Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 36

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 36
minnkað. Þó að dreifð byggð okkar skapi ekki hliðstæð vandamál er samt full ástæða til að gera sér fulla grein fyrir þeim. Þar sem um þessi efni er fjallað í nágrannalöndunum er lögð mikil áhersla á að til að glöggva sig á ástandi í þessum efnum beri fyrst og fremst að styðjast við mælingar úr tanksýnum á búinu. Nákvæmni sú sem sýnin gefa er hins vegar ekki meiri en svo að hæpið er talið að leggja mikla áherslu á mælingar hjá einstökum gripum. Þær viðmiðanir sem notaðar eru í nálægum löndum eru að mæligildi á bilinu 3-5 séu innan æskilegra marka. Gildi lægri en 3 gefa vísbend- ingu um próteinskort í fóðri en gildi hærri en 5 gefa til kynna mjög ríku- lega próteinfóðrun eða bresti í nýt- ingu próteins úr fóðri. Full ástæða er til að leggja áherslu á að þessar viðmiðunartölur eru teknar óbreyttar frá nálægum lönd- um. Eðlilegt virðist að fara hér líkt MOLflR BNA-ugla hjálpar upp á finnskt timbur Blaðið Landsbygdens Folk, sem er málgagn sænskumælandi bænda í Finnlandi, greinir frá því að ugla ein í Vesturheimi sé finnskum timburút- flutningi betri en engin. Svo er mál með vexti að vegna þess hve uglan sú arna er í mikilli útrýmingarhættu, hafa víðlend skógivaxin svæði verið friðuð. Þess vegna minnkar timbur- framleiðsla í BNA (Bandaríkjun- um) mikið á þessu ári og Kanada- menn sjá sér leik á borði að komast inn á markaðinn í nágrannalandinu - og hafa þá minna að selja til Evr- ópu. Árangursrík auglýsingaherferð Nýja Sjáland bar sigur úr býtum á árlegri samkeppni um auglýsingar í mjólkuriðnaði á vegum IDF, Al- þjóðasambands mjólkurframleið- að, þ.e. að meta eðlileg gildi í ljósi þeirrar reynslu sem fæst á grunni slíkra mælinga. Þekkt er að fjöl- margir þættir hafa áhrif á mæligildi. Sumir þeirra kunnu að vera á annan veg hér á landi en erlendis. Það er til dæmis þekkt úr erlendum rannsókn- um að eðlileg gildi eru lægri hjá stærri gripum en minni og vegna þess að okkar kýr eru minni en í grannlöndunum má ætla að okkur viðmiðanir eigi hugsanlega að liggja eitthvað hærra en þar er notað. Einnig sýna erlendar rannsóknir að eðlileg gildi eru lægri hjá kúm á fyrsta mjólkurskeiði en eldri kúm vegna þess að kvígurnar nýta prótein vel til vaxtar á fyrsta rnjólk- urskeiði. Þetta atriði dregur því einnig í sömu átt og stærð gripanna í samanburði okkar við nágranna- löndin. Einnig sýna erlendar niður- stöður að gildi eru hæst á meðan kýrnar eru í hæstri nyt. Þetta sam- band kann að vísu að verulegum hluta að standa í sambandi við enda. Smjöraulgýsingar þóttu í senn skorinorðar og skemmtilegar. Og það sem meira er: Þær báru ótvíræð- an árangur, því að sala á smjöri sem minnkaði um 7% fyrir tveim árum, jókst aftur um 6% eftir að herferðin hófst. Texti auglýsinganna er t.d. þessi: „Hvernig býr maður til smjör, mamma,?“ spyr drengur móður Aðbúnaður mjólkurkúa og frumutala. Frh. afbls. 289. jafnt átak komi á alla spenanna. Til að tryggja það er best að nota slönguhaldara. Tæmist einn júgurhlutinn langt á undan hinum getur verið nauðsyn- legt að setja tappa í tilsvarandi spenahylki. Ef einn kirtill tæmist mikið seinna en hinir þrír þarf að opna spenaopið vel þegar mjólkað er í sýnakönnuna og strjúka hann niður með ákveðnum handtökum við og við meðan á mjöltum stendur. Mjaltatækin á að taka rólega af kúnum, án loftinnsogs. Við óhindr- að loftinnsog fellur þrýstingurinn í mjaltakerfinu og mjólkurdropar (og hvernig fóðrun er stýrt hjá kúnum með tilliti til afurða. Eins og áður segir má orðið finna mikið af erlendum rannsóknum sem sýna mjög skýrt samhengi á milli þessa mæliþáttar og ástands fóðrun- ar með próteini. Einnig er til allmik- ið af erlendum rannsóknum sem sýna mjög sterkar bendingar um að mjög há mæligildi séu oft á búum þar sem frjósemisvandamál eru veruleg. Þetta segir okkur að saman fari frjó- semisvandamál og offóðrun með próteini. Fyrir þá sem við slík vanda- mál stríða er full ástæða til að huga að þessum mælingum og fái þeir skýrar slíkar vísbendingar, að leita ráða hjá ráðunaut eða dýralækni til að ráða bót á vandanum. Þess er að vænta að með þessum mælingum hafi fengist hjálpartæki sem á að geta stuðlað að bættri fóðrun íslenskra mjólkurkúa. sína. „Það er enginn vandi, maður þarf bara mjólk og svolítið salt, góði minn,“ svarar móðirin. „En hvernig býr maður til smjörlíki?“ spyr dreng- urinn þá. „Æ, ég veit það ekki,“ svaraði móðirin, „Þú verður að spyrja hann pabba þinn að því. Hann er efnafræðingur!“ Mjólkurfréttir. þar með sýklar) geta sogast frá mjaltalögn og upp í spena vegna undirþrýstings sem þar skapast. Eft- ir mjaltir skal nota spenadýfu ef smitandi júgurbóga (Str. agalactiae) erfyrirhendi (Ólafur Jónsson, 1993, munnl. heimild). Þar sem frumutala er lág getur notkun spenadýfu verið til skaða því að spenadýfan getur til langframa eyðilagt náttúrlega gerlaflóru spenahúðarinnar. Hér hefur ekki verið fjallað um mjaltatæki eða annan búnað tengd- an mjöltum. Þar er um mikilvægan málaflokk að ræða enda eru mjókur- eftirlitsmenn starfandi hjá flestum mjólkursamlögum til að fylgjast með þessum búnaði og veita bændum fræðslu um notkun og viðhald tækj- anna. 308 FREYR - 8'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.