Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Síða 10

Freyr - 15.02.1994, Síða 10
Vigdís forseti heimsótti handiðjusýn- inguna í Kringlunni í Reykjavík. Hér rœðir hún við Sigríði Sigurðardóttur, húsfreyju á Vaðbrekku, en kvenna- hópur á Jökuldal sérhœfir sig í vörum úr hreindýraskinni. ar til þess að örva starfsemina í viðkomandi héruðum að fólk nálgist markaðinn á þennan hátt, að það mæli sína stöðu og möguleika og ef góður árangur næst, þá er það örvandi fyrir framleiðendur á svæð- inu í heild. Næsti vettvangur var ekki beinlín- is á mínum vegum, en með stuðningi Smáverkefnasjóðsins; það var mikil handverkssýning á Hrafnagili í Eyja- firði 18. og 19. júní. Fyrir þeirri sýningu stóðu eyfirskar konur og átaksverkefnið Vaki, sem þar er starfrækt. Þar var í forsvari Elín Antonsdóttir verkefnisstjóri og var undirbúningur til mikillar fyrir- myndar. Ég sótti þá sýningu og sá þar fyrst hversu gríðarleg fjölbreytni er orðin í handverks- og smáiðnaði. A Hrafnagili voru á 2. hundrað sýn- endur og sýningin geysilega vel upp- sett og fjölbreytt, hún vakti mikla eftirtekt og mikið umtal, var vel sótt, sérstaklega seinni daginn. Pá var eins og að það hefði spurst út að þarna væri merkileg sýning og mikill straumur fólks kom seinni daginn. Til umtals kom að framlengja hana um einn dag, en því miður var það ekki hægt. Ég held að Eyfirðingar stefni að Frá sýningu á Hótel Sögu í mars 1993. Handverkskonur milli heiða, Suður- Pingeyjarsýslu. því að festa þessa sýningu í sessi sem árlegan viðburð og tel að það væri vel. Næsta sýning og sú síðasta á þessu ári var í Kringlunni í Reykjavík í lok nóvember sl. og var verið að huga að jólaverslun í því sambandi. Þar voru 15 sýnendur, bæði einstaklingar og hópar, og þar var aftur haft að leið- arljósi að ná sem mestri dreifingu af landsbyggðinni. Það var reyndar Frá sömu sýningu. Vörur selabœnda. takmörkuð sýning en afskaplega vel heppnuð. Og þar má kannski segja að þessir hópar hafi komist í snert- ingu við hringiðu viðskiptanna í höf- uðborginni; það eru e.t.v. aðrir við- skiptavinir sem koma í Kringluna heldur en í Kolaprotið að því ólöst- uðu. Mér heyrist að þátttakendur þarna hafi yfirleitt verið mjög ánægðir með árangurinn og þá reynslu sem þeir fengu í Kringlunni. Frá sýningunni „Sveitadagar í Kolaporti". Hattar frá Sigríði Hafstað á Tjörn í Svarfaðardal. 106 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.