Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 6
_______________FRfl RITSTJÓRN
Sameining Búnaðarfélags íslands og
Stéttarsambands bœnda
Hugmyndir um uppstokkun á félagskerfi
íslenskra bænda, og þá einkum um sameiningu
Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands
bænda, hafa verið á döfinni um nokkurt skeið.
Skriður komast á málið á sl. ári eftir að
Stéttarsamband bænda skrifaði Búnaðarfélagi
Islands bréf þar sem farið var fram á viðræður
þessara samtaka um sameiningu þeirra.
Kveikjan að því bréfi voru viðbrögð sem Stétt-
arsambandinu bárust frá búnaðarsamböndum
og fleiri félögum bænda á fyrrihluta sl. árs
þegar óskað var eftir athugasemdum við drög
að nýjum samþykktum fyrir Stéttarsambandið
(en þær samþykktir tóku gildi á aðalfundi
sambandsins í lok ágúst 1993).
I þessum athugasemdum var víða kveðið
upp úr um það að ekki væri nóg að gera
Stéttarsambandinu nýjar samþykktir heldur
ætti að sameina það og Búnaðarfélag Islands.
Pað má þvf segja að óskir eða kröfur um
sameiningu Stéttarsambands bænda og Bún-
aðarfélags íslands hafi komið heiman úr hér-
uðum en ekki sem boðskapur að ofan, frá
yfirstjórn þessara samtaka.
Hvoru tveggja samtökin brugðust hins vegar
jákvætt við þessum hugmyndum, skipuðu
nefnd til að ræða sameininguna og hafa fylgt
málinu eftir eins og tök hafa verið á. í samræmi
við það voru gerð drög að samþykktum fyrir
ný samtök íslenskra bænda og lögð fyrir Bún-
aðarþing 1994 sem sat að störfum 28. febrúar
til 9. mars sl. Búnaðarþing ályktaði það um
málið að fela stjórn BI að vinna áfram að
framgangi þess á vegum sameiningarnefndar-
innar og samþykkti nokkur framkvæmdaatriði
til að vinna málinu brautargengi, sjá Frey nr. 6/
1994, bls. 212. Þar má nefna að efnt verði til
skoðanakönnunar um málið meðal bænda,
könnun fari fram á fjárhagslegum ávinningi
sameiningar, leitað verði aðfylgis stjórnvalda
um nauðsynlega endurskoðun laga í tengslum
við sameininguna og að málið verði rækilega
kynnt starfsfólki beggja samtakanna.
í framhaldi af afgreiðslu Búnaðarþings á
málinu efndi sameiningarnefndin til funda
víða um land til að kynna það fyrir bændum.
Fundarsókn á þá fundi var breytileg, sums
staðar lítil, annars staðar sæmileg en hvergi
mikil. Af því má draga ýmsar ályktanir, en hér
skal staðnæmst við þá skýringu að bændur telji
næsta víst að væntanleg skoðanakönnun skili
jákvæðri niðurstöðu um sameiningu. Þó voru
meira áberandi, en áður hafði komið frain á
kynningarfundunum, þær raddir að ekki bæri
að sameina BI og St.b. þar sem ókostir því
fylgjandi væru meiri en kostirnir. Þetta sjónar-
mið hefur Birkir Friðbertsson í Birkihlíð rakið
hér í blaðinu, sjá 6. tbl. 1994, bls. 226. Af
atriðum sem hann telur mæla gegn sameiningu
má nefna að málstaður afskekktra byggðar-'
laga verði fyrir borð borinn þar sem þau muni
ekki eignast menn í stjórn nýrra samtaka, ekki
hafi verið sýnt fram á marktækan sparnað við
sameininguna, hlutur ráðinna starfsmanna í
ákvarðanatöku muni vaxa á kostnað hluts
kjörinna fulltrúa og ekkert liggi fyrir um hlut-
verk búgreinafélaga með nýrri skipan mála. Er
þá sitthvað ótalið.
Fað er tilgangur og eðli allra bandalaga að
þeir sem innan þeirra standa skuli njóta þar
góðs af en jafnframt snúa bökum saman gagn-
vart þeim sem utan við þau standa. Af því
leiðir að skyldir og samstæðir hópar eiga auð-
velt með að nýta kosti sameiningar, en óskyld-
ir aðilar með ólík sjónarmið og hagsmuni
rekast illa í sameinuðum hópi. Af þeirri
ástæðu eru deildar meiningar um það hvort
íslendingar eigi heima í Evrópska Samfélaginu
(áður Evrópubandalaginu) og hvort þeir hafa
gert rétt í því að gerast aðilar að Evrópska
Efnahagssvæðinu (EES). A hinn bóginn telja
flestir hér á landi að vel hafi tekist um samstarf
278 FREYR - 8'94