Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 32

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 32
Milljarðavelta í hrossarœkt Anders Hansen á Árbakka Hrossarœkf og hestamennska og hvers kyns atvinnustarfsemi tengd íslenska hestinum er að verða stóratvinnuvegur hér á landi, sem veltir þegar milljörðum króna á ári. Sívaxandi fjöldi fólks stundar hestamennsku í frítíma sínum, vaxandi fjöldi bœnda leggur stund á hrossarœkt, starfsemi hestaleiga eykst ár frá ári, hrossaútflutningur er meiri en nokkru sinni og þannig mœtti áfram telja. Hestamennska er að verða ein vin- sælasta íþrótt íslendinga og hrossa- rækt er orðin alvöruatvinnugrein, sem ekki verður litið fram hjá þegar rætt er um atvinnu- og efnahagsmál íslendinga. Þrátt fyrir þetta virðist ótrúlega oft sem ráðamenn þjóðar- innar, forsvarsmenn banka og sjóða, yfirvöld ferðamála, blaðamenn og jafnvel sumir forystumenn bænda, hafi enn ekki áttað sig á mikilvægi þessarar búgreinar og þessarar frí- stundaiðkunar. Vissulega er það orðið algengara en áður var að ntenn stígi á stokk og vegsami íslenska hestinn og mikil- vægi hans. Slík orð eru vissulega af hinu góða, en oft virðist þó sem slíkt sé fremur sagt til hátíðabrigða en að ráða megi af verkum sömu manna að hugur hafi fylgt máli eða að raun- 'verulegur skilingur sé á þjóðhags- legu mikilvægi hestisns. Mörg dæmi mætti nefna þar um. Hrossarœkt og hestamennska afskipt um opinbera fyrirgreiðslu. Bændur, sem vilja byggja hesthús eða aðrar byggingar yfir hross sín sitja ekki við sama borð og sauðfjár- bændur eða mjólkurframleiðendur. Hrossabændur þurfa til dæmis að greiða mun hærri vexti af lánum sínum hjá Stofnlánadeild landbún- aðarins en aðrir. Sveitarfélög leggja ekki fjármagn til uppbyggingar reið- valla og reiðhalla á sama hátt og til dæmis til mannvirkja sem notuð eru af knattspyrnumönnum eða hand- boltafólki. Stjórnvöld hafa aldrei lagt hrossaræktinni lið með myndar- legu átaki eins og gert var i loðdýra- búskap og fiskeldi. Stjórnmála- 304 FREYR - 8'94 mönnum dettur ekki í hug að styðja við bakið á landsmóti hestamanna á sama hátt og heimsmeistarakeppni í handknattleik, þótt landsmótið laði til sín fleiri erlenda ferðamenn og skili meiri gjaldeyristekjum. Þannig mætti telja áfram nærri endalaust, og til dærnis minna á að stjórnvöld leggja í raun oft stein í götu hrossaút- flutnings með reglugerðafargani, sköttum og gjöldum, í stað þess að styrkja starfsemina. Hestamenn og hrossaræktendur hafa þó enga ástæðu til að láta atriði sem þessi hafa of mikil áhrif á sig. í hópi þess fólks er það hugarfar al- mennara að líta beri fram á veginn frentur en um öxl. Það kann hins vegar að vera rétt að hafa þessi atriði í huga þegar metinn eru góð orð framámanna um hesta og hesta- mennsku á tyllidögum. Ástæðulaust virðist að minnsta kosti að fagna um of fyrr en efndir og raunveruleg hug- arfarsbreyting liggur á borðinu. Það má einnig minna á að ekki er ýkja langt síðan talað var í sölum Alþing- is um skeifnaskatt og hóffjaðragjald, öfgamenn í landgræðslu sjá óvini í íslenska hestinum og í einum stjórn- málaflokkanna hefur oftar en einu sinni verið rætt um sérstakan hesta- skatt sem legðist á öll hross lands- manna. Hestamenn ættu því að halda vöku sinni og hollt er að hafa í huga að í hinu fjölmiðlavædda nútíma- þjóðfélagi skiptir verulegu máli að hinir fjölmörgu hópar þjóðarinnar láti í sér heyra og veki athygli á Á Laufskálarétt í Hjaltadal 1993. Freysmyndir.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.