Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 33

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 33
Þúsundir íslendinga eiga afkomu slna undir starfsemi sem tengist íslenska hestinum. áhugamálum sínum, kröfum, kjör- um og réttindum. Þetta þurfa hrossabændur og hestamenn aö hafa í huga. Það er til dæmis athyglisvert að sjá hvernig forysta Handknatt- leikssambands íslands hefur haldið á málum sínum í gegnum tíðina. Það er stöðugt verið að hamra á gildi íþróttarinnar og þeirri landkynningu sem hún skili. Stjórnmálamönnum er nánast stillt upp við vegg sem óvinum íþróttarinnar ef ekki er farið að kröfum þeim sem settar eru fram á hverjum tíma. Þetta stafar vita- skuld af stærð og áhrifamætti hand- knattleikshreyfingarinnar. Líklegt er að forystumenn hestamanna gætu þar lært ýmislegt gagnlegt og væri raunar betur að þeir hefðu tekið við sér fyrir löngu. Hið sama má segja um hrossabændur. í mörg misseri og ár stóð allt þjóðfélagið á öndinni vegna samninga Islendinga um EES. Daglega mátti sjá fulltrúa hvers kyns hagsmunahópa á síðum dagblaða og þeir fluttu mál sitt í fréttatímum útvarps- og sjónvarps- stöðva. Lítið sem ekkert sást hins vegar eða heyrðist til forystumanna hrossabænda og afleiðingar urðu þær að hagsmunir hrossaræktenda og útflytjenda gleymdust í öllu at- inu. Hér þarf að verða breyting á, hestamenn og hrossaræktendur þurfa að vakna til nútímalegri vinnu- bragða og gera kröfur um að fá sinn skerf af þeim framlögum og af þeirri athygli sem stjórnvöld hjá ríki og bæjarfélögum veita öðrum íþrótta- greinum og öðrum atvinnuvegum. í fyrstu atrennu er til dæmis mikilvægt að gera grein fyrir umsvifum hests- ins í íslensku þjóðlífi og því hversu mikilvægur hann er efnahagslega. Gjaldeyristekjur af hrossarœkt og hestamennsku. Það má meðal annars minna á, að árlega eru flutt úr um 2500 hross frá íslandi. Miðað við að meðal sölu- verð þeirra sé um 200 þúsund krónur skilar þessi útflutningur um 500 milljónum króna í gjaldeyristekjur. Þá er að nefna ferðaþjónustuna. Talið er að rösklega 5 þúsund er- lendir ferðamenn hið minnsta komi hingað til lands árlega vegna beinna kynna af íslenska hestinum. Hver erlendur ferðamaður eyðir hér um 100 þúsund krónum að meðaltali. Þessi þáttur hestamennskunnar skil- ar því þjóðarbúinu um 500 milljón- um króna í gjaldeyristekjur. Það virðist því vel við hæfi að kalla hest- inn enn einn af þörfustu þjónum hinnar íslensku þjóðar, þar sem hann skilar henni að minnsta kosti einum milljarði króna í gjaldeyris- tekjur árlega. Þessu til viðbótar má svo auðvitað nefna margvísleg óbein áhrif sem hesturinn hefur í ferða- þjónustunni. I eftirtöldum löndum eru til dæmis gefin út tímarit, sem eingöngu fjalla um íslenska hestinn: Danmörk, Noregi, Svíþjóð, Þýska- landi, Kanada, Bandaríkjunum, Sviss, Austurríki, Hollandi og Frakklandi. Þá er mjög oft fjallað um fslenska hestinn í fjölmörgum alþjóðlegum tímaritum um hesta, ferðalög og útiveru. Engin leið er að ntæla þessi áhrif í ferðaþjónustu hér á landi. en ekki kæmi á óvart þótt það væri á við nokkra leiðtogafundi stórvelda og nokkrar Bermúdaskál- ar í bridge ef allt væri tekið saman. Það er staðreynd að vegna íslenska hestsins eru hundruð þúsund útlend- inga að hugsa um og ræða um ísland á hverjum einasta degi ársins. Margt af þessu fólki les allt sem það kemst yfir um Island, það kaupir lopapeys- ur og annan íslenskan varning, margir rækta íslenska hunda o.s.frv., o.s.frv. Þá er eftir að minnast á þau áhrif sem hestuirnn hefur í efnahagslífinu innanlands. Varla mun ofætlað að þar sé um að ræða tölur jafnháar gjaldeyristekjunum, þegar tillit er tekið til sölu á innanlandsmarkaði, rekstri hestaleiga fyrir íslenska við- skiptavini, heysölu, hestamót og margt fleira. Heildarveltan á þess- um vettvangi er varla mikið undir einum milljarði króna. Þá er eftir að telja til fjölmargt annað sem beint og óbeint tengist hrossarækt og hestamennsku. Tök- um nokkur dæmi: Flutninga á hross- um innanlands, starfrækslu reið- skóla, starfsemi bændaskóla, sem að mestu leyti snýst um hestamennsku. Framleiðslu á reiðtygjum, fatnaði og hestakerrum, skeifnasmíði, bygg- ingastarfsemi, minjagripafram- leiðsla. Útgáfa bóka og tímarita. Útflutningur og innanlandsneyslu á hrossakjöti. Og þannig mætti lengi telja. Þessir þættir velta líklega um 500 milljónum kr. árlega. Staðreynd er að þúsundir íslend- inga eiga afkomu sína undir starf- semi sem tengist íslenska hestinum. Hér er um að ræða bændur, tamn- ingamenn, eigendur hestaleiga, söðlasmiði, blaðamenn, ráðunauta, 8'94 - FREYR 305

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.