Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 18

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 18
SILUNGSVCIÐI Silungsveiði og ferðaþjónusta - sala silungsveiðileyfa er ferðaþjónusta Margrét Jóhannsdóttir, róðunautur BÍ í ferðaþjónustu Á undanförnum árum hefur verði byggð upp í sveitum landsins myndarleg aðstaða fyrir ferðamenn. Um leið hafa bœndur aukið tekjumöguleika sína á sviði ferðaþjónustu. Stór hluti þess fólks sem ferðast um landið dvelur einhvern hluta ferða- lagsins á ferðaþjónustubæjum og landsmenn er nú meðvitaðir um þennan möguleika. Á þessu tímabili hefur mest áhersla verið lögð á gistihúsnæði og afþreyingarþátturinn hefur víða set- ið á hakanum. Öll vitum við þó að fólk ferðast ekki til þess eins að gista einhvers staðar, heldur til þess að upplifa eitthvað. Sem betur fer eru breytingar á þessu áberandi núna og fólk að leggja höfuðið í bleyti í sam- bandi við afþreyingu. Silungsveiði er það sem ég vil hér gera að umræðuefni, en ef bækling- ur Ferðaþjónustu bænda er skoðað- ur sjá menn að veiði er víða auglýst. Þetta er í fæstum tilfellum veiði í vötnum eða ám sem viðkomandi ferðaþjónustubóndi hefur yfirráð yf- ir, heldur veiðisvæði sem eru í grennd gististaðarins og í eigu ann- arra. Pó svo að töluvert hafi verið gert af því að kynna silungsveiði, hefur alls ekki verið gert nægilega mikið til þess að gera vötnin aðgengileg og spennandi. Eg vil meira að segja ganga svo langt að segja að þau mál séu í ólestri um allt land. Pað er eins og að menn hafi ekki alltaf séð sam- hengið milli viðskipta, aðstöðu og þjónustu. Þegar um gistiaðstöðu er að ræða þá viðurkennum við öll að það skipti máli að gesturinn sé ánægður, að honum sé veitt góð aðstaða og ekki síður góð þjónusta. Pegar um er að ræða sölu veiðileyfa virðast menn ekki líta á það sömu augum, en sala veiðileyfa er ekkert annað en ferða- þjónusta og lýtur þeim lögmálum sem þar gilda. 290 FREYR - 8'94 Við vitum að silungsveiði er að verða sífellt vinsælli meðal fjöl- skyldufólks á íslandi og ef bændur vilja geta nýtt sér það og aflað tekna af silungsveiði þá er það einkum þrennt sem skiptir máli: Aðstaðan: Það þarf að vera snyrti- aðstaða við vatnið og hún verður að sjálfsögðu að vera í lagi. Einnig er mikilvægt að það sé auðvelt fyrir fólk að komast að vatninu. Stundum getur sá þáttur verið mjög kostnað- arsamur og falið í sér vegagerð. Þá verða menn að sjálfsögðu að meta hvort slík framkvæmd muni borga sig miðað við tekjumöguleikana. Staðreyndin er svo sú að ef menn vilja fá til sín fjölskyldufólk þá er vegasamband grundvallaratriði. Fólk við silungsveiði í Pingvallavatni. (Ljósm. Rafn Hafnfjörð). Vötn sem erfitt er að komast að geta eingöngu höfðað til sérstakra áhuga- mannahópa. Umhverfi þeirra bæja sem veita veiðileyfið skiptir máli vegna þess að þeir eru andlitið sem lítur að við- skiptavinunum. Merkingar verða einnig að vera í lagi og að það sé greinilegt hvernig menn eiga að bera sig að við að fá veiðileyfi. Þjónustan er kanski það sem helst gleymist þegar um sölu á silungs- veiðileyfum er að ræða. Það er alltof algengt að menn takmarki sitt hlut- verk við veiðileyfasöluna. Eins og áður hefur komið fram í þessari um- fjöllun erum við hér að tala um ferðaþjónustu og ef menn hafa það í huga þá munum við líka flest eftir mikilvægi þjónustunnar og hins mannlega þáttar. Eins og staðan er um þessar mundir eru menn að auglýsa silungs- veiðileyfi um allt land. Menn hafa víða látið staðar numið þar og skilja síðan ekkert í því að það komi fáir og að “vatnið“ gefi litlar tekjur. Einnig þekkjum við mörg dæmi þess að lítið gerðist þangað til að menn fóru að taka málið alvarlega og hugsa um gestina. Ég vil að lokum minnast aðeins á fiskinn og veiðimöguleikana, en ég tek það sem gefið að sá hluti sé í lagi. Það þýðir auðvitað ekki að byggja upp aðstöðu og fína umgjörð ef ekk- ert veiðist. Það er þó ekki nauðsyn- legt að vatnið sé fullt af “risafisk- um“, en það er mikilvægt að gefa fólki réttar upplýsingar þannig að það hafi ekki óraunsæjar væntingar. Um leið og það gerist er voðinn vís

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.