Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 26

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 26
Greinoflokkur um hogfræði 6. grein Bœndur og leiðbeiningaþjónustan Gunnlaugur Júlfusson, Stéttarsambandi bœnda Staða landbúnaðarins. Leiðbeinendur í landbúnaði hafa á síðustu áratugum haft mikilvœgu hlutverki að gegna við þróun landbúnaðarins. Þeir hafa gert það með því að flytja upplýsingar til bœnda um nýjustu framleiðslutœkni sem og upplýsingar um niðurstöður rannsókna og athugana sem leitt hafa til framfara á einn eða annan hátt. Ávinningur af iðnvæðingu landbún- aðarins hefur verið margvíslegur. Framleiðsla og afköst hafa aukist, þannig að neytendur hafa um að velja gnægð hágæðamatvæla á við- unanlegu verði. Bændur náðu meiri tekjum og betri lífsafkomu. Líkam- legt erfiði í landbúnaðinum hefur minnkað. Færra fólk framleiðir meira magn en fyrr, sem hefur leitt af sér að þær atvinnugreinar sem þurftu á auknu vinnuafli að halda, gátu fengið það frá landbúnaðinum. Leiðbeiningaþjónusta í landbúnaði hefur þannig verið mikilvægur þátt- ur í að byggja upp það velferðar- þjóðfélag sem við búum við í dag. Þessi framþróun landbúnaðarins hefur einnig haft ýmislegt í för með sér sem hvorki er æskilegt né hefur verið fyrirsjáanlegt. Aukin fram- leiðni hefur leitt til offramleiðslu sem erfitt hefur reynst að afsetja. Staða bænda hefur því versnað á ýmsan hátt á seinni árum, bæði efna- hagslega og félagslega. í efnahags- legu tilliti tengist þetta auknum skuldum, breyttum kröfum markað- arins og minni atvinnumöguleikum í dreifbýlinu. Ótrygg afkoma hefur í för með sér aukið andlegt álag. Jafn- framt hafa félagsleg vandamál farið vaxandi innan landbúnaðarins vegna fólksfækkunar í dreifbýli og vaxandi einangrunar. Þessa þróun var erfitt að sjá fyrir. Upphaflegt markmið var að bæta hag bænda með framþróun og leið- beiningum, sem átti að gefa þeim möguleika til að bæta stöðu sína með auknu valdi yfir framleiðslu- möguleikum jarðarinnar. Athyglin beindist fyrst og fremst að því sem lá Gunnlaugur Júlíusson. næst framleiðslunni hjá einstökum bændum. Þetta hefur haft í för með sér að bæði bændur og samfélagið hafa misst stjórn á ýmsum þáttum sem tengjast landbúnaðinum.1 Hlutverk ráðunauta. Samfélagið gerir margháttaðar kröfur til bænda í dag. Þeir eiga að framleiða ódýra gæðavöru með því að nota þær framleiðsluaðferðir og þá tækni, sem er forsenda fyrir mik- illi framleiðni. Samtímis eiga þeir að aðlaga framleiðsluna að hertum um- hverfiskröfum og þörfum markaðar- ins. Bændur eiga því að vera allt í senn, tæknilega og rekstrarlega hæf- 1 Þessi grein er að nokkru leyti unnin upp úr erindi sem heitir „Helhetlig rádgivning“ og er eftir Ulrich Nitsch, prófessor við Sænska landbúnaðarháskólann í Ultuna. Erindið er skrifað árið 1993. ir, markaðssinnaðir rekstraraðilar og virkir gæslumenn náttúrunnar. Þar á ofan eiga þeir helst að vera hugmyndaríkir frumkvöðlar, sem standa fyrir nýjum atvinnurekstri í dreifbýlinu. Þetta allt eiga þeir að gera í umhverfi sem býður ekki upp á annað en ótryggar efnahagsfor- sendur og síbreytilega landbúnaðar- stefnu. Þegar við þetta bætast bæði EES og GATT. þá er eðlilegt að spurt sé: Hvert er hlutverk leiðbein- enda í landbúnaði við þessar kring- umstæður? Minn skilningur er sá að hlutverk landbúnaðarráðunauta sé að að- stoða bændur við að taka hagsýnar ákvarðanir og framkvæma hag- kvæmar aðgerðir. Þetta leiðir af sér að spurt er: Hvað er hagkvæmt? Ekkert er hagkvæmt í sjálfu sér, hagkvæmni verður alltaf að skil- greina í samanburði við eitthvað. I landbúnaðarleiðbeiningum verður bæði að taka tillit til markmiða bóndans og markmiða samfélagsins. Það er ekki alltaf auðvelt. Það sem hefur verið hagkvæmt fyrir bóndann til skemmri tíma litið, er ekki hag- kvæmt fyrr samfélagið - og jafnvel ekki heldur bændur - þegar litið er til lengri tíma. Enda þótt einungis sé tekið tillit til bændanna, þá er erfitt að ákveða hvað sé hagkvæmt í því síbreytilega umhverfi sem þeir búa við. Við þessar aðstæður hlýtur það að vera hlutverk ráðunauta að að- stoða bændur við að fást við þessar breytilegu og ótryggu aðstæður, en það hlutverk er ekki alltaf auðvelt. Hvaða kröfur eiga bændur að gera til ráðunauta við þessar aðstæður? Það nægir ekki að kynna einungis 298 FREYR - 8'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.