Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 20
Bovine somatotropin (rBST)
Lyf, sem eykur nyt í kúm
Páll A. Pálsson fv. yfirdýralœknir
Undanfarin ár hefur mikið verið rœtt og ritað um svonefnd „bovine somatotropin (r BST)“
en það er hormon sem myndast í framhluta heiladingulsins og örvar m.a. mjólkurmyndun.
Þetta hormon er að finna í örlitlu magni í allri kúamjólk.
Ástæðan fyrir þessari miklu um-
fjöllun er sú að með sérstakri erfða-
tækni hefur tekist að framleiða þetta
efni. sem er prótein, í miklu magni,
útbúa það sem innspýtingarlyf, og
með því að dæla því reglulega í
mjólkandi kýr, má fá þær til að
græða sig að mun.
Pess hefur verið farið á leit að ég
greindi í stuttu máli frá ýmissri þekk-
ingu manna á þessu próteini, notkun
þess, kostum og göllum.
Það voru rússneskir vísindamenn
sem fyrstir sýndu fram á að með því
að dæla skoli (extrakti) af heiladingli
nautgripa í mjólkandi kýr væri hægt
að auka nyt þeirra.
Þekking manna óx smám saman á
þessu próteini og byggingu þess en
jafnframt kom í ljós að það hafði
engin áhrif á vöxt manna eins og
sumir höfðu gert sér vonir um í
upphafi.
Nú er orðið ljóst að áhrif soma-
totropina eru bundin hvert við sína
dýrategund þannig verkar t.d.
nautasomatotropin ekki á svín og
öfugt.
Með sérstakri erfðatækni tókst ár-
ið 1982 að framleiða nautasoma-
totropin í miklu magni. Var það gert
með því að koma erfðastofnum sem
stjórna framleiðslu somatotropins í
kúm fyrir í bakteríum (E.coli), síðan
eru bakteríurnar ræktaðar í stórum
geymum og framleiða þær þá soma-
totropin í verulegu magni, sem loks
má skilja frá og hreinsa svo það sé
hæft til inndælingar í mjólkurkýr.
Somatotropin, sem framleitt er
með þessu móti, verkar á sama hátt
á mjólkandi kýr eins og somatotrop-
in sem myndast í heiladingli skepn-
unnar. Áður en þessi sérstaka fram-
leiðslutækni var þróuð, þurfti að
nota heiladingla úr sláturgripum til
Páll A. Pálsson.
framleiðlunnar, en hver heiladingull
er aðeins fáein grömm að þyngd svo
að mjög lítið magn fékkst úr hverj-
um grip. Efnið var því af skornum
skammti, dýrt og aðeins notað í til-
raunaskyni.
Nautasomatotropini verður að
sprauta undir húð, venjulega á
tveggja eða fjögurra vikna fresti og
ekki er ráðlagt að byrja á notkun
lyfsins fyrr en liðnir eru 2-3 mánuðir
frá burði.
Fjölmargar tilraunir í Bandaríkj-
unum sýna að með þessu lyfi má
auka nytina um 9-12% og niðurstöð-
ur tilrauna í Evrópu, t.d. í Dan-
mörku, sýna að hjá svartskjöldótt-
um, jóskum kúm má auka nytina um
2.7.-5.2 lítra á dag, ef hæfilegir
skammtar eru gefnir á tveggja vikna
fresti og aðbúð kúnna og fóðrun er í
fullkomnu lagi.
Árangur af notkun somatotropins
er annars háður mörgum þáttum,
t.d. skammtastærð, hve þétt
skammtar eru gefnir, hvenær á
mjólkurskeiði lyfjagjöf er hafin
o.s.frv.
Allir þeir sem um þessi mál hafa
fjallað, leggja á það mesta áherslu,
og telja raunar skipta meginmáli til
árangurs, að fóðrun, umhirða og
aðbúð gripanna sé óaðfinnanleg
þegar gefa á þeim somatotropin
(BST).
Ef somatotropin er notað fljótlega
eftir burð, er venjulega erfitt að fá
kúna til að festa fang og því verður
bilið milli burða óeðlilega langt, og
stundum halda kýr ekki meðan á
lyfjagjöf stendur.
Pá má einnig búast við því að
nteiri brögð verði að júgurbólgu í
kúm ef þær fá meðferð með soma-
totropini. í samræmi við það má
búast við að „frumutala" í mjólkinni
hækki og er hvort tveggja fjárhags-
lega neikvætt fyrir framleiðandann.
Hjá mjög bolþungum gripum hef-
ur verið talað um bilanir í fótum af
ýmsum toga þegar þeim er gefið
somatotropin til lengdar.
Þá verður einnig að gera ráð fyrir
því að kýr sem fá somatotropin ár
eftir ár endist að öðru jöfnu skemur
heldur en kýr sem ekki eru örvaðar
til aukinnar mjólkurframleiðslu á
þennan hátt.
Mjög víðtækar og nákvæmar
rannsóknir hafa verið gerðar á mjólk
úr kúm sem fengið hafa somatotrop-
in langtímum saman. Hafa þær allar
sýnt að efnaþættir mjólkurinnar
breytast ekki, og til hverskonar
vinnslu mjólkurafurða reyndist hún
fullgild og sambærileg á allan hátt
við venjulega mjólk. Ástæðan fyrir
því að kýr græða sig eftir að í þær
hefur verið dælt somatotropini,
virðist vera sú að þœr geta umsett
meira fóður, ca 10% meira að talið
er.
292 FREYR - 8'94