfsemi á tryggingum í landbúnaði. Ofangreindar tryggingar hefðu þannig skilyrðislaust svarað bóta- kröfu þeirri sem deilur standa um í fyrrnefndu máli. Því miður hafði viðkomandi bóndi ekki slíkar trygg- ingar. Allir þeir sem lenda í alvarleg- um slysum eiga nógu erfitt þótt ekki 32 FREYR -1-2 94

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.