Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 7
fyrir endann á þeirri niðursveiflu þar sem
vænst er um 10% framleiðsluaukningar í
greininni á árinu 1994.
I heild má segja að vaxandi óróleiki hafi
verið á kjötmarkaðnum á síðari hluta sl. árs.
Til að leysa þá spennu þyrfti að losna við um
2000 tonn af kjöti út af markaðnum, þar af um
1150 tonn af kindakjöti. í öðru kjöti er veru-
legur hluti bundinn nautgripum og svínum sem
bíða slátrunar.
Framleiðsla alifuglakjöts var um 1500 tonn á
árinu en salan um 1540 tonn, þannig að gott
jafnvægi var á mili framboðs og eftirspurnar.
Þessi búgrein hefur hins vegar ekki náð sér
eftir erfiðan rekstur undanfarinna ára og er
eiginfjárstaða framleiðenda slæm.
Framleiðsla og sala eggja var tæplega 2.300
tonn og dróst saman um nálægt 5% frá fyrra
ári. Allgott jafnvægi er á eggjamarkaðnum en
verð til bænda lækkaði vegna aukinna afslátta
sem þó skiluðu sér mjög takmarkað til neyt-
enda í lægra verði. Staða eggjabænda má
teljast þokkaleg. Á Hvanneyri er starfrækt
einangrunarstöð fyrir eggja- og kjúklingarækt
og hefur hún flutt inn nýja og betri stofna sem
skila sér í hagkvæmari framleiðslu.
Út voru flutt 2.485 hross, sem er fjölgun um
481 hross frá árinu á undan. Flest hross fóru til
Þýskalands eða 1.273, til Svíþjóðar fór 441
hross, Noregs 222 og Danmerkur 219. Fram-
leiðsla hrossakjöts nam 822 tonnum, en innan-
landssala var 666 tonn. Út voru flutt 97 tonn af
pístólukjöti til Japan sem gaf fullt skilaverð til
allra aðila, en það samsvarar um 125 tonnum
af kjöti án afskurðar og jókst sá útflutningur
um tilsvarandi 20 tonn á milli ára. Hinn al-
menni efnahagssamdráttur kemur fram í
hrossarækt eins og annar staðar. Sífellt fleiri
ætla að afla sér tekna af hrossarækt þannig að
verðlækkun hefur orðið á lífhrossum, jafnt
innanlands sem til útflutnings. í vöxt fer að
bændur taki hross í hagagöngu og til hýsingar
af þéttbýlisbúum. Hrossarækt er tvímælalaust
að styrkja stöðu sína til atvinnusköpunar og á
búgreininni hvíla litlar skuldir.
Ræktun í gróðurhúsum gekk vel á árinu.
Framleiðsla á gúrkum varð hins vegar veru-
lega meiri en markaðurinn þoldi þannig að
verðið hrapaði um tíma niður úr öllu valdi.
(Ein verslun gaf jafnvel viðskiptavinum sínum
gúrkur um tíma). Sala á öðru gróðurhúsagræn-
meti gekk þokkalega. Framleiðsla á afskorn-
um blómum, einkum rósum, var verulega
umfram eftirspurn og afföll og afsláttur í
blómasölu meiri en áður þekktust. Eftirspurn
eftir pottaplöntum er minnkandi.
Útlit var fyrir verulegan uppskerubrest í
útiræktuðu grænmeti vegna kulda, en sumar-
aukinn í september leiddi til þess að uppskera
náði slöku meðallagi. Afkoma framleiðenda
hefur farið versnandi að undanförnu og er
rekstur nokkurra garðyrkjustöðva kominn í
þrot. Á sama tíma er verið að opna fyrir
tollfrjálsan innflutning á ýmsum afurðum
garðyrkjunnar hluta úr ári og búa íslenskir
garðyrkjubændur þar við óhagstæðari sam-
keppnisskilyrði en stéttarbræður þeirra á öðr-
um Norðurlöndum.
Kartöflurækt gekk illa á árinu og var sölu-
hæf uppskera um 2.500-3.000 tonn. Á stærstu
kartöfluræktarsvæðum sunnanlands urðu
rokskaðar um vorið, sumarið reyndist síðan
fremur kalt og frostskaðar urðu þar 11. ágúst.
Á Norðurlandi var einnig kalt en ekki rok- né
frostskaðar þannig að hlýr september og októ-
ber bjargaði því sem bjargað varð. Áætlað er
að innlend framleiðsla seljist upp í mars og
verða þá kartöflubændur tekjulausir fram á
haust. Hins vegar seldist sú uppskera sem
fékkst á góðu verði, en skuldir margra kart-
öflubænda eru miklar og fjárhagsstaða margra
þeirra afar slæm.
Bygg til þroskunar var ræktað á rúmlega 500
hekturum, en sáð var um 110 tonnum af sáð-
korni. Skilyrði til kornræktar voru afar breyti-
leg eftir landshlutum og héruðum og uppsker-
an frá því að vera um 3 tonn af hektara, m.a.
undir Eyjafjöllum, og niður í það að uppskera
brást alveg vegna frostskaða á miðju sumri.
Þar sem það gerðist nýttist hálmurinn þó til
fóðurs. Byggið fer að mestu til heimanota sem
kjarnfóður, þurrkað eða súrsað. Smávegis fer
til brauðgerðar og mikið af hálmi er selt til
svepparæktar. Þrátt fyrir misjafnt gengi má
vænta að kornrækt aukist enn á þessu ári. Að
því stuðlar einmg að verð á sáðkorni lækkaði
6*94 - FREYR103