Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1994, Qupperneq 41

Freyr - 01.01.1994, Qupperneq 41
bætist við fjárhagsáhyggjur. Petta þekkja starfsmenn vátrygginafélaga manna best, þar sem þeir þurfa að afgreiða mikinn fjölda slysatilvika á ári hverju. Hlutverk þeirra er oft erfitt, rísi árgreiningur um rétt til bóta. Starfsmönnum vátryggingafé- laga ber að fara eftir þeim skilmálum sem í gildi eru á hverjum tíma, burt- séð frá aðstæðum tjónþola. A hinn bóginn hættir almenningi til að taka tilfinningalega afstöðu í svona málum og mynda sér skoðun án þess að líta til allra málsatvika og staðreynda. Það hefur því miður færst mjög í vöxt á undanförnum árum að ýmsir fréttamenn telja sig þess umkomna að setjast í dómara- sæti í ýmsum málum og virða ekki hina gullnu reglu fréttamennskunn- ar að fjalla hlutlaust um málin, greina frá staðreyndum og láta síðan aðra dæma. Ábyrgð fjölmiðla er mikil og ekki vansalaust að valda henni. VÍS mun nú sem fyrr leggja þunga áherslu á það við bændur að þeir hafi í gildi slysatryggingar og frjálsar ábyrgðartryggingar við búrekstur sinn auk annarra trygginga. Aðeins með þeim hætti er tryggt, að bætur fáist greiddar, komi til tjóns. Ekki er hægt að fjalla um trygg- ingamál bænda án þess að minnast á forvarnir. Mikið hefur áunnist í fyr- irbyggjandi aðgerðum undanfarna Margt ieynist í vömbinni. Frh. af bts. 31. Ymislegt fleira mætti tína til af þessu tagi. Þessi dæmi ættu hins vegar að sýna að full ástæða er til að gæta þess að skepnur nái ekki í aðskotahluti sem gætu valdið heilsutjóni, þó oft fari samt betur en á horfðist. Girða þarf fyrir að kálfar nái að sleikja hvern annan, stía þeim sund- ur og gefa þeim gróffóður og alhliða steinefni. Sama á við ef fé á inni- stöðu tekur upp á því að naga ullina hvert af öðru. Myndir tók Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. áratugi. Dráttarvélar eru nú nær undantekningalaust með yfirbygg- ingu eða öryggisgrind sem bjargar miklu ef vél veltur. Lögð hefur verið áhersla á að bændur noti hlífar utan um drifsköft sem tengd eru við drátt- arvélar. Ekki er langt síðan VÍS tók þátt í slíku verkefni með Jötni hf. Þó eru því miður enn að eiga sér stað mjög alvarleg vinnuslys þar sem hlífar hafa ekki verið fyrir hendi. Mikilvægt er að unglingar og óvant fólk sé ekki sett til vinnu við hættu- legar vinnuvélar, enda eru flest slys- in til komin vegna vankunnáttu þeirra er við vélarnar vinna. Að lokum má greina frá því, að því miður er mikið um ótryggðar vinnuvélar um allt land. Skv. lögum hvílir eftirlitsskylda með vinnuvél- um á Öryggiseftirliti ríkisins. Eftirlit þetta er þó eingöngu bundið við öryggismál vinnuvélanna. Margir Á stjórnarfundi Búnaðarsam- bands Austurlands hinn 16. des- ember 1993 var eftirfarandi sam- þykkt gerð: „Stjórn Bsb. Austurlands lýsir þungum áhyggjum vegna ólöglegrar dreifingar kjöts af heimaslátruðum gripum á sambandssvæði sínu sem annars staðar. Dreifing kjöts af heimaslátruðu er, auk þess að vera beint brot á gildandi landslögum, andfélagslegt og siðlaust athæfi sem veikir mjög stöðu bænda á erfiðum tímum og skemmtir andstæðingum þeirra. Vítahring aukinnar framhjásölu og afleiðinga hennar, lækkaðs greiðslu- marks, verður að rjúfa. Stjórn Bsb. Austurlands skorar á forráðamenn bænda og alla bændur yfirleitt að líta á framhjásöluna sem það mein sem hún er og hafa í huga að enginn vandi hverfur þó að aug- um sé lokað fyrir honum. Einnig skal neytendum og samtökum þeirra bent á að viðskipti með kjöt af heimaslátruðu er skref aftur á bak eigendur slíkra véla hafa látið undir höfuð leggjast að kaupa ábyrgðar- tryggingar á vinnuvélarnar. Þannig eru því á vegum landsins mikill fjöldi ótryggðra vinnuvéla. Nauðsynlegt er að tryggja að fólk lendi ekki í stórslysum án bóta, og einsýnt er að ekki verður breyting hér á nema til komi lagasetning í þessum efnum. Það er allsendis óviðunandi að mönnum sé í sjálfsvald sett hvort þeir hafi tryggingar á slíkum vélum. Orð þessi eru orðin fleiri en ætlað var í upphafi, en af nógu er að taka þegar tryggingamál eru annars veg- ar. Það er von okkar sem störfum hjá VÍS að menn hugleiði þessi mál, og sérlega mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvaða tryggingavernd er fyrir hendi hjá hverjum og einum. Vakni spurningar eru starfsmenn VÍS reiðubúnir til að fara yfir þessi mál. hvað varðar neytendavernd og heil- brigðiseftirlit, auk þess sem þeim fylgja umtalsverð skattsvik, bæði á beinum og óbeinum sköttum.“ Greinargerð Leiða má rök að því að síðasta skerðing greiðslumarks í kindakjöti sé að mestu til komin vegna framhjá- sölu. 500 tonna framhjásala, miðað við 8.000 tonna greiðslumark, leiðir til 6,25% skerðingar greiðslumarks næsta árs. Sú tekjuskerðing bænda, sem af þessu leiðir, lendir af fullum þunga á þeim bændum sem löghlýðnir eru, meðan lögbrjótarnir geta bætt sér hana upp með ólöglegum tekjum og skattsvikum. Tilhögun af þessu tagi grefur því undan máttarstoðum heil- brigðs þjóðfélags, gagnkvæmu trausti yfirvalda og þegna, og virð- ingu fyrir lögum, auk þess sem hún spillir innbyrðis trausti og samheldni fólks í samfélagi sem ekki má án slíks vera. Ályktun um dreifingu á kjöti af heimaslátruðum gripum l-2'94 - FREYR 33

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.