Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 37

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 37
Landbúnaður2000 Þekking - Tœkni - Framfarir Ráðstefna og sýning um hátœkni í landbúnaði Sauðárkrókur - Hólar 10.-12. júnf 1994 Dagana 10.-12. júní í sumar verður haldin ráðstefna og sýning „Landbúnaður 2000“, Þekking - Tækni - Fram- farir, á Sauðárkróki. Síðla sama dags verður opnuð tækni- og afurðasýning í sambandi við ráðstefnuna. Sýningin, ásamt opnu húsi að Hólum, stendur allan laugardaginn. A Hólum verður lögð áhersla á að kynna menntun á sviði landbúnaðar og skyldra greina. Á sunnudeginum er gert ráð fyrir yfirlitssýningu á hross- um. Þannig verður margt að gerast í Skagafirði þessa helgi. Grunnhugmynd ráðstefnunnar og sýningarinnar byggist á því að íslenskur landbúnaður þurfi að hefja sókn til þess að treysta sig í sessi á nýrri öld aukinna alþjóðaviðskipta og krafna um hagræðingu. Lykillinn að framförum felist í þekkingu og tækni. Ráðstefnan mark- ar tímamót í umfjölluninni um íslenskan landbúnað. Aðstandendur eru Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Háskóli íslands, Hólaskóli, Kaupfélag Skagfirðinga o.fl. Gert er ráð fyrir að fyrirlestrarnir séu á formi yfirlits og gefi góða almenna innsýn í nýjustu strauma á við- komandi sviði og horfi til framtíðar. Fyrirlesarar á ráðstefnunni koma víða að; m.a. frá atvinnugreininni, þjónustuaðilum og rannsóknaraðilum, þannig að erindi munu skírskota til breiðs hóps. Skráningargjald er kr. 1000. Unnt verður að fá gistingu í Hótel Aningu á Sauðárkróki. Vegna takmark- aðs húsrýmis er nauðsynlegt að skrá sig sem fyrst á ráðstefnuna á skrifstofu ráðstefnunnar í stjórnsýsluhús- inu á Sauðárkróki. Hægt er að skrá sig með símtali eða símbréfi. Síminn er 95-36440 og bréfsími er 95-36280. Ráðstefnan á Sauðárkróki föstudaginn 10. júní 1944 Kl. 8.00-9.00 Skráningþátttakenda. Kl. 9.00 Setning. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra. 1. fundur: Gróðurog land. Fundarstjóri Stefán Guðmundsson. Kl. 9.10 Beitingfjarkönnunarviðbeitarstjórnog gróðurvernd. Ólafur Arnalds, RÁLA. Kl. 9.40 Þekkingogbætturgróður-kynbætur nýtjaplantna. Áslaug Helgadóttir og Kes- era Jónsson, RALA. Kl. 10.10 Skógræktframtíðar. Árni Bragason, Rannsóknastöðinni Mógilsá og Jón Lofts- son og Þröstur Eysteinsson, Skógr. ríkis- ins, Egilsstöðum. Kl. 11.00 Ylræktframtíðarinnar. GrétarUnnsteins- son, Garðyrkjuskólaríkisins. KI. 11.30 Kl. 11.30 Kl. 12.00 Kl. 12.30 Kl. 13.00 Kl. 14.30 Kl. 14.30 Kl.15.00 Kl. 15.30 Kl. 16.00 Kl. 16.00 Kl. 16.30 Kl. 17.30 Kl. 19.00 2. fundur: Búrekstur. Fundarstjóri Pálmi Jónsson. Ný kynslóð búfjár. Emma Eyþórsdóttir, RALA Jón Viðar Jónmundsson, Búnaðarfélag íslands. Vistun og fóðrun búfjár. Torfi Jóhannes- son, Grétar Einarsson og Ólafur Guð- mundsson, RALA. Gæðaeftirlit á býlum. Ólafur Valsson, Yfirdýralæknisembættið. Tölvuvæðing búrekstrar. Ketill Hannes- sonog Jón Baldur Lorange, Búnaðarfé- lagi íslands. Gísli Sverrisson, RALA. 3. fundur: Fiskeldi. Fundarstjóri Jónas Jónsson. Bleikjan og framtíðin. Davíð Gíslason, Einar Svavarsson og Skúli Skúlason, Bændaskólanum Hólum. Emma Eyþórsdóttir, RALA. Umhverfi og tækni ífiskeldi-notkun jarðvarma. Guðmundur Örn Ingólfsson, Máki hf., Sauðárkróki. Tækni væðing í fiskeldi framtíðarinnar. Hermann Kristjánsson og Erlendur Jónsson, Vaki hf. Þorsteinn I. Sigfússon, Raunvísindastofnun Háskólans. 4. fundur: Önnur tækifæri í landbúnaði. Fundarstjóri Þórólfur Gíslason. íslenski hesturinn. Magnús Lárusson, Bændaskólanum Hólum. Ferðaþjónustan Tómas Ingi Olrich alþingismaður. Opnun sýningarinnar Landbúnaður 2000. Móttaka Héraðsnefndar. Ráðstefnustjórar: Þorsteinn I. Sigfússon, HÍ. ÓlafurGuðmundsson, RALA. Aukþeirraí ráðstefnustjórn: Þorsteinn Tómasson, R ALA, Davíð Gíslason, Hólum, Þorkell Guðbrandsson, KS. 8'94 - FREYR 309

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.