Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 13

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 13
landi og Vestfjörðum. Pessi tún eru hins vegar fremur fá, nema á Suður- landi. Þetta verður að hafa í huga þegar tölurnar eru skoðaðar. Bæj- unum var einnig skipt í flokka eftir fjarlægð frá opnu hafi. Bæirnir í N- Þing. voru þó ekki hafðir með vegna þess að þar eru flestir bæirnir út- sveitabæir en á hinum svæðunum dreifðust þeir á alla flokkana. Undir útsveitir flokkuðust bæir á annesjum og í utanverðum fjörðum. Undir miðsveitir flokkuðust bæir í innan- verðum fjörðum og upp af fjarðar- botnum, en bæir inn í landi töldust til innsveita. Niðurstöðurnar eru sýndar í 5. töflu. Umrœður Hlutdeild vallarfoxgrass í þessari könnun er í heildina minni en á Suðurlandi, en áþekk því sem var í hinum landshlutunum eða 10,4% að meðaltali. Hún var tæp 14% á Vest- urlandi, 12% á Vestfjörðum, 9% á Austurlandi en 20% á Suðurlandi. Hlutdeildin lækkar með aldri tún- anna eins og við er að búast. Minnst var af því í Suður-Þingevjarsýslu en mest í Skagafirði, en breytileikinn er mikill, bæði milli túna og bæja. Vallarfoxgras er viðkvæmt fyrir ýmsum meðferðarþáttum, t.d. beit, slætti, áburði og áburðartíma. Áhrif beitarinnar eru þó umdeild og vissu- lega má finna niðurstöður sem gefa til kynna að beitin hafi ekki áhrif á endingu vallarfoxgrass. Eigi að síður fengust marktæk áhrif vorbeitar á endingu vallarfoxgrass í þessari at- hugun líkt og á Austur- og Suður- landi. Beit er hins vegar mjög mis- jöfn og líklegt er að beitarþungi og beitartími ráði miklu um það hvort vallarfoxgrasið hörfar vegna henn- ar. Fræ af háliðagrasi hefur lítið verið notað í seinni tíð og er það því mest í gömlum túnum. Mest er af því í Eyjafirði, tæp 12%, en minnst í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Hlutur þess í Eyjafirði er reyndar mun stærri en á öðrum svæðum sem skoðuð hafa verið á landinu. Hlutur þess var einnig stærri í innsveitum en útsveitum. Háliðagras þolir beit vel, en er viðkvæmt fyrir sýrustigi og hverfur þar sem jarðvegur er mjög súr. Það Kal í túni á Víkingavatni í Kelduhverfi, lautirnar eru óskemmdar. (Ljósm. G.P.). 3. tafla. Þekja einstakra tegunda eftir aldri túnanna. Tegund 1-5 ára 52 tún 6-10 ára 50 tún 11-20 ára 75 tún 21-30 ára 76 tún Eldri en 30 ára 110 tún Vallarfoxgras 36,9 10,6 8,5 7,4 1,2 Vallarsveifgras . ... , 20,6 50,9 36,5 32,2 21,7 Túnvingull 8,9 7,6 8,4 8,9 14,0 Língresi 1,6 3,5 6,2 2,9 7,3 Snarrót 6,4 9,4 18,3 23,5 32,7 Háliðagras 0,9 2,2 4,1 10,0 8,5 Varpasveifgras 17,2 12,4 15,2 11,8 6,7 Knjáliðagras 0,3 + 0,1 0,3 0,1 Beringspunlur . . . . 0,7 1,3 0,1 0 0 Starir 0 0 + + 0,2 Brennisóley 0,2 + 0,2 0,4 1,8 Skriðsóley 0 0 + 0 0 Túnfífill 0,2 0,2 0,5 0,9 1,0 SkarifífiH + + 0,1 + 0,1 Vallhumall 0,5 0,7 0,4 0,1 1,5 Túnsúra 0,1 0,1 0,1 0,1 1,8 Haugarfi 4,3 0,5 0,5 0,3 0,5 Vegarfi 0,1 0,5 0,6 0,5 0,5 Hvítsmári 0,1 0,1 + 0,1 0,5 Maríustakkur 0 + 0 + 0,1 Hrafnaklukka 0 0 + 0 + Elfting . . . + + + + + Hófsóley 0 0 0 0 + Kornsúra 0 0 0 + 0 Vallhcera + 0 0 0 0 Lokasjóður 0 0 0 + + Tágamura 0 0 0 0 + Blóðarfi 0 + 0,2 + + Njóli 0 0 0 + 0 Hálmgresi 1,0 0 0 0,5 0 Möðrur 0 0 + + 0 Melablóm + 0 0 0 0 Lœkjarfrœhyrna . . . 0 0 0,1 0 0 Kúmen 0 0 + 0 0 Engjarós 0 0 0 + 0 Mýrfjóla 0 0 + 0 0 Skarfakál 0 0 0 0,1 + 8'94 • FREYR 285

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.