Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 15
á svæðunum. Mun minna er af snarrót á Vestfjörðum (6%) og Suð- urlandi (8%). I þessum landshlutum má þó finna svæði með mikilli snarrót og önnur þar sem hún sést varla. Hlutur varpasveifgrass var að meðaltali tæp 12% á Norðurlandi sem er mun meira en á Suðurlandi (2%) og Austurlandi (4%) en svipað og á Vesturlandi (11%) og Vest- fjörðum (10,5%). Töluverður munur var milli svæða, mest var af því í Húnavatns- sýslum, Skagafirði og N-Þingeyjar- sýslu. Þá var mun meira af því út- sveitum (21%) en miðsveitum (10%) og innsveitum (6%). Varpasveifgras tengist oft kal- skemmdum, en lítið hefur verið um kal í túnum undanfarin ár þangað til í vor. Þegar túnin voru skoðuð var Til sölu Sauðfjárfullvirðisréttur til sölu ef gott tilboð fæst. Upplýsingar í síma 93- 47768. Kynslóðaskipti á jörðum erfiðari en áður. Frh. afbls. 282. og mannskap að halda til þess. Við erum hér í göngum allt upp í 15 daga að hausti fyrir utan allt annað fjárrag. Þetta höfum við orðið að vinna með störfum í sláturhúsinu. Þetta er allt of mikið álag á fólkið þegar það fer að eldast," sagði Hjalti íBæ. Að lokum má geta þess að slátrun fór fram á Hólmavík síðast liðið haust. Flutningur á fénu gekk mjög vel; vænleiki var með mesta móti. Líflambasala hefur verið umtalsverð á síðustu árum á riðuveikisvæði í Skagafirði, Austur-Húnavatnssýslu og í Svarfaðardal, en var engin í haust. J.J.D. hins vegar ekki farið að gróa upp úr kalskellum. Þá kemur varpasveif- gras gjarnan í tún ef þau eru illa þurr. Mjög lítið fannst af knjáliðagrasi, að meðaltali var það 0,1% sem er svipað og á Austurlandi, en mun minna en á Suðurlandi (4,7%), Vesturlandi (3,2%) og Vestfjörðum (2,5%). Hlutur tvíkímblöðunga í þessari rannsókn var 4,5% sem er svipað og á Austurlandi en ívið minna en í hinum landshlutunum. Af tvíkímblöðungum er mest af túnsúru, vegarfa, haugarfa, sóleyj- um, fíflum og vallhumli. Vegarfi og túnfífill fundust hins vegar í fleiri túnum en aðrir tvíkímblöðungar, vegarfi í 44% en túnfífill í 40% tún- anna. Þekj a stara var 0,1 % sem er nokk- uð minni þekja en í hinum landshlut- unum. Vandamál í túnrækt á Norður- landi eru af ýmsum toga eins og annars staðar. Kal er þar mikið vandamál í vissum sveitum og bæj- um, en ekki á svæðinu öllu nema einstök ár. Margir kvörtuðu yfir lé- legri endingu sáðgresis í túnum. Þá virðast gæsir og álftir valda mönnum vaxandi áhyggjum. Grasmítlar eru einnig til skaða og sáust ummerki eftir þá í nokkrum túnum. Sums staðar voru vandamál vegna lélegrar framræslu. Nánari upplýsingar um þessa könnun er að finna í fjölriti Rala nr. 164. Laus staða Starf forstöðumanns aðfangaeftirlits með fóðri, áburði og sáðvöru, skv. lögum nr. 22/1994, er hér með auglýst lausttil umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 15. maí nk. Landbúnaðarráðuneytið. Hagfræðiráðunautur Búnaðarsamband Suðurlands óskar að ráða hagfræðiráðu- naut til starfa tímabundið í ár, frá 1. júlí að telja. Starfið felst í að þróa hagfræðileiðbeiningar, m.a. út frá bænda- bókhaldi, í gerð rekstraráætlana o.fl. Nánari upplýsingar veitirframkvæmdastjóri í síma 98-21611. Umsóknarfrestur ertil 1. júní 1994. Bændur, athugið Verðuppbætur á ungkálfa verða greiddar í maí 1994, kr. 3.000 á slátraðan kálf. Landssamband kúabænda. 8*94 - FREYR 287

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.