Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.02.1994, Qupperneq 16

Freyr - 15.02.1994, Qupperneq 16
Áburðarframleiðsla á íslandi Hákon Björnsson Fyrir fjörutíu árum, eða árið 1954, hóf Áburðrarverksmiðja ríkisins framleiðslu á tilbúnum áburði. Það ár voru seld 24.000 fonn af tilbúnum áburði hér á landi. Stöðug aukning var í notkun tilbúins áburðar nœstu 28 árin og náði hún hámarki árið 1982 þegar seld voru 71.460 tonn. Hákon Björnsson. Frá þeim tíma hefur áburðarsala dregist verulega saman og nam hún 53.800 tonnum árið 1993. Reikna má með frekari samdrætti í notkun tilbúins áburðar á næstu árum. Samkvæmt lögum um Áburðar- verksmiðju ríkisins hefur hún haft einkaleyfi til þess að framleiða, flytja inn og selja tilbúinn áburð hér á landi. Einkaleyfi þetta mun falla niður hinn 1. janúar 1995 og verður þá innflutningur á tilbúnum áburði öllum frjáls. Því verður ekki á móti mælt að nokkur óvissa ríkir nú um áburðar- framleiðslu hér á landi. Óvissa þessi skapast í fyrsta lagi af því að ekki er enn séð fyrir endann á samdrætti í notkun áburðar hér á landi og í öðru lagi af því að ekki er vitað hvernig Áburðarverksmiðjunni reiðir af í væntanlegri samkeppni við innflutn- ing. Hagkvæmni í áburðarfram- leiðslu er mjög háð stærð verksmiðj- anna. Því stærri sem þær eru þvi hagkvæmari eru þær. Litlar verk- smiðjur, eins og verksmiðjan í Gufu- nesi, kunna því að eiga erfitt upp- dráttar í samkeppni við margfalt stærri verksmiðjur þrátt fyrir að þær njóti fjarlægðarverndar (flutnings- verndar). Fram hefur komið í máli bænda að þeir hafa orðið varir við að áburður sé mun ódýrari erlendis en hér á 69887 70000 60000 ! 50000 : 40000 • 30000 : 20000 I 10000 0 ' llllllllll ^LDCDr^COœOT-CNJCO COCOCOCOCOCOCDOCDCT) 0)00000)0)00)0 112 FREYR - 6 94 Áburðarsala í tonnum árin 1984-1993.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.