Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 27

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 27
niðurstöður úr tilraunum og rann- sóknum. Leiðbeiningar snúast ekki lengur einvörðungu um að finna lausn á vel skilgreindu vandamáli. Nú til dags er oft erfitt að skilgreina vandamálin og sjaldan er hægt að finna einfaldar lausnir á þeim. Sú leiðbeiningaþjónusta sem skil- ar mestum árangri við núverandi aðstæður byggist á samvinnu milli bóndans og ráðunautarins sem í sameiningu kafa æ dýpra í raunveru- legar aðstæður bóndans til að greina þau vandamál sem hann á við að glíma. Þessi samvinna bónda og ráðunautar samanstendur af því að skrá, greina og skilgreina forsendur framleiðslunnar og möguleika fólks- ins með tilliti til aðstæðna á jörðinni og nánasta umhverfi hennar. Með hliðsjón af þeirri þekkingu sem safn- ast upp á þennan hátt er síðan eðli- legt að leita eftir lausnum í niður- stöðum rannsókna og tilrauna eða með breyttum framleiðsluaðferð- um. Hlutverk ráðunautarins í sam- skiptaferlinum er mjög erfitt. Hann á að gefa bændum bæði félagslegan styrk sem faglegan til að framkvæma greiningu á aðstæðum, sem getur bæði verið vinnufrekt, seinlegt og erfitt. Samskiptaaðferðir. Ráðunauturinn þarf að spyrja bóndann um framleiðsluna, reynslu hans og langanir og hvetja hann til að íhuga stöðu sína. möguleika og framtíðarmarkmið. Á þennan hátt hjálpast bóndi og ráðunautur að því að skilgreina meginvandamálin, erf- iðleikana og þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hér verður bóndinn að vera miðdepill viðræðnanna. Það er hann sem er sérfræðingur í sinni eigin stöðu, þarf að íhuga hana, endurmeta hana, taka ákvarðanir, framkvæma þær og lifa við afleiðing- arnar. Samtímis verður að byggjast upp trúnaður, sem er nauðsynleg for- senda fyrir því að leiðbeiningarnar nái tilgangi sínum. Atriði sem iðu- lega er vanmetið, er það hvort ráðu- nauturinn hefur trúnað bóndans. Oft líta ráðunautar á það sem sjálf- sagðan hlut að þeir eigi trúnað bóndans. Þeir líta á það sem hlut- skipti sitt að fá bóndann til að sam- þykkja sinn skilning, sína skilgrein- ingu og þekkingu, en ekki öfugt. Með slíkum aðferðum verður eng- inn trúnaður í samskiptum bóndans og ráðunautarins. Ráðunauturinn leggur fram sinn skerf í formi stuðnings við skipulega skoðun á rekstrinum, ásamt þekk- ingu sem byggist á rannsóknum, til- raunum og reynslu annarra. En ráðunautar leiðbeina ekki jurtum, dýrum, vélum eða búum. Þeir starfa með fólki, sem er oft tengt starfi sínu mjög nánum böndum. Það hefur, eins og annað fólk, skilning og af- stöðu sem hefur áhrif á hvernig það metur stöðu sína og hvað sé hag- kvæmt. Þetta er ekki á nokkurn hátt nýtt. Það er hins vegar nýtt að staða bænda verður æ ótryggari og erfið- ara að sjá út yfir hana. Tæknilegir, rekstrarlegir, líffræðilegir, umhverf- islegir og félagslegir þættir eru tvinn- aðir saman og tengdir hver öðrum í ótryggum heimi. Leiðbeiningar um stjórnun fyrirtœkja. Markviss stjórnun og aðlögun að markaðnum hefur á seinni árum orðið afgerandi forsenda fyrir fram- gangsríkum búrekstri. Þessi við- fangsefni ættu því að vera meginvið- fangsefni leiðbeiningaþjónustunn- ar. Hvað þýðir það að stjórna bú- rekstri? Búskapur er lífræn fram- leiðsla sem fer fram utanhúss sem innan. Framleiðslan þarfnast véla, bygginga, fjármagns, vinnuafls og ákveðins félagslegs umhverfis. Þetta á sér stað í ótryggu umhverfi veðra og vinda ásamt breytilegum pólitísk- um og rekstrarlegum forsendum. Framleiðslan verður að taka mið af mismunandi forsendum af fjárhags- legum, tæknilegum, lífrænum og fé- lagslegum toga, sem eru sérstakar fyrir hverja einstaka jörð. Fjármálin verða að ganga upp, tíminn að nægja, plöntur að vaxa, vélar að ganga, húsdýrin að vera heilbrigð, umhverfið að halda gildi sínu og fjölskyldunni að líða vel. Þessa flóknu starfsemi verður að aðlaga síbreytilegu umhverfi. Um það snýst markviss stjórnun í landbúnaði. Hvað þarf til að geta staðið undir þessum kröfum? Hægt er að benda á fjögur atriði sem vega hvað þyngst í jDessu sambandi: 1) fagleg þekking 2) skipuleg vinnubrögð 3) reynsla af búrekstri 4) skilningur á umhverfi búsins Þessi atriði eru nauðsynleg til að geta stundað búskap. Samt sem áður dugar það iðulega ekki til. Bóndi getur haft góða þekkingu á öllum þessum sviðum, en samt gengur reksturinn ekki. Það sem ræður úr- slitum um hvort þetta gengur upp er hvernig þekkingin og reynslan er nýtt. Að bæta stjórnun búsins hefur í för með sér bætta nýtingu þeirra möguleika sem fyrir hendi eru í bú- Tafla 1. Stjórnun - stjórnunaraðferðir. Aðferðir/ Afstaða Óvirkur íhaldssamur Raunsær. Markviss „Fyrstur með það nvjasta" Stjórnunar- Engar „Stendur vörð „Lætur ekki „Það verður að aðferðir áhyggjur um það sem er fyrir hendi,, tilviljanir stjórna þróuninni,, fyigja þróuninni,, Hvað hvetur til aðgerða? Vandræði Slæm útkoma úr búreikningum Mat á mögu- leikum og tækifærum Nýtt á markaðnum Afstaða til áhættu Forðast áhættu Tekur vissa áhættu Möguleiki á hagnaði ræður miklu Skiptir ekki máli Markmið Vera Skammtímatekju- Langtíma- Skiptir ekki varðandi efna- hag og arösemi ánægður markmið tekjumarkmið máli 8*94 ■ FREYR 299

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.