Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 23

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 23
Frá vinstri: Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínarœktarfélags Islands, Konráð Konráðsson, dýralœknir ísvínasjúkdómum, Kristinn Arnason, bústjóri, Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra og Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsam- bands bœnda. stundu að fullyrða nokkuð um eigin- leika hans. Bygging stöðvarinnar Byggingu stöðvarinnar er lokið, en hún hófst 23. júní 1993. Eigandi er Svínaræktarfélag íslands sem mun einnig annast um og bera ábyrgð á rekstrinum. Bústjóri er Kristinn Árnason í Hrísey. Byggingin er 344 m; og 1,238 m\ Húsið er hannað af Byggingaþjón- ustu Búnaðarfélags íslands og bygg- inganefnd skipuðu Brynjólfur Sand- holt, yfirdýralæknir, Árni Möller og Kristinn Sveinsson, sem hefur haft umsjón og eftirlit með byggingunni. Stöðvarhúsið er stálgrindarhús, með límtréslangböndum og klætt yleiningum. Það er á steyptum grunni og steypt haugþró er til hliðar við það. Byggingameistari var Björgvin Pálsson í Hrísey, rafverk- taki Hjörtur Gíslason í Hrísey en pípulagnir annaðist Árni Jónsson á Akureyri. Innréttingar og loftræsting er frá DSI í Danmörku, en umboðsaðili er Mosraf í Mosfellsbæ. Stálgrind smíðaði Vélsmiðja Steindórs á Ak- ureyri, langbönd voru framleidd af Límtré á Flúðum en vegg- og þakeiningar af Yleiningu í Biskups- tungum. Fjármögnun Brunabótamat hússins er 28,5 milljón krónur. Byggingskostnaður var nokkru lægri en kostnaðaráætl- un. Verkefnið er fjármagnað að hálfu leyti með framlagi úr ríkis- sjóði. Hinn helming fjármagnsins lagði Framleiðnisjóður landbúnað- arins til. Lögum samkvæmt ber rík- inu að annast um og standa straum af kostnaði við innflutning búfjár þegar hann er leyfður. Eignarhald og framkvæmdir við byggingu og rekstur er á ábyrgð Svínaræktarfé- lags íslands, sem er hagsmunafélag allra svínabænda í landinu, en þeir eru um 120 talsins. Svínarœktarfélag íslands Stjórn Svínaræktarfélags íslands skipa Kristinn Gylfi Jónsson, for- maður, Auðbjörn Kristinsson og Elín Lára Sigurðarsdóttir. Fram- kvæmdastjóri félagsins er V alur Þor- valdsson. Félagið er með skrifstofu að Þverholti 3, Mosfellsbæ og síma 666217. (Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins.) Bovine somatotropin. Frh. afbls. 293. lagsins um dýralyf (C. V.M.P.) hefur verið fjallað um skráningu á nauta- somatotropini allt frá því árið 1987 en er ekki lokið enn. Frá því hefur verið greint að upp- lýsingar af ýmsu tagi varðandi lyfið sjálft og áhrif af noktun þess í til- raunaskyni á rúmlega 15.000 kúm. fylli nú nær 40.000 blaðsíður. Sýnir það best hve nákvæmlega er að verki staðið. Nýlega (þann 16. des. 1993) hefur bann við noktun BST í löndum Efnahagsbandalagsins verið fram- lengt. í Bandaríkjunum hefur einnig verið fjallað um skráningu þessa lyfs í mörg ár og nú alveg nýlega hefur sérstök gerð rBST, sem nefnt hefur verið Posilac, verið skráð frá einu af fjórum lyfjafyrirætkjum sem sóttu um skráningu á lyfinu. Þessi óvenjulega langa og um- fangsmikla umfjöllun er talin stafa af því að hér er um að ræða lyf sem framleitt er með erfðatæknilegum aðferðum sem enn er nýtt og óvenju- legt. í öðru lagi er hér um að ræða lyf, sem ætlað er heilbrigðum gripum í þeim eina tilgangi að auka fram- leiðslu á mjólk, vöru sem í mörgum löndum er svo mikið af, að gera hefur þurft víðtækar og róttækar ráðstafanir til að draga úr fram- leiðslu hennar. Ekki er ólíklegt að skráning á nautasomatotropini sem nýlega fór fram í Bandaríkjunum muni ýta á að lyfið fáist skráð í öðrum löndum, enda þótt flestir, sem vel þekkja til, telji að notkun þess verði ekki sú gullnáma sem sumir vona, þegar öll atriði eru metin. Eins og áður var drepið á, eru margir sem telja notkun soma- totropins fyrir mjólkurkýr umdeil- anlega frá siðfræðilegu sjónarmiði og kann það að valda nokkru um tregðu yfirvalda að heimila notkun þess. Helstu heimildir: Apostolau A.: JAVMA, 192, 1988, 1698- 1700. Anon.: Norsk Vet. Tidskr. 1991. 103,7 Gerskon D.: Nature, 307, 1994, 210 Kronfeld D.S.: JAVMA, 192, 12, 1988, 1693-1696 Larsen T.H.: Dansk Vet. Tidskr. 1989, 72, 1259-1263 Sejrsen K. SDM - Bladet, 3, 1991, 41-44 Willeberg P.: Livestock Prod. Science, 36, 1, 1993, 55-56. S'94 - FREYR 295

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.