Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1994, Page 44

Freyr - 01.01.1994, Page 44
aö mestu á formi verklegra æfinga. Jafnframt er leið- beint um ýmsa þætti er varða notkun og meðferð efna til málmsmíða. BÓKBAND staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 21.-23. febrúar Umsjónarmaður: Jón Friðbjörnsson Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað þeim sem vilja kynna sér undirstöðuþætti bókbands. Kennslan er að mestu verkleg og þátttakendur koma sjálfir með bækur til að binda inn. TÓVINNA I Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 24.-26. febrúar Umsjúnarmaður: Jóhanna Pálmadóttir Kennt er að taka ofan af, kemba, spinna á rokk og halasnældu og loks að tvinna band. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri og Búnaðar- samtökum Vesturlands. ÚRVINNSLA ÚR BEINI OG HORNI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 25.-27. febrúar Umsjónarmaður: Matthías Andrésson Farið er yfir undirstöðuþætti við úrvinnslu úr horni og beini. Kennsla er að mestu verkleg. Efni og áhöld eru til staðar, en þeir sem eiga gott efni eru hvattir til þess að koma með það (t.d. horn, klaufir eða hófa af fullorðnum gripum). Námskeið í mars SKATTSKIL Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 2.-^. mars Umsjónarmaður: Stefán Örn Valdimarsson Fjallað er um gerð skattframtals bænda. Einnig er fjallað um staðgreiðslu skatta og lög um tekju- og eignaskatt. Virðisaukaskatturinn kynntur. Áhersla er lögð á verk- efnavinnu þátttakenda. KAUP OG REKSTUR BÚVÉLA - Leiðir til að draga úr kostnaði - Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 7.-8. mars Umsjónarmaður: Gísli Sverrisson Fjallað er um fjárfestingu í búvélum og kostnað við þær. Rætt um tekjur af notkun búvéla svo og skipulag verka, samnýtingu búvéla og búvélaprófanir meðal leiða til þess að draga úr rekstrarkostnaði búanna. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, samræðum og úrlausnum verkefna. Pátttakendur vinna með gögn úr eigin rekstri. Námskeiðið er haldið í samvinnu Bændaskólans á Hvanneyri og Bútæknideildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. SPJALDVEFNAÐUR I Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 9.-11. mars Umsjónarmaður: Philippe Ricart Kennt er að vefa bönd og borða með íslenskri vefnað- araðferð. Notuð eru spjöld til að stjórna munsturgerð. Unnið er með kambgarn, bómull og língarn. KÁLFAELDI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 11. mars Umsjónarmaöur: Torfi Jóhannesson Fjallað er um meltingu ungkálfa og meltingarfæri. Kynntar verða niðurstöður úr fóðrunartilraunum með eldi ungkálfa þar sem mjólk er eingöngu notuð sem fóður. Fjallað er um hagkvæmni slíkrar framleiðslu miðað við íslenskar aðstæður. NAUTGRIPARÆKT MJÓLKURGÆÐI OG JÚGURHEILBRIGÐI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 14.-15. mars Umsjónarmaður: Líneik Anna Sævarsdóttir Námskeiðið er ætlað mjólkurframleiðendum. Fjallað er um júgurbyggingu, bakteríur í mjólk, flokkun mjólkur og orsakir og afleiðingar júgurbólgu. Farið er yfir áhrif aðbúnaðar og mjaltatækni á júgurheilbrigði og gæði mjólkur. Kennsla er bæði verkleg og bókleg. Námskeiðið er skipulagt af Bútæknideild Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, Embætti yfirdýralæknis og Bændaskólanum á Hvanneyri. BEIÐSLISGREINING Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 16. mars Umsjónarmaður: Porsteinn Ólafsson Fjallað er um ýmsa þætti sem hafa áhrif á kynstarfsemi kúa. Líffæri úr kúm eru skoðuð. Sýnd er notkun á efnum til hormónamælinga og viðnámsmælir, til að greina beiðsli. NAUTGRIPARÆKT FÓÐRUN MJÓLKURKÚA Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 17.-18. mars Umsjónarmaður: Gunnar Ríkharðsson Námskeiðið er ætlað mjólkurframleiðendum. Fjallað er um meltingu jórturdýra, fóður, fóðurframleiðslu og helstu fóðrunarsjúkdóma. Kynntar eru niðurstöður úr nýlegum íslenskum rannsóknum á þessu sviði. Rætt er um nýjungar í orku- og próteinmati. 36 FREYR -1-2'94

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.