Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 19
SILUNGSVCIÐI
Atvinnuveiðar í silungsvötnum
Skúli Hauksson, Útey I, Laugardal
Atvinnuveiðar í silungsvötnum hafa í raun verið stundaðar hér á landi frá því byggð hófst.
Bœndur byggðu upp jarðir við silungsvötn og var sá silungur, sem þeir veiddu og nýttu
ekki sjáifir til heimilisins oft saltaður í tunnur og notaður í vöruskiptum, bœði innan- og
utansveitar.
Dragnót að verki íSigurðarstaðavatni á Melrakkasléttu. (Ljósm. Árni G. Pétursson).
Góð silungsveiðivötn hafa þar af
leiðandi stuðlað að og styrkt byggð
víða um landið. Veiðibændur fóru
síðan að senda ferskan silung til
Reykjavíkur og annarra þétt-
býliskjarna. Þá var ekki komin sú
kæli- og pökkunartækni, sen nú er.
Oft notuðu bændur sér þá haugarfa
til að kæla fiskinn, svo hann kæmist
óskemmdur í verslanir. Silungurinn
var þá settur í trékistur og haug-
arfinn með til kælingar.
í dag eru kröfurnar í matvælaiðn-
aði mikið breyttar frá því sem áður
var og neytandinn gerir jafnframt
miklar kröfur, og er það gott. Til að
bændur geti selt silunginn, er nauð-
synlegt að þeir komi sér upp góðri
verkunaraðstöðu, ásamt kæli, loft-
tæmipökkunarvél og helst frysti.
Nauðsynlegt er að blóðga fiskinn
um leið og hann er tekinn úr netun-
um. Við það eykst geymsluþolið
verulega og fiskinum blæðir út en
ekki inn í holdið. Góð kæling á
öllum vinnsluþrepum (slægja, flaka,
reykja o.s.frv.) er bráðnauðsynleg.
Við slægingu er ekki nóg að taka
bara innan úr fiskinum, heldur jafn-
framt blóðröndina og tálknin. Allt
eykur þetta geymsluþolið.
Flest silungsvötn hér á landi eru
og nær öruggt að gestirnir verða fyrir
vonbrigðum.
Að lokum vil ég benda á að um-
ræðan um verðmætin sem liggja í
vötnunum hefur verið í gangi í mörg
ár, en frekar lítið hefur gerst. Við
getur haldið áfram að tala og tala, en
það mun ekkert gerast nema þeir
sem eiga auðlindina taki hana alvar-
lega og geri átak á heimavelli.
vannýtt (ofsetin af fiski) að mati
fiskifræðinga. Fiskinum fjölgar og
hann smækkar. Veiðar er nauðsyn-
legt að stunda í samráði við fiski-
fræðinga, til hagsbóta bæði fyrir
veiðibændur og stangaveiðimenn.
Það hefur sýnt sig að rétt nýting
silungsvatna hefur ekki eingöngu
kosti fyrir veiðibændur, heldur ekki
síður fyrir stangaveiðimenn. Stanga-
veiðmenn fá stærri fisk og hann tek-
ur betur, þar sem fiskurinn hefur
ekki einskorðað sig við ákveðna
fæðu eins og oft vill verða í ofsetnum
veiðivötnum.
Vatnafang hf. var stofnað árið
1990. Þetta er félag silungsveiði-
bænda og er aðalmarkmið þess að
auka nýtingu silungsvatna og að-
stoða við markaðssetningu á silungi,
ekki síst til útflutnings. Nokkur ár-
angur hefur náðst á erlendum mörk-
uðum og fiskurinn hefur líkað mjög
vel. Vandamálið er, að erfitt er að fá
bændur til að stunda þessar veiðar
dag frá degi. Bæði er um að kenna
félagslegum vandamálum og skiln-
ingsleysi á því, að markaðurinn
krefst stöðugs framboðs. Það er
erfitt að ná góðum markaði, en auð-
velt að missa hann.
Rétt nýting silungsvatna er bæði
veiðibændum og stangaveiðimönn-
um til hagsbóta. Betri og stærri fisk-
ur, tekur betur, vegalagning að
vötnum o.fl. o.fl.
8'94 - FREYR 291