Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 8

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 8
Hjalti í Bœ. Freysmyndir. Bœr í Trékyllisvík. Firmbogastaðafjall að baki. Kynslóðaskipti á jörðum erfiðari en áður segir Hjalti Guðmundsson í Bœ í Árneshreppi f viðtali við Frey Árneshreppur, nyrsti hreppur á Ströndum er eitt þeirra byggðarlaga þar sem búseta stendur höllum fœti. Þar býr harðgert og dugmikið fólk sem vill halda tryggð við torfuna, en margt er byggðinni mótdrœgt: Einangrun byggðarlagsins, erfitt veðurfar og samdráttur í sauðfjárrœkt. ÍÁrneshreppi eru 24 heimilimeðum 100 íbúa. í Árneshreppi er þó margt meö sérstök- um myndarbrag, s.s. vel húsaðar jarðir og nýleg eða endurbætt samfélagsleg mannvirki. I sumar heimsótti fréttamað- ur Freys Hjalta Guðmundsson bónda í Hæ og átti við hann viðtal. - „Fólkinu hefur verið að fækka hér, þó ekki neitt stórkostlega, en það eru ýmsir erfiðleikar hjá okkur og skerðing á fullvirðisrétti sem við höfum lent í með þessi smáu bú sem hér eru, segir Hjalti. Aðra tekjumöguleika höfum við ekki mikla, nema einstaka bændur af reka- hlunnindum, en þau hafa farið þverrandi því það hefur gengið erfiðlega að selja staura, vegna þess að það er samdráttur hjá bændum í öðrum sveitum. Það hefur þá helst verið Vegagerðin sem hefur keypt og mikið var selt héðan meðan verið var að girða í Blönduvirkjun. Það er þó alltaf einhver sala í staurum og menn eru þá kannski að vinna timbur í eitthvað annað. Það eru hugmyndir um það núna frekar en áður að vinna rekaviðinn á annan hátt, í plankavið fyrir byggingar. Meðan átakið í byggingu útihúsa stóð hér yfir á árunum, var mikið sagað í máttar- viði í fjárhús. Menn komu sér upp sæmi- legri aðstöðu til þess að saga rekaviðinn.“ Eru eingöngu sauðfjárbú hér? „Já, svo til eingöngu. Það eru ekki kýr nema á helmingi þeirra býla sem eru í byggð, og annar búfénaður ekki.“ Fá menn þá mjólk að? „Já, mjólk er flutt að í töluverðum mæli.“ Hvernig eru samgöngur hingað? „Það ganga engir áætlunarbílar hing- að, en flutningabfll gengur hingað einu sinni í viku yfir sumartímann. Það er 280 FRETR - 8'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.