Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 10
Kaupfélagshúsið í Norðurfirði, en þar er verslunarstaður hreppsbúa. Ingibjörg Ágústsdóttir frá Steinstúni og Jensína G.
Hjaltadóttir frá Bce voru við afgreiðslu í búðinni og Helga litla Björk Pálsdóttir í heimsókn.
„ Við höfum orðið að
reka flesta þá þjórtustu
sem önnursveitarféiög
sœkja að einhverju
leytiannað."
samið sérstaklega um þá flutninga og
skipin komu á þriggja vikna fresti. Nú eru
þær samgöngur farnar að heyra undir
Vegagerðina sem styrkir þær. Petta eru
ekki greiðir flutningar og við höfum orð-
ið að liggja með vörur lengur vegna þessa
og panta meira í einu og það er dýrara
heldur en annars væri.
Mjólk hefur töluvert verið flutt með
flugi frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík.
Aður, meðan skipasamgöngur voru
sæmilegar, var fengið mikið af mjólkur-
vörum frá Akureyri.“
Spurningu um félagslífið svaraði Hjalti
að það væri fremur fábreytt. Ungmenna-
félag er starfandi, kvenfélag og búnaðar-
féiag.
/ Árneshreppi eru víðast nýleg og vönduð útihús.
282 FREYR - 8'94
Mér sýnistnú engin deyfð yfir félagslegum
framkvœmdum hjá ykkur.
„Nei, þær hafa verið þó nokkrar.
Skólinn hefur verið tekinn í gegn núna á
síðustu árum, klæðning og innréttingar
voru endurnýjaðar sumarið 1992; ung-
mennafélagið á sundlaug í Krossnesi og
sundlaugarhúsið var gert upp fyrir tveim-
ur árum og þeir komu okkur til aðstoðar
frá Átthagafélagi Árneshrepps í Reykja-
vík og hjálpuðu okkur við það.“ Spurn-
ingu um hvert væri viðhorf manna í
byggðarlaginu til sameiningar við önnur
sveitarfélög, svaraði Hjalti á þessa leið.
„Pað er dálítið sérstakt viðhorf hjá okk-
ur. Við höfum orðið að reka alla þá
þjónustu sem eitt sveitarfélag þarf að
gera, en mörg sveitarfélög sækja alla þá
þjónustu annað, í næsta sveitarfélag og
þurfa kannski líka að borga fyrir; bæði
skóla, verslun og annað.
Samstaðan hefur verið góð hjá okkur,
með fáum undantekningum. En við finn-
um það að byggðinni er heldur að hraka
og framkvæmdir eru alveg í lágmarki,
það er stöðnun hér og þá er afturför. Ef
við eigum ekki von í einhverri bjartari
framtíð í sauðfjárbúskap þá sýnist mér að
byggðarlaginu hér sé hætt áður en langt
um líður, og jafnvel frekar í stóru stökki
heldur en smátt og smátt. Eftir að sveitar-
félagið er komið niður í þessa stærð, sem
á við þá einangrun að búa sem hér er, þá
er ekki hægt fyrir örfáa menn að búa á
svona stað. Hér er erfitt með smala-
mennsku og við þurfum á allri samstöðu
Frh. á bls. 287.