Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 34

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 34
verslunarmenn, kennara, flutninga- bflstjóra, skeifnasmiði, útgefendur bóka og blaða, iðnaðarmenn í mörg- um greinum, dýralækna og marga, marga aðra. Hestamenn og hrossabœndur taki frumkvœðið. Þegar á heildina er litið má full- yrða að umsvif hrossaræktar og hestamennsku hér á landi sé mun meiri en almennt hefur verið álitið og mun meiri en til dæmis frétta- flutningur fjölmiðla úr atvinnulífinu gefur tilefni til að ætla. Flest bendir einnig til að stjórnmálamenn, for- ystumenn bænda, bankamenn og stjórnendur opinberra sjóða og stofnana og jafnvel hestamenn sjálfir hafi enn ekki gert sér grein fyrir mikilvægi hestsins. Þessu verð- ur að breyta en það gerist ekki nema fyrir frumkvæði hrossabænda og hestamanna sjálfra. Þegar haft er í huga að veltan í hrossarækt og hesta- mennsku er um 2,5 milljarðar króna á ári, er full ástæða til að þessi fjölbreytta starfsgrein og þetta heill- andi áhugamál tugþúsunda Islend- inga verði metið að verðleikum. Hestamenn og hrossabændur þurfa hér sjálfir að taka frumkvæði. Þar þurfa að fara saman skynsamleg rök og sanngrini og fastur málflutn- ingur. Tökum dæmi af málum sem hestamenn þurfa að koma á fram- færi: Ef það er almennt álit að ríki og sveitarfélög eigi að styðja íþrótta- hreyfinguna og leggja fjármuni til mannvirkjagerðar í hennar þágu, þá hlýtur að vera sanngjarnt að einnig séu byggðar reiðhallir og keppnis- vellir fyrir hestamenn. Hestamenn og hrossabændur vilja ekki frekar en aðrir skemma land eða stuðla að uppblæstri. í þessum efnum vilja þessir aðilar hafa gott samstarf við Landgræðslu ríkisins og aðra sem láta sig þau mál varða. Það breytir hins vega ekki þeirri staðreynd, að hross á íslandi eru ekki of mörg, ef beitinni er rétt hagað. Öðru nær, ísland getur borið mun fleiri hross og hrossum þarf að fjölga, eigi að vera hægt að auka þessa atvinnu- grein og efla útflutning, til dæmis til Norður-Ameríku. Ef stjórnvöld telja eðlilegt að niðurgreiða vexti af lánum til bygginga fjósa og fjárhúsa, þá eiga hrossabændur að krefjast sama réttar vegna hesthúsa. Telji stjórnvöld eðlilegt að velta fjármun- um í nýbúgreinar á borð við loðdýra- búskap og fiskeldi, eiga hrossa- bændur þá ekki sama rétt? Vilji stjórnvöld verja tugum eða hundr- uðum milljóna króna til styrktar Heimsmeistaramóti í handknatt- leik, er þá ekki rétt að fara fram á hið sama svo að halda megi enn glæsilegri Landsmót en áður? Þannig mætti áfrant telja. Hesta- menn og hrossabændur og öll sam- tök þeirra og félög þurfa að leggjast á eitt við að hefja hestamenskuna á enn hærri stall en nú er. Það er hægt. Höfiíndur er bóndi á Arbakka á Landi. Kartöfluafbrigði, leiðrétting í greininni „Kartöfluafbrigði“, eftir Magnús Óskarsson, kennara á Hvanneyri, í 6. tbl. ’94, bls. 197-199, hefur texti brenglast, þar sem lýst er kartöfluafbrigðum Rauðar íslenskar og Gullauga. Hér fer því á eftir textinn eins og hann á að vera frá millifyrirsögninni Umsögn uni kartöfluafbrigði á bls. 197 aftur að lýsingu á afbrigðinu Helgu á bls. 198: Umsögn um kartöfluafbrigði. Rauðar íslenskar hafa ef til vill verið ræktaðar á íslandi frá því á 18. öld. í góðum árurn er uppskeru- magnið viðunandi, en ætíð er ntikið af smælki. í lélegum árum hefur uppskeran reynst lítil. Kartöflurnar eru bragðgóðar og þurrefnismagn í þeim er venjulega yfir 20%. Kart- öflugrasið er hávaxið og tekur tölu- vert á sig í veðrunt. Það er erfitt að taka kartöflurnar upp, vegna þess hve stöngulrenglurnar eru langar og kartöflurnar liggja því langt frá móð- urinni. Eftir athugunum að dæma kemur fjölda stöngla frá hverri móð- urkartöflu. Það veldur því að kart- 306 FREYR - 8*96 öflur undir hverju grasi verða marg- ar og smáar. Arið 1987 var uppskera mikil, en þá bar töluvert á annars stigs vexti hjá Rauðum íslenskum. Þetta lýsti sér þannig að á enda stöngulrenglu óx kartafla á venjulegan hátt, en frá þeirri kartöflu kom ný stöngulrengla og önnur kartafla eða nýr stöngull með blöðurn ofanjarðar. Þetta varð til þess að smælki varð mikið, ef miðað er við önnur afbrigði sama ár. Annars stigs vöxturinn var mestur þar sem mest var borið á. í góðum árum blómguðust kartöflujurtirnar. Gullauga er gamalt norskt eða sænskt afbrigði af óþekktum upp- runa. í Norður-Noregi er það talið hálfseinvaxið afbrigði (Volden, B. 1990). Jón Guðmundsson og Sigur- geir Ólafsson sögðu 1978: „Arið 1930 fékk Klemenz Kr. Kristjáns- son, tilraunastjóri, kartöfluafbrigð- ið Gullauga sent frá Holti við Tromsö í Noregi. Gullauga hlaut fljótlega vinsældir og hefur hún æ síðan verið talin einhver besta mat- arkartaflan." Oftast hefur Gullauga gefið meiri uppskeru en Rauðar íslenskar og mun minna hefur verið af smælki. Líklega eru yfirburðir Gullauga nteiri í lélegum árum. Það koma allmargir stönglar frá hverri móður- kartöflu. í bragðprófunum, sem gerðar voru á Hvanneyri, voru Rauðar íslenskar settar skör hærra sem matarkartöflur en Gullauga, þó að ekki væri mikill munur á þurr- efnismagni. MOLfiR Danskar kýr mjólka mest Frá því segir í Mjólkurfréttum að danskar kýr mjólki mest allra kúa í Evrópu. A árinu 1992 mjólkuðu þær að meðaltali 6410 lítra. Danir og Hollendingar eru í sérflokki hvað mjólkurmagn á hverja kú varðar. í þriðja sæti eru Frakkar og Bretar, en mjólkurmagnið á hverja kú hjá þeim er að meðaltali 5390 lítrar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.