Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 30
Mynd 1. Fjöldi áa í USA árin 1975-1992.
til þarf, en slíkt verða bændur sjálfir
að gera á opinberu landi og fá í engu
bætt, þótt þeir hætti að nytja það.
3. Að bændur séu í mörgum og
reyndar flestum tilfellum ódýrir um-
sjónarmenn landsins. Það myndi
kosta ríkissjóð landsins háar fjár-
hæðir að hafa umsjón með landinu
ef bændur nýttu það ekki.
Afnám niðurgreiðslna á ull. Eins
ogsagt varfráí5. tbl. FREYSnúíár
lagði alríkisstjórnin til á sl. hausti að
hætt yrði að veita styrk til ullarfram-
leiðslu í Bandaríkjunum. Bent var á
að það yrði einnig til að veikja stöðu
„Vesturríkjanna". Sjá annars áður-
nefnda grein í FREY.
Umhverfisvernd. Fláværar raddir
eru uppi í Bandaríkjunum um aukna
áherslu á umhverfisvernd. Urn þá
stefnu eru allir sammála. Sumum
bændum finnst hins vegar að um-
hverfisverndin sé að fara út í öfgar,
þegar ekki má reka niðar girðingar-
staur nema mekð leyfi frá BLM
(Bureau of Land Management). En
einmitt um þetta fengum við átakan-
legt dæmi á ferðalaginu um Nevada.
Þar eru í gildi lög sem banna að grafa
holu, nema að undangenginni forn-
leifarannsókn. Annað atriði sem
virtist leggjast illa í bændur eru svo-
kölluð lög urn dýr í útrýmingar-
hœttu. Það er að verulegu leyti í
höndum „þeirra í Washington" eins
og þeir sögðu, að skilgreina hvaða
dýr séu í útrýmingarhættu. Einn
mesti skaðvaldur sauðfjárræktarinn-
ar í Bandaríkjunum er sléttuúlfurinn
(coyote). Hann leynist innan um
runna og tré, stekkur á dýrið, bítur
það í hálsinn og kyrkir það. Etur
síðan fórnarlambið með húð og hári.
Fjárhirðirinn veit ekki fyrr en talið
er að eina kindina (lambið) vantar. I
USA er talið að um 500 þúsund ær
farist árlega af völdum sjúkdóma og
rándýra. Miðað við tæpar 7 milljónir
áa eru þetta um 7% á móti 2% hjá
okkur á íslandi! Þetta kemur síðan
fram í hærri viðhaldsþörf, þ.e. meiri
ásetning þarf til að lda stofninum.
Hér er talað um að setja þurfi á um
17-19% til að viðhalda stofninum,
meðan heima þarf tæp 14%. Hér
munar mestu um vanhöld af völdum
rándýra, þótt íslenskar ær séu senni-
lega einnig endingarbetri.
Vatn er auðæfi. í Vestur- og fjalla-
ríkjunum er vatn verðmeira en
nokkurn á íslandi gæti órað fyrir.
Þetta skýrist m.a. af því að úrkoma
er víða allt niður í 10-20 mm á ári!
Stór svæði eru því eyðimerkur óhæf-
ar til beitar. Bæði skepnur á beit og
menn þurfa hins vegar vatn. Barátt-
an um vatnið (og þar með brauðið)
er því í algleymingi. Mér virtust
bændur hafa ótrúlega miklar áhyggj-
ur af þessu atriði. Við ókum reyndar
gegnum dal þar sem þessi barátta
var að verða að raunveruleika. Þar
var búið að ákveða að innan ákveð-
ins árafjölda yrði vatn til ráðstöfunar
fyrir landbúnaðinn í dalnum minnk-
að. Gaman hefði verið að vera jafn
snjall og Einar heitinn Benedikts-
son, hugsaði ég þá. Notkun á vatni
er hér háð leyfi, ef um er að ræða
vatn sem ekki er í einkaeign. Yfir-
leitt rnega einstaklingar ekki bora
eftir vatni, ekki einu sinni á eigin
landi.
Markaðssetning dilkakjöts. Mikil
umræða var um markaðssetningu
dilkakjöts (Hljómar ekki ókunnug-
Tafla 1. Fjárfjöldi og vanhöld í USA árin 1980 til 1992, þúsund.
Ár Ær í upp- hafi árs Lömb „fram- Ieidd" Vanhöld, ær og lömb Fjárfj., samt. næstu áramót
1980 .... 8200 8300 1920 12950
1981 .... 8400 8800 1853 13000
1982 .... 8500 8600 1875 12140
1983 .... 8200 8300 1608 11560
1984 .... 7900 7800 1724 10720
1985 .... 7500 7500 1385 10140
1986 .... 6900 6400 1269 10570
1987 .... 6900 7300 1195 10950
1988 .... 7200 7200 1209 10860
1989 .... 7100 7700 1245 11360
1990 .... 7500 7700 1329 11200
1991 .... 7400 7600 1170 10750
1992 .... 7100 7300 1070 10200
302 FREYR - 8'94