Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 14
4. tafla. Gróður í aldagömlum túnum. Norður- Suður- Vest- Vestur- Austur- land land firðir land land Tegitnd 14 tún 26 tún 11 tún 12 tún 10 tún Vallarfoxgras.... + + + 0,1 0 Vallarsveifgras . . . 14,1 7,4 32,7 12,3 27,3 Túnvingull . 26,6 31,9 22,6 31,4 16,4 Lingresi . 12,0 40,3 20,8 21,9 33,0 Snarrót . 20,5 6,8 1,7 16,5 16,3 Háliðagras 0,2 0,1 0 0,3 + Varpasveifgras . . . 9,8 0,4 5,4 2,7 0,9 Knjáliðagras .... 0,1 1,3 4,4 0,1 + Starir 0 + + 0,2 0 Brennisóley 2,7 1,0 6,8 1,9 0,6 Skriðsóley 0 0 0 0,6 Mlbrennisóley Túnfífill 2,3 0,6 1,2 1,5 1,5 Skarifífill 0,7 1,1 Talinn með lúnfífli Vallhttmall 4,6 0 0 0,5 0 Túnsúra 4,3 5,5 1,5 8,5 3,8 Haugarfi 0,6 0,7 1,9 0 0,1 Vegarfi 0,4 0,9 0,5 0,6 0 Hvítsmári 0,9 1,3 0 0,8 0 Maríustakkur . . . 0,2 0,2 0 + 0 Hrafnaklukka . . . + + + + 0 Elfling + 0 + 0 0 Kornsúra 0 + 0 0 + Lokasjóður 0 0,2 0 0 0 Tágamura 0 + 0 0 0 Ilmreyr 0 0,1 0 0 0 Blóðarfi 0 0 0,4 0 0 Hófsóley + 0 0 0 0 Skarfakál 0,1 0 0 0 0 5. tafla. Hlutdeiid helstu tegunda eftir fjarlœgð frá opnu hafi. Útsveitir Miðsveitir Innsveitir Tegund 81 tún 117 tún 124 tún Vallarfoxgras . . . . 7,0 13,0 10,6 Vallarsveifgras . . . 25,9 32,3 30,9 Túnvingull 7,9 10,7 11,9 Lingresi 12,3 1,5 1,6 Snarrótarpuntur. . . 16,8 25,1 24,8 Háliðagras 3,5 4,4 8,4 Varpasveifgras . . . 20,7 10,0 5,8 Knjáliðagras 0,3 0,1 0,1 Brennisóley 0,5 0,7 0,8 TúnfífiH 0,5 0,3 1,0 Vallhumall 0,5 0,3 1,1 Túnsúra 0,9 0,5 0,5 Hvitsmári 0,3 0,1 0,3 Haugarfi 0,3 0,5 1,4 Vegarfi 0,3 0,5 0,4 virðist kunna vel við sig í brekkum eða hallandi túnum. Vallarsveifgras reyndist algeng- asta grastegundin í túnum á Norður- landi (31%) líkt og í hinum lands- hlutunum. Á Vesturlandi var það 23%, 29% á Vestfjörðum, 37% á Austfjörðum en 22% á Suðurlandi. Af 2. töflu sést að vallarsveifgras er ZS6 FREYR - 8'94 að finna í flestum túnum á þessu svæði. Vallarsveifgras hefur verið í flest- um sáðblöndum sem notaðar hafa verið undanfarna áratugi og nokkuð lengi hafa verið til sterkir stofnar af því, t.d. Fylking, Atlas og Primo. Petta á örugglega sinn þátt í því að svo mikið er af vallarsveifgrasi í túnum á íslandi. Vallarsveifgrasið í fræblöndunum blandast svo vallar- sveifgrasi sem fyrir er í landinu. en oft er töluverður útlitsmunur á því sem er í fræblöndunum og hinu ís- lenska. Það kemur fram í 4. töflu að minna er af vallarsveifgrasi í göml- um túnum sem ekki hefur verið sáð til en hinum. í 3. töflu sést að hlut- deild þess vex fyrstu árin eftir sán- ingu en minnkar svo aftur þegar lengra líður. Það virðist því taka við af vallarfoxgrasinu, en það minnkar mjög fyrstu árin eftir sáningu. Síðan fara aðrar tegundir sem ekki voru í blöndunum að koma meira inn í túnin og þá minnkar hlutur vallar- sveifgrassins aftur. Svipað mynstur kom fram í hinum landshlutunum. Mun minna fannst af língresi í túnum á Norðurlandi en í hinum landshlutunum eða 4,8% að meðal- tali. Það fannst ekki í nema í tæpum þriðjung túnanna. Á Suðurlandi var þekjaþess21%, 13% á Austurlandi, 10% á Vesturlandi og 17% á Vest- fjörðum. Língresið var einnig mismikið eft- ir svæðum á Norðurlandi. Minnst var af því í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Þá var mun meira af því í útsveitum en annars staðar. Hlutdeild túnvinguls í þessari at- hugun er á bilinu 7-12% eftir svæð- um (10% að meðaltali). Þetta er svipuð útkoma og í hinum landshlut- unum. Það virðast því fremur að- stæður í hverju túni sem ráða hlut- deild túnvinguls en það hvar túnið er á landinu. Breytileiki milli bæja er mjög mikill. Túnvingullinn er harð- balagras og því mun meira af honum þar sem jarðvegur er þurr. Hlutdeild snarrótarpunts var um 21% að meðaltali fyrir allt Norður- land. Lang minnst var af honum í N- Þingeyjarsýslu, rúm 4% en mest í S- Þingeyjarsýslu, rúm 30%. Eigi að síður sáust tún í N-Þingeyjarsýslu með því sem næst hreinni snarrót þótt slík tún hafi ekki verið á bæjum í þessari úttekt. Þá var hlutur snarrót- ar nokkru minni í útsveitum (17%) en í mið- eða innsveitum (25%). Dreifing snarrótarpunts um land- ið er æði misjöfn. Norðurlandi svip- ar mest til Vesturlands og Austur- lands, hvað varðar hlut snarrótar. í þessum landshlutum er snarrót um 20% en þó breytileg eftir því hvar er

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.