Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Síða 48

Freyr - 01.01.1994, Síða 48
Námskeið á Hólum Vormisseri 1994 Undanfarin ár hefur Bœndaskólinn á Hólum skipulagt og staðið fyrir námskeiðum í hinum ýmsu greinum landbúnaðar. Aðsókn hefur verið mikil og námskeiðin notið mikilla vin- sœlda. Hér á eftir er yfirlit yfir þau námskeið sem í boði verða nú á vormisseri. Námskeiðin eru styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins þannig að þátttökugjöldum er stillt í hóf. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bœndaskólans á Hólum í síma 95- 35962. Þórarinn Sólmundarson Námskeið: Bleikjueldi Tími: 12.-14. apríl. Umsjón: Einar Svavarsson, Hólaskóla í sam- starfi við ýmsa aðila. Markhópur: Námskeið fyrir aðila sem starfandi eru á svið fiskeldis. Námskeiðslýsing: Framleiðsluferill sem miðar að því að anna eftirspurn allt árið. Vörugæði, slátrun, pökkun og útflutningur. Námskeið: Lax og silungsveiði. Tími: 9.-11. maí. Umsjón: Skúli Skúlason, Hólaskóla í samstarfi við ýmsa aðila. Markhópur: Aðilar í ferðaþjónustu og starfsmenn veiðifélaga. Námskeiðslýsing: Unnið er að skipulagningu nám- skeiðsins og verður það auglýst betur síðar. Reiðnámskeið Feb. - mars: 25.-27.02, 11.-13.03 og 18.-20.03. Maí: 13.-15.05, 19.-21.05 og 21.- 29.05. Námskeiðin eru tvö, 3ja helga nám- skeið. Magnús Lárusson, Bændaskólanum Hólum. Námskeiðið er fyrir fyrrverandi nem- endur Hólaskóla á hrossaræktar- braut og þá félaga í F.T. sem lokið hafa prófi inn í tamningadeild félags- ins. Námskeiðslýsing: Námskeiðið er að mestu verklegt og er unnið með tvo 8 manna hópa. Kennt verður á hestum skólans. Námskeiðið skiptist í þrjá meginhluta: a. Hindrunarstökk. b. Skeið. c. Fimiæfingar - tölt. í a-hluta verður kennt að þjálfa hest og knapa í hindrunarstökki. í b-hluta verður farið yfir undirbúning fyrir skeiðþjálfun og kennt að ríða til skeiðs og að leysa Námskeið: Tími: Leiðbeinendur: Markhópur: þau vandamál sem upp geta komið við skeiðþjálfun. í c-hluta verða kenndar og æfðar fimiæfingar, sem geta gagnast við töltreið og töltþjálfun og hvernig þær eru notaðar við töltþjálfun. Öllum hlutum námskeiðsins verða gerð skil á hverjum degi. Námskeið: Tölt- og fimiœfingar Tími: 25.-27. mars. Leiðbeinendur: Magnús Lárusson, Bændaskólanum Hólum. Námskeiðslýsing: Bókleg kennsla og verkleg sýni- kennsla í að töltsetja (gangsetja), töltreið og töltþjálfun, jafnframt notkun fimiæfinga, bæði er varðar undirbún- ing fyrir töltsetningu og í þjálfuninni sjálfri. Námskeið: Almenn þjálfun Tími: 1.-5. maí Leiðbeinendur: Magnús Lárusson, Bændaskólanum Hólum. Námskeiðslýsing: Kennt er að skipuleggja þjálfunar- tímabil og einstaka reiðtíma. Farið verður yfir hvernig hringtaumsvinna og vinna í hendi bætir árangur. Kennd notkun fimiæfinga við þjálfun grunngangtegunda og tölts. Pátttakendur koma með sinn hest. Námskeið: Fimiœfingar og fimiœfingaverk- efnið G2 Tími: 18.-20. febrúar. Leiðbeinendur: Magnús Lárusson, Bændaskólanum Hólum. Námskeiðslýsing: Farið yfir tilgang fimiæfinga og hvern- ig þær eru kenndar. Notkun þeirra sýnd bæði sem hjálpartæki við almenna þjálfun og sem sérstök keppni. Pátttakendur fá kennslu í að ríða fimiverkefnið “G“, sem er orðið fimiverkefni fullorðinna í hestaíþróttum. Námskeið: Kynbófadómanámskeið fyrir F.T. Tími: 7.-10. apríl. Leiðbeinendur: Magnús Lárusson, og Víkingur Gunnarsson, Bændaskólanum Hólum. 40 FREYR -1-2'94

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.