Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 12
Alftir í túni á Löngumýri í A.-Húnavatnssýslu. (Ljósm. G.Þ.).
2. tafla. Útbreiðsla einstakra tegunda.
Tegund Fjöldi túna % túna Tegttnd Fjöldi túna O/ /o túna
Vallarfoxgras .... ... 229 63.1 Maríustakkur . . . . ... 16 4,4
Vallarsveifgras . . . . . . 357 98.3 Hrafnaklukka . . . 4 1,1
Túnvingull ... 305 84.0 Elfting ... 12 3,3
Língresi ... 109 30.0 Hófsóley 1 0,3
Snarrót ... 261 71,9 Kornsúra 1 0,3
Hálidagras ... 134 36,9 Vallhœra 1 0,3
Varpasveifgras . . . ... 251 69,2 Lokasjódur 2 0,6
Knjálidagras . . . . ... 19 5,2 Tágamura 1 0,3
Beringspuntur . . . 7 1,9 Blóðarfi ... 13 3,6
Starir 8 2,2 Njóli 1 0,3
Brennisóley ... 95 26,2 Hálmgresi 2 0,6
Skriðsóley 2 0,6 Mödrur 2 0,6
Túnfífill ... 146 40,2 Melablóm 1 0,1
Skarifífill ... 22 6,1
Lækjarfræhvrna . . 2 0,6
Vallhumall ... 43 11,9 Kúmen 1 0,1
Túnsúra ... 76 20,9 Engjarós 1 0,1
Haugarfi ... 102 28,1 Mýrfjóla 1 0,1
Vegarfi ... 160 44,1 Skarfakál 3 0,8
Hvítsmári . . . 55 15,2
Tilurð gróðurs og aldur
Rúmlega 90% túnanna voru til-
komin með sáningu, en afgangurinn
var náttúrulegt graslendi sem hafði
verið breytt í tún með áburðargjöf
eða sjálfgræðslur. Af þeim túnum
sem sáð var til var búið að endur-
vinna rúmlega fimmtung einu sinni
eða oftar. Um 60% túnanna voru
eldri en 15 ára og 30% eldri en 30 ára
sem er heldur hærra hlutfall en í
hinum landshlutunum.
Áburður
Langflestir notuðu blandaðan
áburð á túnin og báru 4-13 poka á ha
(9-10 að meðaltali). Ekki var munur
milli svæða nema hvað bæirnir í N-
Ping. voru með um 2 pokum meira á
ha en bæirnir á hinum svæðunum.
Um 40% túnanna fengu áburð eftir
slátt.
Um 9% túnanna höfðu aldrei
fengið búfjáráburð, en 80% höfðu
fengið búfjáráburð oft eða árlega.
Algengast var að menn dreifðu bú-
fjáráburðinum síðsumars eða á
haustin.
Beit og sláttur
Um 8% túnanna eru alfriðuð fyrir
beit. Mun fleiri tún eru friðuð á
vorin en á haustin eða tæpur helm-
ingur. Einungis 7% þeirra eru friðuð
á haustin. A vorin er nær eingöngu
sauðfjárbeit en haustbeitin er blönd-
uð.
Um 35% túnanna eru tvíslegin,
sem er hærra hlutfall en í hinum
landshlutunum. I því sambandi er
rétt að hafa í huga að tvísláttur hefur
færst í vöxt á undangengnum árum
með tilkomu rúllubindivéla og kann
það að hafa einhver áhrif á þennan
samanburð að Norðurland var
heimsótt síðast.
Gróðurtar
Tafla nr. 1 sýnir þekju (%) ein-
stakra tegunda eða tegundahópa í
túnum á mismunandi svæðum. Við
útreikninga höfðu öll tún sama vægi,
þ.e. bæði stór og lítil. í töflunni er
ekki gerður greinarmunur á língres-
istegundum og allar starir eru settar í
einn flokk. Möðrum og elftingum
var ekki heldur skipt í tegundir. AIls
fundust um 40 tegundir í þessum
túnum sem er svipaður fjöldi og
fannst í túnum í öðrum landshlutum.
Fleiri tegundir hafa örugglega verið í
túnunum þótt þær hafi ekki komið í
hringina. 0 þýðir að tegundin hafi
ekki fundist en + að hún hafi fundist
en sé ekki mælanleg með þeim fjölda
aukastafa sem hér er notaður.
Einnig var tekið saman hve teg-
undirnar fundust í mörgum túnum,
óháð þekjunni (2. tafla). Einungis
voru teknar með þær tegundir sem
fundust í hringjunum en ekki þær
sem sáust í túnunum utan hringj-
anna.
Túnin voru flokkuð eftir aldri og
3. tafla sýnir þekju (%) einstakra
tegunda í misgömlum túnum. í ald-
ursflokknum „eldri en 30 ára” eru
þónokkur tún sem ekki hefur verið
sáð til, heldur hafa þau verið til jafn
lengi og búskapur hefur verið stund-
aður á viðkomandi jörð. Þessi tún
eru oftast rétt við bæina.
í 4. töflu er þekja einstakra teg-
unda í þessum gömlu túnum sýnd.
Til samanburðar eru sams konar tún
af Austurlandi, Suðurlandi, Vestur-
284 FREYR - 8'94