Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 31
Tafla 2. Fjárfjöldi í Ástralíu, USSR, Kína, Nýja Sjálandi
og alls í heiminum árin 1988/89-1992/93, milljón.
Nýja- Alls í
Ár Ástralía USSR Kína Sjáland heiminum
1988-89 . . 165 141 111 61 1173
1989-90 . . 175 139 114 58 1173
1990-91 . . 167 135 113 55 1165
1991-92 . . 151 120 111 53 1124
1992-93 . . 141 117 111 50 1108
lega). Sauðfé hefur fækkað mikið í
Bandaríkjunum síðustu áratugina,
sjá töflu 1. Ýmsir voru þeirrar skoð-
unar að þar væri m.a. um að kenna
lélegri markaðssetningu, en fleiri
töldu hins vegar að um væri að ræða
tvö atriði:
1. Offeitt kjöt. Því bæri að leggja
megináherslu á kynbætur fyrir
magrara kjöti kynbótastarfinu.
2. Bændur hefðu sjálfir gert of
lítið af því að hlusta á neytendur og
koma kjötinu á framfæri. Mikill hug-
ur var í bændum að rétta hlut sinn.
Lykilorð var Markaðssetning í sam-
ræmi við verðmæti (Value-Based
Marketing). Þetta mætti e.t.v. þýða
sem markaðs raunverð. Rætt var um
aðferðir til að mæla nýtanlegt
vöðvamagn í skrokknum í því sam-
bandi, og að verðið yrði ákveðið í
samræmi við það.
Ýmis önnur og skemmtileg mál-
efni voru til umræðu. Þar má sem
dæmi nefna:
Lausn hagsmunaárekstra við
notkun lands, þar sem sagt var frá
vinnuaðferðum, sem notaðar hafa
verið til að leysa mál, sem upp koma
vegna mismunandi sjónarmiða við
nýtingu lands; við tilraunir til að
breyta nýtingu lands o.s.frv.
Gagnsemi erfðakorts fyrir sauðfé,
þar sem m.a. var tekið dæmi um
gagnsemi þess að þekkja staðsetn-
ingu gena á litningum, t.d. genið
callypen sem veldur mikilli vöðva-
söfnun á mölum og lærunt. Mjög
skemmtilegt dæmi og e.t.v. gagn-
legt? Rætt var um hlutverk og starf-
semi einu tilraunastöðvarinnar í
sauðfjárrækt sem alríkisstjórnin rek-
ur. Dubois stöðina. Tilraunastöðvar
eru annars yfirleitt reknar í tenglsum
við kennslustofnanir, nær alltaf
háskóla á viðkomandi sviði.
Skýrsluhald í sauðfjárrækt. Sér-
stakur fundur var haldinn um
skýrsluhald í sauðfjárrækt. Þar kom
m.a. fram að ekkert almennt
skýrsluhald er í landinu. Voru bænd-
ur óhressir með hversu illa hefur
gengið að koma því á. Ýmsar ástæð-
ur voru tilfærðar, svo sem eins og
það að ekki hefði tekist að finna
nógu handhægt og vinnusparandi
form. Enginn vafi er á að mikilvæg
ástæða fyrir lélegu skýrsluhaldi er
hversu dreifðir sauðfjárbændur eru,
en þó ekki síður hitt að mjög mörg
sauðfjárkyn eru ræktuð í Bandaríkj-
unum. Ég hef ekki tölu á þeim en
þau skipta nokkrum tugum og hafa
öll mismunandi ræktunarsjónarmið.
Mikill áhugi var á að auka skýrslu-
hald og bæta það, einkum til að ná
árangri í kynbótum fyrir kjötgæð-
um.
Rannsóknir og menntun. Mjög
fróðlegt erindi var haldið um rann-
sóknir og menntun, þar sem m.a.
var sagt frá skipulagi þessara mála á
Nýja-Sjálandi. í máli manna kom
fram að leggja bæri meiri áherslu á
menntun og rannsóknir, en jafn-
framt, að hvort tveggja nýttist at-
vinnuveginum. Sérstakt námskeið
var eftir ráðstefnuna um hagfræði og
notkun hagnýtrar hagfræði í þágu
sauðfjárræktar. Þarvarm.a. rætt um
nokkurs konar búreikninga og hug-
tök í hagfræði.
Tískusýning á ullarfatnaði. Félag
bændakvenna stendur árlega fyrir
tískusýningu og keppni í hverju ríki.
Þeir sem þar sýna og keppa til úrslita
á Landsfundinum, er ungt fólk sem
sjálft hannar, saumar og sýnir sína
vöru (með aðstoð fagfólks). Ein-
göngu er sýndur fatnaður úr ull. Að
þessu sinni sýndu um 40 unglingar á
„ýmsum" aldri fatnað, sem var eink-
ar glæsilegur. Það sýnir þá miklu
möguleika sem ullin gefur.
Staða sauðfjárræktar í Banda-
ríkjunum. Eins og fram hefur komið
hefur sauðfé fækkað verulega á síð-
ustu árum og áratugum, sjá töflu 1.
Þetta hefur haft ýmsar hliðarverkan-
ir. Á sumum svæðum er orðið mjög
fátt fé, og annars staðar er fé horfið
úr högum. Reyndar tala sauðfjár-
bændur um það núna að á vissunt
svæðum sé hætta á að „infrastruc-
tur" sé orðinn ískyggilega veikur.
Hér er þörf á skýringu. Með
„infrastructur" er átt við þjóðfélags-
lega „stöðu“ sauðfjárbóndans. Ekki
í þjóðfélaginu í heild, heldur í við-
komandi sveit. Það er nefnilega ekki
auðvelt að vera eini sauðfjárbónd-
inn heilli sveit eða sýslu. Það er
ekkert sauðfjárumhverfi í þeirri
sveit eða sýslu. Það kemur enginn
nágranni að skoða féð hjá þér. Hann
er í órafjarlægð!
Við lestur á töflu 1 ber að hafa í
huga að í tölu fjár unt áramót er um
1-2 milljónir sláturfjár, misjafnt eftir
árum og markaðsaðstæðum. Þá skal
aftur vakin athygli á hinum miklu
vanhöldum, sem ég áætla að séu
helmingi meiri en heima. Súlurit
sýnir þróunina myndrænt, hvað
fjölda áa áhrærir. I töflu 2 er til
gamans sýndur fjárfjöldi í nokkrum
helstu fjárræktarlöndum heims og í
heiminum öllum síðustu 5 árin.
Logan, Utah,
3. febrúar 1994.
WlOlflR |
Tveir nýir bœklingar
Tveir nýir bæklingar hafa bæst við
í ritröðina Ráðleggingar og upp-
skriftir, sem Osta- og smjörsalan
gefur út. Þetta er rit númer 83 og 84,
en mjög margir safna þessum bæk-
lingum í sérstaka möppu, sem gefin
hefur verið út. I hverjum bæklingi
eru tíu uppskriftir, og fjölbreytni
þeirra er mikil, eins og nöfn ritanna
gefa til kynna: Tertur með osti og
smjöri og Fuglakjöt með osti og
smjöri. Dómhildur Sigfúsdóttir hús-
mæðarkennari hefur umsjón með
þessari vinsælu ritröð.
Mjólkurfréttir.
8'94 - FREYR 303