Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1994, Page 45

Freyr - 01.01.1994, Page 45
BÚFJÁRÁBURÐUR NÝTING OG TÆKNI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 24.-25. mars Umsjúnarmaður: Ríkharð Brynjólfsson Námskeiðið er ætlað bændum. Fjallað er um verð- mæti og nýtingu búfjáráburðar, áburðargeymslur og tækninýjungar við dreifingu búfjáráburðar. Leiðbeint er um gerð áburðaráætlana. Námskeið í apríl REKSTUR Á KÚABÚI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 6. aprfl (1. fundur - af fjórum) Umsjónarmaður: Líneik Anna Sævarsdóttir Námskeiðið er ætlað bændum á Vesturlandi. Mark- mið námskeiðsins er að leita hagkvæmustu kosta við fóðuröflun á kúabúi og fóðrun nautgripa til mjólkur- framleiðslu. Þátttakendur í námskeiðinu hittast fjórum sinnum á einu ári og vinna með gögn frá eigin búum. Þetta verkefni er unnið í samvinnu Bændaskólans á Hvanneyri, Hagþjónustu landbúnaðarins, Búnaðarfé- lags íslands og Búnaðarsamtaka Vesturlands. VISTVÆNN - LÍFRÆNN LANDBÚNAÐUR Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 11.-12. aprfl Umsjónarmaður: Lena Fernlund Námskeiðið er ætlað ráðunautum og öðrum leiðbein- endum í landbúnaði. Farið er yfir hugmyndafræði, skilgreiningar og reglur, þróunina hér á landi, stöðuna í dag og framtíðarviðhorf. Námskeiðið er enn í mótun og verður dagskrá þess kynnt með bréfi til Búnaðarsam- banda, búgreinafélaga og annarra sem þess óska. TAMNING FJÁRHUNDA Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 11.-13. aprfl 14.-16. aprfl Umsjónarmaður: Gunnar Einarsson Þátttakendur mæta með eigin hunda og vinna með þá á námskeiðinu. Kennsla er að mestu verkleg en að auki eru haldnir fyrirlestrar um notkun fjárhunda o.fl. Hvert námskeið stendur í þrjá daga og ekki er hægt að taka nema sex hunda á námskeið í einu. Hundar af Landamæra-Collie kyni hafa mest gagn af námskeiðinu, en aðrir hundar hafa einnig gagn af því. Hundarnir þurfa að vera a.m.k. 6 mánaða gamlir. Athugið: Hundar sem koma áþetta námskeið verða að hafa gilt vottorð um bólusetningu við smáveirusótt (par- voveirusmiti). HROSSARÆKT BYGGINGARDÓMAR HROSSA Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 13.-14. aprfl Umsjónarmaður: Ingimar Sveinsson Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Kynntar verða helstu forsendur og framkvæmd kynbótadóma. Námskeiðið er einkum ætlað bændum á Vesturlandi. VIÐHALD ÚTIHÚSA Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 18.-19. apríl Umsjónarmaður: Gunnar Jónasson Fjallað er um viðhald, viðgerðir og endurbætur, utan- dyra og innan, á húsakosti til sveita. Hliðsjón er höfð af skýrslu um tjón af völdum óveðurs í febrúar 1991. Ræddir eru möguleikar á endurbótum húsa, í stað nýbygginga og hvað þarf þar helst að athuga. Námskeið- ið er ætlað bændum og öðrum sem sjá um húsakost til sveita. Skipulagning er í samvinnu Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Bændaskólans á Hvanneyri og fleiri aðila. FJÁRFESTINGAR LEIÐIR TIL BÆTTRAR STJÓRNUNAR Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 20. apríl Umsjónarmaður: Erna Bjarnadóttir Rætt er um mikilvægi bókhalds, arðsemi, fjárfestingar og skuldbindingar. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðum og úrlausnum verkefna. Þátttakendur vinna með gögn úr eigin rekstri. Námskeiðið er skipulagt af Búnaðarfélagi Islands, Hagþjónustu landbúnaðarins, Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Stéttarsambandi bænda og Bændaskólanum á Hvann- eyri. TÓVINNA II Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 22.-23. apríl Umsjónarmaður: Jóhanna Pálmadóttir Námskeiðið er eingöngu ætlað fólki sem hefur lokið grunnnámskeiði í tóvinnu. Kennslan er að mestu verk- leg. Fjallað er um notkunarmöguleika ullarinnar m.t.t. heimilisiðnaðar eða smáiðnaðar. Einnig er fjallað um áhrif húsvistar á ullina sem hráefni. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri og Búnaðar- samtökum Vesturlands. HROSSARÆKT JÁRNING OG HÓFHIRÐA Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 25.-26. aprfl Umsjónarmaður: Ingimar Sveinsson Námskeiðið er verklegt og bóklegt. Fjallað er um hófhirðu, tálgun, járningar og sjúkra- og jafnvægisjárn- l-2'94 - FREYR 37

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.