Freyr

Årgang

Freyr - 15.02.1994, Side 20

Freyr - 15.02.1994, Side 20
ingunni. Fyrningargrunnur þessara eigna verður því lægri sem styrknum nemur. Nær allir frádráttarliðir á skattframtali voru felld- ir burt árið 1988. Þeir sem eftir standa, koma bænd- um að litlu gagni að undanskildum vaxtabótum til þeirra sem eru að byggja íbúðarhús eða hafa nýlega keypt jörð. Húsnæðissparnaðarreikningur og kaup á hlutabréfum standa enn. Rétt er að benda á að gildi þeirra mun þó minnka ár frá ári næstu árin. Leiðbeiningar ríkisskattstjóra með dæmum, skýra skattframtal mjög vel og því ástæðulaust að fjalla hér um það. Rétt er að benda lesendum á að lesa aðeins þær leiðbeiningar sem tilheyra þeim blöðum, sem verið er að fylla út hverju sinni. Sala á fullvirðisrétti. Sala á fullvirðisrétti milli bænda er nú kominn í fast form. Lagagreinin heitir „Niðurfærsla eigna“. Keyptan fullvirðisréttur skal færður niður með jöfn- um árlegum fjárhæðum á fimm árum. T.d keyptur fullvirðisréttur að upphæð 1.400.000 kr. skal færður niður um 280.000 kr. á ári. Hér er því ekki um raunverulega fyrningu að ræða, heldur niðurfærslu eigna. Ekki má verðbæta þessa eign með verðbreyt- ingarstuðli eins og aðrar eignir á fyrningarskýrslu. Einnig færist eignin niður í 0 á fimmta ári. Niður- færslan verður þar af leiðandi öll árin 280.000 kr. sjá fyrningaskýrslu. (Mynd 1). Um söluhagnað framleiðsluréttar í landbúnaði gilda því sömu reglur og um aðrar ófyrnanlegar eignir. Algengasta aðferðin er sú að telja helming söluverðs til tekna eins og um sölu lands væri að ræða. Fylla þarf út eyðublaðið „Kaup og sala eigna“. SkatthluHall og fleira vegna tekna 1993 Skatthlutfall var í staðgreiðslu 41,34% (Tekjuskattur 34,3%, útsvar frá 3,0% til 7,5% eftir sveitarfélögum). Tekjuskattur félaga s.f. 41% annara félaga 33% Tekjuskattur barna 4% og útsvar 2%. (Enginn per- sónuafsláttur). Persónuafsláttur 285.132 kr. (Ónýttur millifærist 80% milli hjóna). Skattleysismörk á tekjur 1993 eru um 690.000 kr. Húsnæðissparnarðarreikningur. Viðbótar persónu- afsláttur vegna innleggs á slíkan reikning er 20% af innleggi: (Verður á árinu 1994 15%) Hámark 108.340 kr., en lágmark 10.834 kr. á einstakling. Eignarskattur. Af fyrstu 3.572.684 kr. greiðist eng- inn skattur. Af næstu 6.428.594 kr. greiðast 1,2%. Af því sem umfram er 10.001.278 kr. greiðist 1,2- 1,95%. Það fer eftir tekjum. (Tekjubilið er 1.016.700 - 2.033.400 kr.). Sérstakur eignarskattur 0,25% er af eign yfir 5.162.803 kr., ef framteljandi er innan við 67 ára að aldri. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra 3.915 kr. Tekju- mark 698.724 kr. (til 70 ára). Vaxtabætur reiknast þannig: Frá 90% af vaxtagjöld- um er dregið 6% af tekjum og 6% af nettó eign umfram lágmark. Fæðisfrádráttur er 388 kr. á dag. Barnabætur fyrir árið 1994. Með fyrsta barni 9.032 kr. Með öðru barni og fleiri börnum eru barnabæt- ur 28.024 kr. á barn. Ábót er 29.400 kr., ef barn er yngra en 7 ára. Með fyrsta barni einstæðra foreldra eru barnabætur 67.836 kr. en með öðru barni og fleirum 72.128 kr. á barn. Ábót er 29.400 kr. ef barn er yngra en 7 ára. Staðgreiðsla 1994. Skatthlutfall 41,79% (f. janúar). Persónuafsláttur kr. 23.915 á mán. (Skattleysismörk kr. 57.000 á mán. Á ári um 684.000). Hátekjuskattur er 5% af skattstofni umfram 2.440.080 kr. hjá einhleypingi en 4.880.160 kr. hjá hjónum. Viðmiðunarreglur um reiknuð laun 1993. 1. Bóndi 634.248 kr. eða 53.604 kr. á mánuði. 2. Hjón 1.286.496 kr. 3. Barn yngri en 16 ára, 177.344 kr. Sjá viðmiðun- arreglur í leiðbeiningum ríkisskattstjóra. Vaxtabœtur Rétt til vaxtabóta eiga þeir, er bera vaxtagjöld af lánum sem tekin hafa verið vegna kaupa (jarða- kaupa) eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Vaxtabætur ákvarðast þannig að frá vaxtagjöld- um í reit 87 dragast vaxtatekjur í reit 14 og 6% af tekjuskattstofni samkv. tölulið 7.9. Ef um er að ræða hjón eða sambýlisfólk, sem á rétt til samskött- unar, reiknast 6% af samanlögðum tekjuskattsstofni þeirra beggja. Hámark vaxtabóta eru kr. 125.054 hjá einstaklingi, kr. 163.689 hjá einstæðu foreldri og 203.340 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Hjá ein- staklingi og einstæðu foreldri skerðast þannig ákvarðaðar vaxtarbætur hlutfallslega, fari eignir samkv. reit 16 að frádregnum eignum í reit 04 og skuldum skv. reit 86 fram úr 3.105.002 kr., uns þær falla niður við 4.968.003 kr. Vaxtabætur hjóna og sambýlisfólks skerðast á sama hátt, fari samanlagð- ar eignir þeirra að frádregnum skuldum fram úr 5.146.535 kr. uns þær falla niður við 8.234.456 kr. Vaxtabætur geta aldrei orðið hærri en 125.054 kr. fyrir hvern mann, 163.689 kr. fyrir einstætt foreldri og 203.340 kr. fyrir hjón eða sambýlisfólk. 116 FREYR - 6 94

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.