Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Síða 42

Freyr - 01.01.1994, Síða 42
Frá Bœndaferðum Bœndaferð 12. til 26. júnf til Mið-Evrópu Gengið hefur verið endanlega frá ferðaáætlun vegna bændaferðar í júní í sumar. Lagt verður af stað 12. júní og flogið til Munchen í S.-Pýskalandi. Þaðan verður ekið til Tyrol í Austurríki og gist næstu 4 nætur á nýju hóteli skammt fyrir austan Innsbruck. Farnar verða ferðir þaðan. m. a. til Salzburg, Königsee, Innsbruck og einnig um Tyrol, þar verða bændur heimsóttir. Frá Tyrol verður farið að Gardavatni á Italíu og gist þar á glæsihóteli í 7 nætur. Boðið verður upp á ferðir flesta daga. Lengsta ferðin verður til Feneyja. Þá verður komið til Verona og farið um suður Tyrol. Annars verður lífinu tekið með ró og hvflst við Gardavatn. Frá Gardavatni verður svo aft- ur ekið til Þýskalands og ferðin endar með því að gista 3 nætur á okkar hefðbundna stað í Bæjara- landi í St. Englmar. Þaðan verður farið til Regensborgar o.fl. staða. Farið verður heim frá Munchen 26. júní. Nánari upplýsingar um ferðina gefa Agnar og Halldóra hjá Stétt- arsambandi bænda í síma 91- 630300. (Fréttatilkynning). MOlflR Þjóðverjar œfir yfir skepnuníðslu í flutningum Flutningar á sláturdýrum um langvegu hafa vakið mikla reiði margra í Þýskalandi. Þýski landbún- aðarráðherrann vill beita reglum lands síns um flutninga á dýrum, en þá koma mótmæli frá EB um hæl, að því er sænska búnaðarblaðið ATL hermir. EB borgar um 100 ísl. krónur í flutningsstyrk fyrir hvert kílógramm af nautgripum sem er flutt út frá Evrópu. í því felst að hver farmur getur verið hundruð þúsunda kr. virði. Þýskir dýralæknar hafa sann- reynt að skepnur eru fluttar í einni lotu frá Norður-Þýskalandi og Holl- andi til Ítalíu, Rúmeníu o.s.frv. Þetta geta verið 40, 50 og upp í 72 klst. ferðir án þess að dýrunum sé brynnt. Daringdorf, varaformaður land- búnaðarnefndar Evrópuþingsins telur þetta vera fjárstyrkta skepnu- níðslu. En þetta er daglegt brauð á hraðbrautum Evrópu. A hverju ári eru fluttar fjórar milljónir nautgripa og 18 milljónir svína yfir a.m.k. ein landamæri innan EB. 100.000 þýskir nautgripir eru fluttir út fyrir álfuna, einkum til Líbanon og Líbíu, lifandi, til þess að hægt sé að slátra þeim þar í samræmi við trúarsiði. Frá Póllandi og Rússlandi eru hestar fluttir í vax- andi mæli til sláturhúsa í Frakklandi. Ein af orsökum þessara langvega flutninga eru, auk flutningastyrkj- anna, svæða- og árstíðabundinn verðmunur innan EB. Þýski land- búnaðarráðherrann Jochen Borchert hefur brugðist hart við þessu og vill láta þýskar reglur gilda í þessum efnum á meðan beðið er eftir væntanlegum EB-reglum um skepnuflutninga sem líklega koma í byrjun næsta árs. Borchert vill líka breyta reglum um EB-styrki á þann veg, að ekki verði hagstæðara að flytja lifandi búfé en kjöt. Innan Evrópubandalagsins er þó greinilega að finna mæri milli norð- urs og suðurs. Siðfræðileg sjónarmið Norður-Evrópumanna eiga ekki mikinn hljómgrunn hjá Frökkum, ítölum og Spánverjum. Þeim nægir rammalöggjöf frá EB og að hvert land innan bandalagsins hafi að öðru leyti sín eigin lög. Innflutningur mjólkurvara Um áramót var opnað fyrir inn- flutning á nokkrum tegundum bú- vöru í samræmi við alþjóðlega samn- inga sem ríkisstjórnin hefur gert. Af mjólkurvörum verða þó aðeins fluttar inn þrjár tegundir til að byrja með, þ.e. kakójúgúrt, drykkj- arjógúrt og kókómjólk. Nefnd skip- uð fulltrúum frá þremur ráðuneyt- um hefur mælt með því við landbún- aðarráðherra að verðjöfnunargjald á þessar vörur verði 65 kr. á hvern lítra. Lítri af kókómjólk kostar í búðum hér á landi 113 kr. Ef útlend kókómjólk á að eiga möguleika, verða því 48 krónur að duga henni fyrir innkaupsverði, flutningskostn- aði og álagningu. Erlend jógúrt á væntanlega meiri möguleika í sam- keppni við íslenska júgúrt, en hún kostar nú í verslunum hér um 40 krónur. Verðjöfnunargjald á 180 gr. dós verður um 12 krónur. 34 FREYR -1-2'94

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.