Freyr

Årgang

Freyr - 15.02.1994, Side 28

Freyr - 15.02.1994, Side 28
er 952.164 kr. Þessar tölur eru framreiknaðar með verðbreytingarstuðli (1,0311) og færðar í dálk 3. Nú er hagnaður af búrekstrinum árið 1993 að upphæð 202.945 kr. Sá hagnaður dregst frá eldra tapinu sjá mynd 3 og þá er eftir 778.831 kr. af eldra tapinu frá 1991 og fyrr. Tap ársins 1992 (169.132 kr.), færist óhreyft í þessu dæmi til næsta árs. Þannig er alltaf tekið af elsta tapinu. Af þessu má sjá að halda þarf utan um eldri töp þar til þau eru notuð. Töp eldri ára færast eins og tap ársins 1991. Síðan þarf að halda utan um hvert ár þar til hagnaður hefur orðið af búrekstrinum og hann notaður á móti þessum töpum. Alltaf er notað elsta tapið á móti hagnaði eins og í þessu dæmi. Tap ársins 1991 og fyrr er þannig nýtanlegt í 5 ár í fyrsta skipti 1992. Ef það verður ekki notað í síðasta lagi 1996 fellur það niður. Tap sem myndast 1992 og ekki hefur verið nýtt 1997 fellur niður. Samanburðarskýrsla virðisaukaskatts B. Árssundurliðun (sjá mynd). Hér er óskað eftir samanburði á þegar innsendum virðisaukaskattskýrslum við bókhald eða afurða- miða. Komi fram mismunur, skal fylla út leiðrétting- arskýrslu RSK 10.26. Hjálagt sýnishorn er frá bónda í hefðbundnum búskap. Hann er með nokkur loðdýr, sem eru undan- þegin virðisaukaskatti og færir þess vegna í dálkinn „Undanþegin velta". Nú er það svo að landbúnaðarframtal er ekki sett þannig upp að tekjur samsvari virðisaukaskattskyldri veltu. Nefna má vaxtatekjur, endurgreiðslu á kjarn- fóðurgjaldi, bústofnsaukningu o.fl. Nú gæti sú staða komið upp að við gerð landbúnað- arskýrslu uppgötvist villa í færslubókinni yfir virðis- aukaskattinn og þar með virðisaukaskattskýrslu. Þá þarf að gera grein fyrir þessum mistökum. Það er gert á leiðréttingarskýrslu virðisaukaskatts (RSK 10.26). Ef VSK hefur verið vanreiknaður, skal senda greiðslu og skýrsluna til sýslumanns. Inneignarskýrslu skal senda beint til skattstjóra. C. Sundurliðun skattskyldrar veltu eftir skattahlut- falli, tegund sölu og atvinnugrein. Afurðir til heimilis nema 131.240 kr. samkvæmt skattmati. Innlagðar afurðir eru 6.158.127 kr. Þessi sundurliðun gefur til kynna hvort veltan sé vegna sölu afurða eða eigna. D. Sundurliðun annarrar veltu. Undanþegin velta. í þessari línu færist útflutningur af t.d. loðdýrum, hrossum og fiski, þ.e.a.s. búrekstri sem fær endur- greiddan innskatt af aðföngum. Allur innskattur af 124 FREYR - 6*94 loðdýrafóðri er endurgreiddur svo að dæmi sé tekið. Allur innskattur af fjárfestingum í fiskeldi er nú endurgreiddur samkvæmt VSK skýrslu. Undanþegin starfsemi. í þessa línu færast allar tekjur af búrekstri eða öðrum umsvifum sem fellur utan við VSK kerfið. Innskattur af aðföngum er ekki endurgreiddur eða færður til frádráttar útskatti. Nefna má veiðileigu og skólaakstur. E. Sundurliðun innskatts. Með þessari skýrslu er verið að aðgreina innskatt vegna fjárfestinga og aðfanga af árlegum rekstrar- kostnaði. Innskattur vegna kaupa á vélum færist undir liðinn kaup á fastafjármunum. I þessu dæmi eru vélakaup fyrir 280.000 kr. Innskattur nam 68.600 kr. Allur annar innskattur er vegna búrekstrar. Bygg- ingaframkvæmdir voru engar á þessu ári, en innskatt- ur vegna viðhalds útihúsa nam 71.081 kr. Þannig er innskatturinn sundurliðaður í þrjá hluta. í þessu dæmi er ekkert fært undir liðinn: Kaup á vöru og þjónustu til endursölu. Bændur eru mjög sjaldan í umboðssölu heldur eru þeir fyrst og fremst framleið- endur. Samanlagður innskattur er í þessu dæmi 705.162 kr. og á að vera sama upphæð og kemur í B lið, sjá mynd. Sjá ennfremur leiðbeiningar aftan á þessu eyðublaði. (RSK 10.25). Loðdýrabœndur Nokkur minnisatriði v/framtals fyrir árið 1993 Eftirgjöf eða niðurfelling skulda færist til tekna á landbúnaðarframtal. Á hjálögðu sýnishorni eru tekj- ur rúmar 7,4 milljónir sem skýrast af því að mikið hefur verið fellt niður af skuldum. Hagnaður af búinu eru 2.675.418 kr., eftir að hjónin hafa reiknað sér laun að upphæð 1.400.000 kr. Yfirfæranlegt tap f.f. ári er 2.332.484 kr. og þar með eru 342.934 kr. eftir af hagnaðinum. Tekjufærsla getur ekki myndað hagnað ef höfuðstóll er neikvæð- ur. Niðurstaðan úr þessu dæmi er að hjónin verða að telja sér til tekna 342.934 kr., þ.e.a.s. hagnaður eftir að yfirfæranlegt tap hefur verið nýtt að fullu. N ú mega þau auka fyrningar af loðdýrahúsunum og losa sig við skatta af þessum 342.934. kr. Þau mega ekki fyrna aðrar byggingar en þær sem tengjast loðdýrarækt. Þau mega auka fyrningu um 342.934 kr. Þessi regla gildir einungis þetta árið. Reglurnar eru sem sagt þessar: 1. Loðdýrabændur skulu færa til tekna eftirgefnar eða niðurfelldar skuldir. 2. Ef tekjur vegna niðurfellingar skulda mynda hagnað eftir að eldri töp hafa verið nýtt að fullu.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.